Þá er búið að úthluta öllum keppnisnúmerum á Klaustri og raða á ráslínuna. Ákveðið var að raða eftir eftirfarandi reglum.
- Fyrstu 2 sætin – heiðurssæti
- 3-30 árangur í fyrra og útlendingar
- 31-234 Tími skráningar
Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit
Þá er búið að úthluta öllum keppnisnúmerum á Klaustri og raða á ráslínuna. Ákveðið var að raða eftir eftirfarandi reglum.
Í tilefni þess að Klaustur er mikið í umræðunni þessa dagana bættum við smá myndum í myndasafnið frá Klausturskeppnum síðustu 2 ára. Myndasmiðurinn er Birgir Georgsson og myndirnar eru nokkur hundruð.
Biggi tók líka glæsilegar loftmyndir af Bolöldunni í haust sem eru komnar á netið.
Keppnin er haldin í landi Efri-Víkur. Efri-Vík er í u.þ.b. 5 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri við þjóðveg nr. 204.
Þegar komið er frá Reykjavík er beygt til hægri útaf þjóðvegi 200 metrum áður en maður kemur að brúnni við aðalsjoppuna á Kirkjubæjarklaustri. Svo er keyrt 2 km inn þjóðveginn að vegarslóða sem er merktur.
4. þáttur SUPERSPORT sem sýndur var á PoppTíVÍ árið 2003 er kominn á www.supersport.is. Þátturinn segir frá enduro keppninni á Klaustri 2003. Flottir taktar og fullt af viðtölum við hinar ýmsu hetjur. Kíktu á klippuna og skelltu þér í flashback til ársins 2003!!! SUPERSPORT er í boði Bernhard ehf. – Honda á Íslandi. BB
Lesa áfram Klaustur 2003 flashback!
Rigningin setti strik í reikninginn og nennti ég ekki að taka myndir fyrr en það stytti upp. Einhvern veginn tókst mér samt að taka á annað þúsund myndir í þá tvo tíma sem ekki rigndi. Ég valdi 100 myndir til að birta núna en hinar munu koma eftir 5-10 daga. Sumar þessara mynda eru (að mínu mati) vægast sagt frábærar. Myndirnar eru inn á http://www.gudjon.is
Lesa áfram Ótrúlegar myndir frá Klaustri
Hendi þessu hér inn snöggvast svo menn geti slakað á og skoðað árangurinn. Þess má geta að þeir sem ekki keyrðu í 360 mínútur luku ekki keppni. Svo er ofan á það að bæta að nauðsynlegt reyndist að endurræsa tímatökubúnaðinn fljótlega eftir að ræst var í keppnina eða um 15-20 mínútum eftir ræsingu. Tíminn á fyrsta hring er því sá tími sem leið frá því búnaðurinn var endurræstur þar til keppendur komu í gegnum ráshlið. Heildartími keppanda er því aðeins á reki og þeir keppendur sem hafa t.d. 345 mínútur skráða á sig, keyrðu í raun um 15-20 mínútum lengur. Hér eru úrslitin