Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Off road challange!!!

Kjartan Kjartansson er að íhuga af alvöru að setja á fót Off Road Challange keppni 18 maí.  Um yrði að ræða 6 klst keppni þar sem menn geta keppt einir sér eða tveir saman í liði.  Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir þetta framtak náist nægileg þáttaka.  Á vef www.enduro.is hefur verið sett fram skoðanakönnun á áhuga keppanda og eru menn eindregið hvattir til að taka afstöðu.  Búast má við frekari fréttum af þessum viðburði fljótlega en Kjartan hefur sagst ætla að taka afstöðu til keppninnar eftir 3-4 vikur, eftir að áhugi keppenda liggji fyrir.  Farið því inn á www.enduro.is og takið afstöðu.

Óánægja með keppnisdagatalið

Vefnum hefur borist bréf frá Vestmannaeyjum.

Hvað er í gangi! Vilja menn sleppa eyjakeppninni úr Ísl.mótinu í crossi næsta sumar? Eða hafa menn upp á eitthvað betra að bjóða. Í Eyjum er fullbúin braut sem lögð er í náttúrulegu landslagi með brekkum, hólum og hæðum + tilbúnum pöllum. Brautin er erfið MX-braut(kannski of erfið fyrir suma). Eru menn kannski að setja fyrir sig ferðakostnað fyrir eina ferð með Herjólfi á meðan við förum u.þ.b. 6 keppnisferðir yfir sumarið og látum það ekki hindra okkur í að stunda þetta frábæra sport. Það hljómar undarlega að menn séu tilbúnir að fórna því að keppa á þessari alvöru mx-braut þar sem keppt er með fullu leyfi og stuðningi bæjaryfirvalda, fyrir kannski braut í Reykjavík sem ekki er til en verður vonandi einhverntíman að veruleika.
Hvað finnst mönnum vera boðleg mx-keppnisbraut???
1. Reykjavík (???????????)
2. Selfoss (stuttur góður æfingahringur)
3. Akureyri (flatt svæði með stórum stökkpöllum (supercross))
4. Ólafsvík (mjög góð braut)
5. Eyjar (tilbúin braut frá náttúrunnar hendi)
Þetta eru aðeins mínar hugleiðingar, með von um breitt keppnisdagatal og skemmtilegt motocross tímabil.
Með (o-ring)keðju Sævar „Langston“ B-kongur
PS. í Eyjum er hægt að hjóla 11 1/2 mánuð á ári. Allir velkomnir nema fýlupúkar.

Fyrsta Ís-cross keppni ársins

VÍH hefur fengið úthlutuðu leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að halda ís-cross keppni á Hvaleyrarvatni í byrjun febrúar.  Við erum að sjálfsögðu háðir frosti og veðri en leyfi hefur fengist fyrir 2, 3, 9 og 10 febrúar.  Keppnin mun fara fram laugardaginn 2 febrúar ef frost og veður leyfir en annars frestast fram á sunnudaginn 3 febrúar eða frestast um eina viku.
Á þessari stundu liggja ekki endanlegar reglur fyrir en verið er að vinna í þeim.  Gera má ráð fyrir að keppt verði í tveimur flokkum.  Verksmiðjuframleidd nagladekk með að hámarki 350 nöglum í dekki og síðan opnum flokki með að hámarki 600 nöglum í dekki.  Ekkert hefur hinsvegar fengist staðfest á þessari stundu hvað reglur og fyrirkomulag varðar.
Nánari upplýsingar birtast síðar.

Bréf frá Vestmannaeyjum

Vefnum hefur  borist bréf frá Vestmannaeyingum sem er birt hér.

Við Vestmannaeyingar erum „MJÖG“ ósáttir við drög að keppnisdagatali næsta árs, þar sem okkur er úthlutað bikarkeppni á aðal hjólaferðahelgi ársins. Þar sem við héldum íslandsmót í fyrra um hvítasunnuhelgina og nokkurrar óánægju gætti hjá keppendum vegna ferðaleysis Herjólfs og annríkis endúrókappa. Hér með óskum við eftir að keppnisdagatal Víkur verði endurskoðað, og við Vestmannaeyingar fáum úthlutað einni keppni í íslandsmótinu 2002, þar sem við teljum okkur hafa staðið vel að undirbúningi og keppnishaldi undanfarin ár. Við teljum að nauðsynlegt sé að fá eina umferð í íslandsmótinu til að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu sportsins.

Húsmúlakeppni 2001 séð frá keppnisstjóra

höfundur: Hjörtur L Jónsson

Húsmúlakeppnin séð frá keppnisstjóra.

Þetta var 10 keppnin sem ég stjórnaði og sú 13 sem ég vann við og er ég nú hættur, en að vísu með trega því þrátt fyrir að þetta hafi verið rosalega erfitt var oftast gaman. Það voru nokkrir sem spurðu mig af hverju ég hafi ekki farið prufuhringinn eins og ég er vanur að gera. Svarið er einfalt að ég treysti mér einfaldlega ekki til þess vegna þreytu eftir að hafa verið að leggja brautina allan daginn áður og um morguninn fyrir keppni. Lesa áfram Húsmúlakeppni 2001 séð frá keppnisstjóra

Endurotillögur !

Það sem kom fram á fundinum hjá VÍK um daginn voru ágætis tillögur varðandi komandi Enduro sumar. Það er ljóst að það þarf að auka stigafjöldann í Enduroinu fyrir Meistaradeild.

Eftir að hafa velt þessu fyrir mér fram og aftur með það í huga að nýta daginn sem best og skapa sem minnsta slysahættu á keppendum er mín tillaga svona:

B-flokkur keppir á undan í lágmark 60 mín og hámark 90 mín (best væri að keppa í 60 mín í fyrstu keppni, 75 mín í annarri og 90 mín í þeirri síðustu).

Meistaraflokkur keppir svo strax á eftir B- flokki í 90 mín og er svo flaggað út. Þegar þeir eru komnir í mark mega þeir ekki fara inn í pitt til að fylla á bensín né þiggja neina þjónustu eftir að þeir eru flaggaðir 5-10 mín á eftir að síðasti maður er kominn í mark er ræst aftur og þá jafnvel í öfugan hring aftur í 90 mín. Með þessu eru komnar tvær keppnir og búið að tvöfalda stigin til Íslandsmeistara. Eini gallinn við þetta er að þeir sem detta út í fyrri umferðini eru með fullann tank af bensíni og óþreyttir. Þess vegna væri réttast að ræsa í seinni keppnina eins og menn komu í mark í fyrri keppninni, en ekki eins og reglurnar segja til um að staða til Íslandsmeistara ráði alltaf starti, heldur árangur dagsins. Þetta þarf ekki að vera kostnaðarauki fyrir keppnishaldið það þarf bara að byrja aðeins fyrr á fyrstu keppni (mæting kl 9,00 á morgnana) og verðlaun eru eins og í crossinu samanlagður árangur dagsins ræður verðlaununum.

Með þessu fækkar stigunum í B-deild fyrir liðin því þeir keppa bara einu sinni yfir daginn. Því ætti að vera meiri ávinningur að vera með allt liðið í Meistaradeild og ná sem flestum stigum þar fyrir liðið. Einnig mætti athuga með það að aðeins 1 úr liðinu megi keppa í B-deild, en hinir 3 verði að vera í Meistaradeild.

Hvað B-deildina varðar þá var reynt á Hellu fyrirkomulag er kallaðist Lágvarðardeild. Þetta þrælvirkar ef rétt er af staðið. Það sem var að á Hellu í Lágvarðardeildini var að forgjöfin sem keppendurnir fengu var of mikil. Ég fór yfir tímana á öllum sem kepptu í þessum flokki og gaf ég þeim 30 sek í forgjöf en ekki eina mín eins og keppt var eftir og útkoman var sú að ef að allir hefðu haldið út keppnina á sínum besta hring hefði munað aðeins 30 sek á efstu 3 mönnum og voru þar bæði elsti keppandinn og sá yngsti. Lesa áfram Endurotillögur !