Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

MX1 flokk bætt við bikarkeppnina á laugardaginn

Vegna fjölda áskorana og mikils áhuga á keppninni hefur verið ákveðið að bæta við MX1 flokk í keppnina. MX1 og MX2 verða keyrðir saman nema fjöldi keppenda verði nægur til að keyra flokkana aðskilda. Nú er bara málið að skrá sig til keppni asap. Athugið að MSÍ sendarnir verða notaðir þannig að þeir sem eiga ekki sendi verða að leiga sendi hjá Nítró fyrir laugardaginn.

Bandaríkjamenn sigruðu

Bandaríkjamenn sigruðu Motocross of Nations keppnina sem lauk í dag. Sigurinn virtist vera nokkuð öruggur þangað til að James Stewart datt í síðasta mótói eftir að hafa keyrt á heybagga og það tók hann mjög langan tíma fyrir hann að koma hjólinu aftur í gang. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að þeir sigruðu keppnina í 19 sinn, Frakkar voru í öðru sæti og Belgar í því þriðja, einu stigi á undan Bretum sem náðu fjórða sæti. Myndir frá keppninni í dag eru komnar inn á vefalbúmið.

Lesa áfram Bandaríkjamenn sigruðu

Valdi Íslandsmeistari

Kári Jónsson kom sá og sigraði í keppninni á Króknum í dag eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Valdimar Þórðarson tryggði sér þó Íslandsmeistaratitilinn í Enduro með því að ná öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Einar Sigurðarson.

TIL HAMINGJU VALDI 🙂

Íslenska MXON liðið

Stjórn MSÍ hefur valið landslið í Moto-Cross til þáttöku á MX of Nations sem fram fer dagana 27. og 28. september á Donington Park brautinni á Bretlandi. Ísland er í 29. sæti á heimslista FIM fyrir MX of Nations keppnina 2008 og munu Íslensku keppendurnir bera eftirfarandi númer.
MX1 = 85, MX2 = 86 og MX3 = 87 Landslið Íslands sem valið hefur verið til þáttöku á MX of Nations 2008 skipa þeir Valdimar Þórðarson á Yamaha YZ-F 450 í MX1 flokki, Aron Ómarsson á Kawasaki 250 KX-F í MX2 flokki, Einar Sigurðarson á KTM 505 SXS-F í MX3 flokki.
Liðstjóri liðsins er Haukur Þorsteinsson.

Strandamenn komnir á kortið


Fyrsta motocrosskeppnina á Hólmavík var haldin á Hamingjudögum um helgina. Samkvæmt fréttum á heimasíðu Geislans, sem er motocrossfélagið á staðnum heppnaðist keppnin mjög vel og 18 keppendur mættu til leiks í þremur flokkum.
Í unglingaflokki sigraði Friðrik Mánason og í Fullorðinsflokki sigraði Kristján Páll Guðmundsson.
Ekki er annað að sjá af þessum myndum en aðstæður séu flottar á Hólmavík og við bjóðum Strandamenn velkomna í hringiðuna.
Lesa áfram Strandamenn komnir á kortið

ISDE 2007 Chile dagur 2 – 3

Keppnin á öðrum degi var erfið og duttu 34 keppendur út en sem betur fer ekki nema 3 slasaðir.
Keppnin fór fram í sandi eins og fyrsti dagurinn og voru margir keppendur komnirmeð nóg af öllum sandinum og hlakkaði til lþriðja keppnisdags en þá yrðu eknar aðrar leiðar.
Finnar stóðu uppi með forustu yfir heildina á öðrum degi, í öðru sæti Ítalía og í þriðja sæti Frakkar. Í fyrstu sætum eru þeir Juha Salminen(Finnland, KTM), Cristóbal Buerrero(Spánn, Yamaha), Kurt Caselli(USA,KTM). Í keppni ungra ökumanna eru Spánverjar með forustu.
Dagur 3:
Lesa áfram ISDE 2007 Chile dagur 2 – 3