Tímarnir frá Enduroinu á Hellu og úrslitin í Íslandsmótinu eru loks allir komnir á sinn stað HÉR
Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir
Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit
Úrslitin í Enduroinu á Hellu og í Íslandsmótinu 2004
Vefstjóri henti hér inn overall úrslitum á vefinn. Vona að menn sýni þolinmæði með restina af úrslitunum, en við óskum Einari Sigurðarsyni á KTM til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, en í öðru sæti varð Valdimar Þórðarson á Yamaha og í því þriðja Ragnar I Stefánsson á Hondu. Í Baldursdeild var það Gunnlaugur Karlsson sem varð Íslandsmeistari á KTM, annar varð Helgi Már Gíslason og þriðji Ágúst Már Viggósson…meira um keppnina síðar
Enduro Hellu
5. & 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fer fram á Hellu laugardaginn 11.09.´04 Keppt verður á frábæru keppnissvæði sunnan við þjóðveg nr. 1 þar sem keppt var2001 og 2002. Beygt er til hægri u.þ.b. 500m eftir að ekið er framhjá bensínstöðinni á Hellu. Brautarlagning fer fram föstudaginn 10.09.´04 og eru keppendur hvattir til að mæta og aðstoða við brautarlagninguna. Þeir keppendur sem mæta fyrir kl. 13:00 ber að tilkynna sig til brautarstjórans Guðbergs Kristinssonar við komu á svæðið. Keppendur sem aðstoða við brautarlagningu fá að aka keppnisbrautina 1 hring í hvora átt þegar lagningu brautarinnar líkur. Skráningarfrestur í keppnina er til 24:00 fimmtudaginn 09.09.´04 Keppendum er bent á að kynna sér vel dagskrá og sérreglur keppninnar.
kveðja, Enduro nefnd
Tilkynning frá Enduro nefnd / Skráning hafin
Vegna tafa á leyfum hefur enn ekki verið gefinn út staðsetning á keppnissvæði fyrir næstu helgi. Allar líkur eru á að keppnin fari fram á Hellu sunnan þjóðvegar 1 þar sem keppt var 2001 og 2002. Þetta svæði er eitt af þeim betra sem keppt hefur verið á, grónir sandmelar, gras, lækjarsprænur og drullupittir. Lítið sem ekkert grjót og engar þúfur = bara gaman ! Þar sem margir keppendur hafa dregið skráningu mun skráningarfrestur verða framlengdur til fimmtudags kl: 24:00 Endanleg staðfesting verður gefinn út á fimmtudag. Dagskrá verður sú sama og verið hefur í sumar hvað varðar keppnisdaginn.
kveðja Enduro nefnd.
Speedway á Neskaupsstað – úrslit
Hér eru úrslitin frá speedway-woobs keppninni á Neistaflugi
Ofurflokkurinn
1) Steini Tótu Husaberg FE 650
2) Einar Már Einarson Yamaha YZ 250
3) Kristdór Þór Gunnarsson Honda CRF 250
50 cc götuskráðar skellinöðrur
1) Eyþór Halldórsson Suzuki RMX 50
2) Reynir Örn Harðarson Gas Gas 50cc
3) Guðjón Arnar Suzuki RMX 50
Mini 50 cc crosshjól
1) Jón Þór Ágústson TM 50cc
2) Kári Tómasson KTM SX 50cc
3) Daníel Hafþórsson Husqvarna 50cc
Vélhjólaíþróttaklúbburinn í Fjarðabyggð
vifmoto@simnet.is
Úrslit frá Ólafsvík
Úrslitin og staðan í Íslandsmótinu í Motocross eru komin inn á vefinn….sjá meira