Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

ISDE 2007 Chile dagur 1

Viðbúnaður fyrir keppnina er heilmikill, 160 lögreglumenn verða á vakt í kringum keppnina.
Að þessu sinni eru 510 keppendur frá 30 löndum.
Fyrstu keppendur sem fóru af stað voru finninn Jari Mattila(KTM), bretinn Tom Sagar(KTM) og argentínumaðurinn Franco Caimi(Yamaha) en keppendur eru ræstir 3 í einu með 1 mínútu millibili.

Forustulið eftir fyrsta dag eru Frakkar í heimsbikarnum og Spánverjar í keppni ungra ökumanna.

Röðin í heimsbikarnum er svo eftirfarandi:

Lesa áfram ISDE 2007 Chile dagur 1

Speedway á Neistaflugi

Speedway sýning verður haldin á útihátíðinni Neistaflugi á Neskaupsstað á sunnudaginn. Sýningin verður haldin á túnsflagi rétt fyrir utan bæinn. Í fyrra mættu 30 manns á hjólum og gríðarlega góð stemmning og skemmtun. Fyrst og fremst er þetta skemmtun fyrir hjólafólk og áhorfendur, en búast má við nokkur hundruð áhorfendum. Engin skráning, bara að mæta í góða veðrið.
Upplýsingar hjá Sigga Kára í 843-7795

Svíarnir unnu á Klaustri

Yfir 500 manns kepptu í gær í stærstu akstursíþróttakeppni á Íslandi fyrr og síðar. Um er að ræða alþjóðlegu þolaksturskeppnina Trans Atlantic off road challenge sem haldin var í 6. sinn.
Um 70 keppendur voru í unglinga- og kvennaflokkum og 450 í sjálfri Trans Atlantic keppninni. Keppnin var mjög spennandi þó svo Svíarnir Marcus Olsen og Robert Forsell höfðu nokkuð forskot. Fyrstir Íslendinganna urðu þeir Einar Sigurðarsson og Ragnar Ingi Stefánsson og því í öðru sæti í heildina. Á eftir þeim komu Valdimar Þórðarson og Gunnlaugur Rafn Björnsson.

Í fyrsta skipti voru sérstök kvennalið í aðalkeppninni og fengu þær að vera 3 í liði á meðan karlarnir eru 2 í liði. 4 lið mættu til leiks og unnu þær Anita Hauksdóttir, Karen Arnardóttir og Aðalheiður Birgisdóttir.

Aðstæður á Klaustri voru hinar bestu og fengu keppendur og áhorfendur sýnishorn af fjórum árstíðum yfir daginn. Sól og blíða var um morguninn en eftir hádegið þykknaði upp, snjóaði smá og rigndi svo heil ósköp. Rykið sem yfirgnæfði allt í upphafi hvarf skyndilega og drulla myndaðist víðsvegar í brautinni.

Lesa áfram Svíarnir unnu á Klaustri

Góða ferð

Vefurinn óskar öllum góðrar ferðar á Klaustur. Veðurspáin er snilldin ein og með ólíkindum að veðrið verði svona gott enn eitt árið. Munum að fara varlega á leiðinni, munum að hámarkshraði með kerru er 80 km/klst  ;-), göngum snyrtilega um svæðið, verðum til sóma fyrir sportið, og gleymum ekki góða skapinu … vegna þess að númer 1, 2 og 3  ætlum við að hafa gaman að þessu :-)))
Lesa áfram Góða ferð

Cluster baby !!!

Vá , þá er bara komið að því. Spennan og eftirvæntingin stigmagnast. Sumir eru meira að segja lagðir af stað austur. Klausturskeppnin alveg að skella á. Ýkt gaman. Við hjá MXsport.is viljum óska ykkur öllum góðara helgar. Keyrið samt varlega (bæði austur og í keppninni) svo við komumst öll heil heim aftur. Minnum líka á að hjá okkur er opið alla helgina og allan sólarhringinn – getið pantað hvenær sem er 🙂 Pantanir sem berast eftir kl. 13 á morgun verða sendar út með fyrsta bíl á þriðjudag. Hafið frábæra helgi.
MXsport.is
Lesa áfram Cluster baby !!!

Áttu fjórhjól?

VÍK vantar fólk við brautargæslu á Klausturskeppninni. Sérstaklega er gott að fá menn sem hafa aðgang að fjórhjóli og geta komið á því. Starfið felst í því að reisa stikur og slá þær niður með sleggju. Einnig hafa menn réttindi til að dæma keppendur í víti ef þeir stytta sér leið. Nú þegar er kominn góður her manna til verksins en þetta verður bara auðveldara og skemmtilegra ef það eru fleiri.
Þeir sem eiga bara venjulegt hjól eða trial hjól eru einnig velkomnir til starfa.
Nóg verður að gera bæði föstudag og laugardag og það verður fundur með starfsmönnum klukkan 22 á föstudagskvöldið.
Vinsamlega hafið samband við Kela í vik@motocross.is fyrir nánari upplýsingar