Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Góða ferð á Klaustur

Þar sem allir eru að fara á Klaustur vil ég benda mönnum á að tuktinn í Vík er duglegur að tukta menn með kerrur á of miklum hraða. Hámarkshraði með óskráða kerru er 60 og með skráða kerru, fellihýsi og tjaldvagna er 80 (það fer enginn eftir þessu sérstaklega þeir sem eru með óskráða kerru). Það voru á milli 30 og 40 teknir fyrir of hraðan akstur í fyrra. Bolöldubrautin verður opin um helgina eins og skiltið segir til um við brautina þar sem farið er inn í brautina, en BMW bílarnir verða í brautinni í klukkutíma í senn þrisvar á dag. Góða helgi.
Kveðja Hjörtur L Jónsson
Lesa áfram Góða ferð á Klaustur

Skráningu lokið fyrir unglinga og stelpukeppni á Klaustri 2006

Hér er listi með keppnisnúmerum þeirra sem skráðu sig. Þeir sem ekki höfðu númer var úthlutað númerum frá 10 og upp úr og að sjálfsögðu var byrjað á stelpunum. Þeir sem eru á listanum og eru ekki með merkt við sendir eru beðnir um að láta vita hvort þeir eigi tímatökusendi (rauðu sendarnir sem eru notaðir í Motocross, Enduro og Snocross) eða geti fengið lánaðan hjá einhverjum með því að senda póst á skraning@motocross.is
Lesa áfram Skráningu lokið fyrir unglinga og stelpukeppni á Klaustri 2006

Klausturskeppnin er staðfest 27. maí

5th. Transatlantic Offroad Challenge verður haldin laugardaginn 27. maí í landi Efri-Víkur í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur. Í samtali við Kjartan rétt í þessu kom fram að hann er byrjaður að undirbúa keppnina af krafti Opnað verður fyrir skráningu á netinu 1. mars nk. kl. 00.01.
Síðan verður uppfærð á næstunni en keppnin fer fram með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Lesa áfram Klausturskeppnin er staðfest 27. maí

Tilkynning frá VÍK vegna frétta í kjölfar Klausturs.

Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) hefur farið yfir fjölmiðlaumfjöllun Fréttablaðsins í kjölfar keppninnar á Klaustri. Eins og fram hefur komið hafði lögregla afskipti af einhverjum einstaklingum sem höfðu fíkniefni í fórum sínum. Að vel athuguðu máli er ljóst að einn þessara manna er félagi í VÍK.

Félagið fordæmir alla notkun fíkniefna í samræmi við stefnu aðildarfélaga ÍSÍ og ÍBR. Það að félagi innan félagsins verði uppvís að vörslu fíkniefna er litið mjög alvarlegum augum. Stjórn félagsins hefur því ákveðið að viðkomandi einstaklingi verður tafarlaust vikið úr félaginu og hann settur í ótímabundið keppnisbann.

Lesa áfram Tilkynning frá VÍK vegna frétta í kjölfar Klausturs.