Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Íslandsmeistaramótinu í íscrossi aflýst

Vegna dræmrar þátttöku að þá hefur 1 & 2 umferð í Íslandsmeistaramótinu í íscrossi verið aflýst.  Einungis skráðu sig 8 keppendur og að gefnu samráði við staðarhaldara að þá var ákveðið að fella þetta einfaldlega niður.  Þeir sem höfðu skráð sig geta sótt um endurgreiðslu hjá MSÍ með að gefa upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer í netfangið: kg@ktm.is.  Framtíð íscrossins er nokkuð óráðin sem stendur og stór spurning hvert framhaldið verður með þetta sem keppnisform á vegum MSÍ.  Hér fyrir neðan má sjá tilkyningu frá MSÍ sem birtist á fésbókarsíðu þess.

MSÍ  Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasamband Íslands - Mozilla Firefox 12.3.2014 123837.bmp

ÍSAKSTURS BIKARKEPPNI

mms_img-1139149111
Þetta ætti að halda eigandanum á ísnum.

Fyrirkomulag:

Tvær samsíða brautir, tveir keppendur fara samtímis af stað í hvora braut. Keyrðir verða 2-4 hringir í hvert sinn og tekinn tími. Fjöldi hringja fer eftir keppendum. Fjöldi híta fer eftir aðstæðum. Sigurvegara eru þeir sem ná besta tíma. Að minnsta kosti verða keyrðar tvær umferðir þannig að allir keyri báðar brautir. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 1. 2. og 3. sæti.

Flokkar:

Opinn flokkur nagladekk 125cc og stærri. Opinn flokkur skrúfudekk ( eða það sem hentar ) 125cc og stærri. Opinn flokkur kvenna.

Tími: Mæting kl 10.00 höfum leyfi til að vera á ísnum til kl 14.00 Allir keppendur fá 2 hringi til að prufa brautina. Síðan verður farið í röð eftir hópum.

Verð: 3000 kr, greitt á staðnum. Posi verður á staðnum, seðlar velkomnir.

Bensínáfylling bönnuð á og við Rauðavatn. Koma með bensín á hjólunum.

ATH!!!! Neyðar ádrepari og tryggingar á hjóli skilyrði fyrir þátttöku.

Fyrirvari: Ef veðrið hamlar keppni þá verður keppni frestað, fylgist með hér á síðunni sem og á FB.

Gott væri fyrir okkur ef áhugasamir keppendur sendi á okkur forskráningu, léttir okkur verulega lífið.

senda má á : vik@motocross.is oli.thor.gisla@gmail.com eða sms í 6903500 nú eða skrá á FB.

Heyrst hefur AÐ:

: Stjórn VÍK sé full alvara með nýarsheitið „full gjöf og engar bremsur“

: VÍK sé alveg við að fá leyfi fyrir bikarkeppni á Rauðavatni.

: Sú keppni verði n.k Laugardag frá 10-14.

: Keppnin verði ef veðurguðirnir haldi áfram á sömu braut.

: Það verði tvær samhliða brautir sem keppt verði í og þar af leiðandi sáralítil hætta á samstuði.

: Þetta verði stuttir sprettir 2-3 hringir með útlsáttarformi.

: Skrúfur og naglar verði í sitt hvorum flokknum.

: Vélarstærð komi til með að skipta minna máli, amk fyrir þá sem eru á nöglum.

: Það þurfi ekki tímatökugræjur.

: Allir geti verið með sem nenna að hafa hjólin í lagi og tryggingar á hreinu.

: Ef enginn nennir þá verði gaman hjá stjórn VÍK.

: Gjaldið verði 3000 kr og greitt á staðnum.

: Það væri gott ef þeir sem nenna að mæta sendi línu á okkur til að auðvelda okkur skráninguna.

En sennilega eru fáir til í svona fjör, jólasteikin þung á meltunni og best að vera ekkert að leika sér.

Fréttir frá MSÍ

Á stjórnarfundi MSÍ sunnudaginn 24.11. voru eftirfarandi hugmyndir ræddar varðandi keppnistímabilið 2014. Lögð voru drög að keppnisdagatali 2014 sem verður endanlega ákveðið á formannafundi / aðalþingi MSÍ 7.12. n.k. 5 umferðir í MX og 2 umferðir í Enduro verða allar keyrðar á tímabilinu 14.06. til 30.08.
2 Keppnisdagar í Enduro og keyrðar 2 umferðir hvorn dag. Einn Meistaraflokkur og Tvímenningur keyra í 2x 90 mín. Í stað B flokks verða Unglingaflokkur 14-18 ára, 19-30 ára, 31-40 ára, 41-50 ára og 50+ flokkar sem keyra í 2x 50 mín. Auk 2-3 aldursskiftir Kvennaflokkar. Liðakeppni verði endurvakin. Keppt á Suðurlandi 11.07. og Norðurlandi 9.08. Erfiðari hringur með hjáleiðum. Verðlaunaafhending kl 20 um kvöldið og reynt að búa til útilegustemmingu og virkilega flottar keppnir.

