Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Skráningu lýkur í kvöld

Nú styttist óðfluga í þann merka atburð Mývatnshátíð. Skráningarfrestur er að renna út í Ískross og Snocross þannig að þið sem ætlið að vera með vinsamlegast drífið í að skrá ykkur því það er ekki mögulegt að skrá sig eftir að skráningarfrestur rennur út, hisjið nú upp um ykkur og farið á vef msisport.is og skráið ykkur fyrir miðnætti í kvöld og gerum 30 ára afmælismót á Mývatni það allra glæsilegasta sem haldið hefur verið í manna minnum.

Það verður hægt að skrá sig í hillcross, samhliðabraut og ísspyrnu á staðnum en ískross og snocross verður að skrá á msísport.is eins og áður var sagt en aldrei er góð vísa of oft kveðin sértaklega þegar gírhausar eru annars vegar, það verða fleiri þúsund manns á staðnum að sögn Stefáns baðvarðar og gleðin verður við völd. Sjáumst á skaflinum, Stebbi gull.

36 keppendur

Það er góð mæting á ísinn á Mývatni um helgina. 36 keppendur eru skráðir til leiks og stefnir í góða keppni.

Sjá keppendalista hér

Meira Íscross!

Nú er aðeins tæp vika í aðra umferðina í N1 Íslandsmótinu í Ískrossi sem fram fer á Mývatni þann 14. febrúar næstkomandi. Búið er að opna fyrir skráningu á www.msisport.is og lýkur skráningu á miðnætti á þriðjudagskvöldið 10/2. Keppnisgjöld eru kr. 5000 í hvern flokk, en eins og áður verður keppt í þremur flokkum, Opinn flokkur þar sem skrúfur og ísnálar eru leyfilegar, Vetrardekkjaflokkur þar sem eingöngu fjöldaframleidd nagladekk eru leyfð og svo Kvennaflokkur á fjöldaframleiddum nagladekkjum. Athugið að á árinu 2009 mun MSÍ ekki gera neinar undantekningar varðandi skráninguna, henni lýkur þegar henni lýkur og ekkert væl eftir það.

Notast verður við AMB tímatökusendana eins og áður, en þá verður hægt að leigja bæði hjá Nítró í Reykjavík og á Akureyri fyrir þá sem ekki eiga senda. Fyrirkomulag keppnanna verður með sama sniði og áður, þ.e.a.s. opnar tímatökur í hverjum flokki þar sem menn og konur vinna sér inn rásstað í samræmi við tíma og svo þrjú hít í hverjum flokki. Stigagjöf er sú sama og í motocrossi 25 stig fyrir fyrsta sæti, 22 fyrir annað, o.s.frv. Notast verður við startljósin eins og áður þar sem almenn ánægja var með þann búnað.
Þess má geta að nú í vikunni var ísinn mældur á vatninu og er hann 56cm !

Lesa áfram Meira Íscross!

Flashback Klaustur 2005

Var að gramsa í nokkrum spólum í vinnunni og rakst á þetta.Gaman að skella sér nokkur ár aftur í tímann. Hér á vefnum er reyndar hægt að nota search og þá fær maður fréttir nokkur á aftur í tímann, skemmtilegt.
Með því að skrifa klaustur var þetta hér ein af niðurstöðunum.
Þetta árið var Bjarni Bærings Fréttaritari Stöðvar2.

[flv width=“400″ height=“315″]http://www.motocross.is/video/mxgf/klaustur/klaustur.flv[/flv]

Vinningshafinn í spurningarleik MXTV er „KTM“ þú getur náð þér í bol hjá Mxsport.is Svarið var: ár 2002, íslandsmótið Selfossi, B-flokkur.

Jonni.is var á Mývatni

Auðvitað var Jonni.is á Mývatni um helgina, enda á hann heima þar! En hann tók eitthvað af ljósmyndum sem má finna hér og svo þetta video líka. Njótið.


Spurningakeppni MXTV

Árið er ?
Keppnin er ?
Flokkurinn er ?

Hint:
Þegar karlmenn keyrðu 2 stroke,
Það voru 5 Súkkur á startlínu,
Það var stokkið yfir veginn,
Aron Ómars var ennþá á barnahjóli,
Maggi formaður var þarna að rústa startinu.

[flv width=“400″ height=“315″]http://www.motocross.is/video/mxgf/selfoss/sel.flv[/flv]
Svarið með kommenti hér fyrir neðan, sá heppni vinnur
bol frá Kristjáni Geir í MXSport, dregið verður úr réttum svörum.

Vinningshafinn verður birtur fljótlega hér fyrir neðan.