Greinasafn fyrir flokkinn: Úrslit

Kári með sinn fyrsta motocross sigur á árinu

Nokkuð óvænt úrslit litu dagsins ljós í fjórðu umferðinni í Íslandsmótinu í motocrossi sem fram fór á Akureyri í dag. Heimamaðurinn Bjarki Sigurðsson sigraði í fyrsta motoinu og rauf þar með sigurgöngu Eyþórs Reynissonar sem hafði sigrað öll moto ársins fram að þessu. Eyþór átti í basli með að halda sér á réttum kili og datt nokkrum sinnum sem Bjarki og Kári Jónsson nýttu sér sérstaklega vel. Lengi vel leit út fyrir að Kári myndi sigra motoið en Bjarki sýndi einhvern ofurkraft síðustu fjóra hringina og tók framúr Kára og náði sigrinum.

Í öðru motoinu var Eyþór ennþá í vandræðum með að detta og krafturinn eitthvað farinn að dvína hjá Bjarka þannig að Kári sigraði það moto og einnig í mótinu í heild.

Brautin hjá Eyfirðingum var að vanda eins og best verður á kosið. Keppnishaldið þótti einnig takast með ágætum og veður var hið besta. Tveir útlendingar mættu til leiks en náðu ekki að veita Íslendingunum neina keppni.

Úrslit voru eftirfarandi:

Lesa áfram Kári með sinn fyrsta motocross sigur á árinu

Eyþór með yfirburði á Álfsnesi

Umfjöllun um mótið á forsíðu Moggans

Eyþór Reynisson sýndi yfirburðaakstur í annari umferð Íslandsmótsins í motocrossi í dag. Í fyrra mótóinu var hann fyrir framan miðju í startinu og náði fljótt forystu og hélt henni til loka. Í seinna mótoinu þurfti hann að hafa aðeins meira fyrir sigrinum því hann datt í startinu og var því langsíðastur þegar allir brunuðu af stað. Hann lét það ekki á sig fá og tók fram úr öllum öðrum keppendunum og sigraði því í báðum mótóunum. Glæsilegtur akstur hjá Eyþóri og verðskuldaður sigur. Kári Jónsson varð annar og Viktor Guðbergsson þriðji.

Signý Stefánsdóttir sigraði í kvennaflokki, Guðmundur Kort í unglingaflokki, Einar Sigurðarsson í 85cc flokki, Aron Arnarson í B-Flokki og Ragnar Ingi Stefánsson í B40+ flokki.

Brautin var annars frábær í dag eftir mikla vinnu við hana undanfarna daga. Rakastigið var gott og fullt af línum í boði. Keppnin í heild heppnaðist vel.

Nánari úrslit eru á MyLaps.

Úrslit úr „hinum“ flokkunum frá Akureyri

Hér eru úrslitin frá þeim flokkum sem notuðu tímatökubólu í endúrókeppninni á Akureyri um síðustu helgi. Úrslitin eru í textaskjali og þar sem stendur name kemur keppnisnúmer þess keppanda sem um ræðir.

Smellið HÉR fyrir úrslitin

Kári Jónsson í sérflokki á Akureyri í 3 og 4 umferð ECC

Kári Jónsson á Akureyri um helgina

Tekið af motosport.is

Um helgina fór fram 3 og 4 umferðin í ECC (enduro cross country) og fór hún fram við frábærar aðstæður á Akureyri.  Eins og alltaf stóðust norðanmenn væntingar og vel að hvað brautarlögn varðar og voru keppendur mjög ánægðir með brautina og var hún með góðu flæði þó svo að norðanmenn kvarti undan því að það hafi vantað einhvern „grodda“ í hana til að gera hana virkilega spennandi.  En fyrir meirahluta keppenda að þá leyndi hún á sér og veit ég ekki til þess að nokkur hafi ekki verið farin að finna aðeins fyrir því í skrokknum eftir báðar umferðirnar og var þá mýrin lúmsk þó lítil væri.  Einnig var alltaf nóg um að vera við hliðið og er ég á því að þetta bólukerfi sé að bjóða upp á skemmtilegri upplifun en mælarnir.  Alla vega var alltaf eitthvað um að vera við hliðið og fólk gat miklu betur fylgst með hverjir voru fremstir þó svo að það hafi farið í skapið á einhverjum hvað sumir voru lengi að láta pípa á sig.

Lesa áfram Kári Jónsson í sérflokki á Akureyri í 3 og 4 umferð ECC

Eyþór sigraði á Króknum

Eyþór Reynisson vann fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi í dag en þetta er önnur keppnin sem hann sigrar í Opnum flokki, hina vann hann í Bolaöldu árið 2009, þá 16 ára gamall. Hann sigraði í báðum mótounum en Hjálmar Jónsson og Kári Jónsson áttu góða spretti en náðu ekki að klára dæmið til enda. Verðlaunapallurinn í opna flokknum var ekki líkur því sem hann hefur verið undanfarin ár en Bjarki Sigurðsson varð annar og Daði „Skaði“  Erlingsson þriðji. Eyþór og Bjarki voru einnig að keppa í MX2 og urðu þar einnig í tveimur efstu sætunum en Kjartan Gunnarsson varð þriðji.
Lesa áfram Eyþór sigraði á Króknum

Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri

Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Enduro Cross Country fór fram í dag á Bolaöldusvæðinu. Íslandsmeistarinn Kári Jónsson hóf titilvörnina með góðum sigri en fékk nokkuð óvænta mótspyrnu frá Eyþóri Reynissyni sem hingað til hefur látið motocrossið hafa forgang. Íslandsmeistarinn í motocrossi, Aron Ómarsson varð annar og Daði Erlingsson í þriðja í ECC1 flokknum. Eyþór Reynisson sigraði í ECC2, Bjarki Sigurðsson annar og Haraldur Örn Haraldsson þriðji.

Lesa áfram Kári Jónsson hóf titilvörnina með sigri