Einnig voru ræddar hugmyndir fyrir keppnistímabilið 2014 og mun stjórn líklega leggja fyrir formannafund / aðalþing MSÍ 7.12. n.k. að ekki verði sent landslið á MX of Nation sem fer fram í Lettlandi í september 2014. Hugsanlega verður horft til þess að aðstoða einhverja keppendur við að keppa í „Red Bull“ mótaröðinni í Bretlandi eða senda landslið til þáttöku í MX of Nation yngri en 21 árs sem fer fram í Belgíu ár hvert. Þar er keppt í 85cc flokki og MX2 flokki.

Samkvæmt samþykktum aukaþings MSÍ 2012 fyrir keppnisárið 2013 var ákveðið að allir keppendur fæddir 1997 eða síðar sem tóku þátt að lágmarki í 4 af 5 Íslandsmeistarakeppnum í Moto-Cross eða 3 af 4 keppnum í EnduroCC árið 2013 fengju keppnisgjöld endurgreidd í lok keppnistímabils. Stjórn MSÍ óskar eftir umsóknum um endurgreiðslu keppnisgjalda fyrir þessa keppendur.
Vinsamlega sendið eftirfarandi upplýsingar:
Nafn, keppnisnúmer og kt. keppanda og í hvaða keppnum keppt var. Nafn, kt. og reikningsnúmer forráðamanns sem endurgreiða skal til. Sendið á kg@ktm.is fyrir 15. desember 2013.
Ekki verður tekið við óskum um endurgreiðslu eftir 15. desember. 2013

Skemmtikeppni laugardaginn 19.10. kl 12.

Mynd0486Spáin er brilliant fyrir helgina og þar sem brautin í Bolaöldu er í toppstandi kom upp hugmynd að henda upp einni skemmtikeppni fyrir þá sem eru í stuði.
Fyrirkomulagið er einfalt, start  + 3 hringir, mæting er kl. 11. keppni hefst kl 12. 3000 keppnisgjald, enginn sendir og bingó. Hvað segiði – hverjir eru til í þetta?

Það voru nokkrir sem voru til í þetta með okkur í dag,  OG ÞAÐ VAR GAMAN hjá þeim. Frábært veður, brautin ótrúlega góð miðað við árstíma og reynda batnaði hún bara eftir því sem leið á daginn. Það voru tekin fjölmörg stört og þar af leiðandi fullt af hringjum eknir. Þetta var meira að segja alvöru hjá okkur, bikarar og allt. Sölvi tók 1. sætið með glans og þurfti þó að starta öfugur, langt á bakvið með dautt á hjólinu, en allt kom fyrir ekki hann vann öll hítin nema eitt. Aron P tók annað sætið og Orri P og Ævar voru jafnir í þriðja. Tilþrifaverðlaun hlaut Víðir Tristan fyrir flottan akstur. Gaman saman í góðu veðri.

Takk fyrir okkur.

Stjórn VÍK. Lesa áfram Skemmtikeppni laugardaginn 19.10. kl 12.

Styrktarmóti landsliðsins í motocrossi frestað um sólahring!

Búið er að fresta styrktarkeppninni sem átti að fara fram upp í MotoMos í dag vegna veðurs.  Já, veðurguðirnir eru sportinu ekki hliðhollir í sumar, ef sumar skyldi kalla, og er mikill vinstrengur upp í MotoMos sem getur stefnt keppendum í hættu.  Keppninni hefur því verið FRESTAÐ um SÓLAHRING og gildir dagskrá dagsins fyrir morgundaginn.  Miklu betri spá er fyrir morgundaginn og gengur vindur verulega niður í kvöld og er spáð sól og alles á morgun.  Þannig að ef þið eruð ekki lögð af stað nú þegar og sjáið þetta, að þá LEGGIÐ EKKI AF STAÐ og LÁTIÐ AÐRA VITA SEM ÞIÐ VITIÐ AÐ ERU AÐ FARA AF STAÐ.  Mætum svo „ligeglad“ á morgun, miðvikudaginn 18 september og höfum gaman af þessu öllu saman