Keppendur fengu frábært veður og krefjandi braut í Sólbrekku í dag. Jói, Gylfi og félagar lögðu flotta braut sem kom keppendum skemmtilega á óvart í dag. Það var lítið um hvíld og eins gott að vera vakandi enda allskonar færi í boði.
Eins og oft áður var það einn maður sem átti daginn en Kári Jónsson keyrði brautina létt og átti enginn séns í kappann í dag. Guðbjartur Magnússon gerði sitt besta og leit vel út en hafði bara ekki hraðann. Signý Stefánsdóttir keyrði vel í kvennaflokki og endaði fyrst með Anitu Hauksdóttur í 2. sæti. Í tvímenning sigruðu Helgi Már og Hlynur Örn Hrafnkelssynir, í 40+ sigraði Ernir Freyr Sigurðsson og Haraldur Björnsson vann B flokkinn á fullu húsi. Nánari úrslit eru hér fyrir neðan.