Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Anders Eriksson og Tony Marshall á Husqvarna sigruðu Klaustur 2005 (Fréttatilkynning )

Viðburður:    Alþjóðlegt þolakstursmót á Kirkjubæjarklaustri
Staður & Stund:    Efri-Vík, Kirkjubæjarklaustri, 28.05.2005
Skipuleggjendur:    Kjartan Kjartansson og Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK)
Þátttakendur:    400 keppendur í einstaklings-, para-, unglinga- og kvennaflokki
Veður:    Léttskýjað, sól, hægur vindur, 15°C
Braut:    Gras, mold, sandur, hraun

Lesa áfram Anders Eriksson og Tony Marshall á Husqvarna sigruðu Klaustur 2005 (Fréttatilkynning )

Brautarverðir óskast á Klaustur

Kjartan var að hafa samband og það vantar enn nokkra brautarverði á Klaustur. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fjörinu geta sent tölvupóst á kjartanh@ismennt.is. Brautarverðir fá mat og bensín og skýrar leiðbeiningar til að vinna eftir ásamt því að fá besta útsýnið á keppnina. Menn geta tekið ákveðinn tíma í brautarvörslu og þurfa því ekki að skuldbinda sig allan daginn.
Lesa áfram Brautarverðir óskast á Klaustur

Klaustur 2005, nokkur atriði til umhugsunar – LESIÐ ALLT

a)       
Í
tímatökubílnum verður einum tölvuskjá stillt við bílstjóragluggann.  Þessi skjár sýnir stöðu hvers keppanda
jafnóðum og þeir koma í mark.  Sýnir
hann í hvaða sæti keppandinn er, á hvaða tíma hann fór síðasta hring og hversu
lengi hann er búinn að keyra.  Þetta
er og verður eina leiðin til að fylgjast með stöðu keppenda. Skjárinn inniheldur síðustu 10-15 keppendur þannig að menn verða að vera tiltölulega snöggir að kíkja á skjáinn áður en nafn viðkomandi scrollar út af honum.

Lesa áfram Klaustur 2005, nokkur atriði til umhugsunar – LESIÐ ALLT

Klaustur 2005

{mosimage}
Á morgun 20.april hækkar keppnisgjaldið fyrir Klaustur í 6000 á mann. Munið að skrá niður KENNITÖLU KEPPANDA í skýringu fyrir millifærslu á reikning 317-26-180502 
kt.  151163-2549. Ekki verður tekið við greiðslu á keppnisstað. Ef einhverjir eru hættir við að keppa, en eru enn skráðir, þá endilega láta vita svo að hægt sé að taka inn menn af biðlista. Rásnúmer verða birt fljótlega.
Lesa áfram Klaustur 2005