Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Klaustur 2004

Opnað verður fyrir skráningu í keppnina á Klaustri eftir þrjá daga (15 janúar).  Ég hvet alla áhugasama á að kynna sér vefsíðunahjá Kjartani.

Númeraskipti

Númeraskipti byrja á morgun sunnudag klukkan 12.  Allir sem sent hafa póst fyrir þann tíma þurfa að gera það aftur. Hvort sem þeir eru að biðja um breytingu eða nýtt númer.  Fyrstur kemur fyrstur fær en allir verða að byrja á sama tíma…

Kv.  Stjórn VÍK

Klaustur

Enn eru um fjórir mánuðir í keppnina á Klaustri.  Nú þegar hafa um 70 manns skráð sig í keppnina.

Íslenskar jólagjafir

Video spólurnar frá KFC & DV Sport Íslandsmótinu 2002 og 1st TransAtlantic Off-Road Challenge á Klaustri eru komnar í hús. Vélhjólasport # 1 er ca. 80 mínútna löng með efni þáttanna frá í sumar + aukaefni Vélhjólasport # 2 er ca. 90 mínútna löng frá 6 tíma keppninnni á Klaustri ásamt 35 mínútna efni frá Íslandsmótinu 2001 klipptu af Magga. Spólurnar eru fáanlegar í Versluninni MOTO og hjá Kattabúðum / MOTUL Akureyri.

Flokkaúrslit 2002

Alltaf gaman að birta flokkaúrslitin…. aftur… og ….
En vefnum hafa borist endur skoðuð, endur skoðuð úrslit.
Eftir bollaleggingar við hinn æðsta strump Endurosins, kom í ljós að undirritaður hafði notað ranga reikni-aðferð við útreikning á sætum til flokkameistara í flokkum. Enda voru fyrri niðurstöður birtar með fyrirvara. Svo hefur flokknum 40+ verið bætt við. En þetta ætti að vera rétt útkoma.
Með kveðju, Þór Þorsteinsson
Lesa áfram Flokkaúrslit 2002

Enduro – hugmyndir um breytingar

Mig langar að leggja fram nokkrar hugmyndir varðandi framkvæmd enduro-keppna.
Ég vil áður en lengra er haldið, hrósa þeim sem að framkvæmd þeirra hafa staðið fyrir óeigingjarnt starf og þá sérstaklega Hirti líklegum. En eins og Íslendinga er siður tel ég mig hafa eitthvað til málanna að leggja og vil varpa hér fram nokkrum hugleiðingum og vona ég að með þessu komist af stað umræða um þessi mál.

Lesa áfram Enduro – hugmyndir um breytingar