Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Íslandsmótið í íscrossi að hefjast

Nú eru tæpar tvær vikur í fyrstu umferðina í N1 Íslandsmótinu í Ískrossi sem fram fer á Mývatni þann 17. janúar næstkomandi Búið er að opna fyrir skráningu á www.msisport.is og lýkur skráningu á miðnætti á þriðjudagskvöldið 13/1. Keppnisgjöld eru kr. 5000 í hvern flokk, en keppt verður í þremur flokkum, Opinn flokkur þar sem skrúfur og ísnálar eru leyfilegar, Vetrardekkjaflokkur þar sem eingöngu fjöldaframleidd nagladekk eru leyfð og svoKvennaflokkur á fjöldaframleiddum nagladekkjum. Athugið að á árinu 2009 mun MSÍ ekki gera neinar undantekningar varðandi skráninguna, henni lýkur þegar henni lýkur og ekkert væl eftir það.

Lesa áfram Íslandsmótið í íscrossi að hefjast

Kreppukeppnin

Kreppukeppnin fór fram í blíðskaparveðri í Þorlákshöfn í dag. Reyndar var þetta eiginlega bliðskapa-rgluggaveður því það var um 20 stiga frost þegar vindkælingin var tekin með. Þorlákshafnarmenn létu þetta ekkert á sig fá og brautin þeirra var í góðu standi, hörð og nánast klakalaus. Keppendur mættu vel búnir til leiks með lúffur og andlitsgrímur. Menn og konur sýndu að ekkert mál er að búa hér á hjara veraldar.

Þakka ber skipuleggjendum keppninnar fyrir framtakið og skemmtilegt að sjá að menn nenni að standa í þessu yfir háveturinn. Ekki skemmdi fyrir stemmningunni að það voru sérsmíðaðir verðlaunagripir fyrir alla sem komust á verðlaunapall auk þess sem þeir fengu roð- og beinlaus ýsuflök og sigurvegarar kassa af humri.

Atli #669 vann Opna flokkinn og Valdi #270 varð í öðru sæti…nánari úrslit og myndir á eftir.

Tímatökustjóri óskast

Tímatökustjóri óskast til að starfa við tímatökubúnað MSÍ

Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu á Windows og Excel.

Okkur vantar kröftugan einstakling sem hefur gaman af sportinu, góð laun í boði. Áhugasamir hafi samband við Karl Gunnlaugsson formann MSÍ í síma 893-2098 eða email kg@ktm .is

Dagskrá fyrir Kreppukeppnina

Kreppukeppni Þorlákshöfn 29.11.2008
Byrjar: Endar: Lengd:
Mæting / Skoðun

10:30

11:00

Æfing. 85cc / Kvenna

11:10

11:25

15 mín

Æfing. B / 40+

11:30

11:45

15 mín

Æfing. Unglinga / Open

11:50

12:05

15 mín

Moto 1. 85cc / Kvenna

12:15

12:27

12 + 2 hringir
Moto 1. B / 40+

12:37

12:52

15 + 2 hringir
Moto 1. Unglinga / Open

13:02

13:22

20 + 2 hringir
Moto 2. 85cc / Kvenna

13:32

13:44

12 + 2 hringir
Moto 2. B / 40+

13:54

14:09

15 + 2 hringir
Moto 2. Unglinga / Open

14:19

14:39

20 + 2 hringir
Verðlaun:

15:10

Ítalíuferð í máli og myndum

Kári Jónsson fór fyrir stuttu síðan og keppti í endúrokeppni á Ítalíu og sendi faðir hans Jón Hafsteinn Magnússon JHMsport þessa grein.

Um kvöldið þegar við komum út sótti okkur á flugvöllinn Enduro liðstjóri TM Racing Tullio Provini.Tullio Provini er þekktur ökumaður og síðari ár sem liðstjóri og mekki. Tullio býr í Bologna og hefur þar aðstöðu fyrir keppnishjólin.
Á sunnudeginum fórum við að prófa græjuna, það var gert á krossbraut í nágrenninu. Æfingin tókst vel og Kári ánægður með hjólið svo var farið heim og hjólið þrifið og sjænað. Þá var farið að ræða fyrirkomulag keppninnar og kom í ljós að hún var að styrkleika eins og umferð í Heimsmeistara mótinu enda margir Ítalir á toppnum þar. Lesa áfram Ítalíuferð í máli og myndum