Nokkuð óvænt úrslit litu dagsins ljós í fjórðu umferðinni í Íslandsmótinu í motocrossi sem fram fór á Akureyri í dag. Heimamaðurinn Bjarki Sigurðsson sigraði í fyrsta motoinu og rauf þar með sigurgöngu Eyþórs Reynissonar sem hafði sigrað öll moto ársins fram að þessu. Eyþór átti í basli með að halda sér á réttum kili og datt nokkrum sinnum sem Bjarki og Kári Jónsson nýttu sér sérstaklega vel. Lengi vel leit út fyrir að Kári myndi sigra motoið en Bjarki sýndi einhvern ofurkraft síðustu fjóra hringina og tók framúr Kára og náði sigrinum.
Í öðru motoinu var Eyþór ennþá í vandræðum með að detta og krafturinn eitthvað farinn að dvína hjá Bjarka þannig að Kári sigraði það moto og einnig í mótinu í heild.
Brautin hjá Eyfirðingum var að vanda eins og best verður á kosið. Keppnishaldið þótti einnig takast með ágætum og veður var hið besta. Tveir útlendingar mættu til leiks en náðu ekki að veita Íslendingunum neina keppni.
Úrslit voru eftirfarandi: