Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

ÞAÐ ER EKKERT AÐ FRÉTTA! NEMA AF SNILLINGUNUM OKKAR :)

Okkar frábæru krakkar voru að hjóla eins og vindurinn í Bolaöldubrautum í gær. Þau kvarta aldrei, biðja um voða lítið, og eru ánægð með allt sem þau fá.  ( Spurning hvort að við fullorðna fólkið ættum að taka þau okkur til fyrirmyndar ). Loka æfingakeppni sumarsins var haldin fyrir hópinn í gær og að sögn var þar mikið fjör, mikið gaman og brennandi áhugi hjá þáttakendum.

Við hjá VÍK þökkum þjálfurum, foreldrum og ekki síst krökkunum fyrir samstarfið í sumar.

Ef einhver var að smella myndum þarna í gær, þá væri gaman ef hægt er að senda okkur myndir til að setja á FB síðuna okkar. Greinarhöfundur var upptekinn í gær og hafði ekki tök á að mæta. ( Meira að segja löglega afsökun )

Látum gamlar myndir fylgja með pistlinum.

Framtíðar keppnisfólkið okkar.
Framtíðar keppnisfólkið okkar.


Krakkakeppni á sunnudag

Á sunnudaginn ætlum við að halda krakkakeppni í Reiðhöllinni Víðidal. Mæting er fyrir ALLA kl 17:00! Að keppni lokinni ætlum við svo að grilla og fá allir medalíur.

Sunnudaginn eftir það, þ.e. 22. febrúar, verður ekki æfing í Reiðhöllinni, en í staðinn ætlum við að hittast í Söngskóla Maríu Bjarkar, á efri hæð Fákafens 11 og horfa á Supercross the movie og fá okkur pizzu. Síðast þegar við héldum svona kvöld var mikil stemning og vel mætt. Vonumst við til þess að sjá jafn marga, og helst fleiri til að þjappa hópinn enn frekar.

Við erum ekkert búnir að heyra meira um það hvort við fáum Reiðhöllina aftur, en við verðum vonandi komnir með frekari upplýsingar á sunnudaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn og gerum okkur glaðan dag 🙂

Kveðja,

Helgi Már, Gulli, Pétur og Össi

Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

Keppt var í motocrossi á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki á sunnudag.Um 20 keppendur á aldrinum 11-16 ára tóku þátt en þátttaka hefði klárlega mátt vera meiri. Brautin á Króknum er skemmtileg og var í mjög góðu standi og greinilega mikil vinna verið lögð í undirbúning fyrir keppnina.

Start í 85 og kvennaflokki
Start í 85 og kvennaflokki

Lesa áfram Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

Æfingar falla niður í Reiðhöllinni

Þær fréttir voru að berast að tímar í Reiðhöllinni falla niður á næstunni vegna óviðráðanlegra orsaka. Æfing fellur því niður a morgun, en við byrjum aftur eins fljótt og hægt er. Snjó er farið að leysa í Bolaöldu og ábyggilega stutt í að við getum farið að nota 85 brautina þar.

Kveðja,  Helgi og Össi

BARNASTARFIÐ er í fullum gangi.

Nú meigum við í stjórn skammast okkar. Við gleymum alveg að minnast áIMG_3783 Barnastarfið sem er í fullum gangi þó úti sé kallt og engar drullumallarabrautir til að keyra í.

Krakkarnir eru búin að vera á fullu í Reiðhöllinni í vetur og svaka fjör hjá þeim. Það mættu margir taka krakkana til fyrirmyndar.

TÍMARNIR: Eru á Sunnudögum í Reiðhöllinni Víðidal. Það er nægt pláss fyrir alla sem vilja mæta. ATH þjálfarar taka við greiðslu á staðnum.

50cc frá 17 til 18,     65cc 18-19,     85cc 19 til 20

 

Fréttir frá MSÍ

Á stjórnarfundi MSÍ sunnudaginn 24.11. voru eftirfarandi hugmyndir ræddar varðandi keppnistímabilið 2014. Lögð voru drög að keppnisdagatali 2014 sem verður endanlega ákveðið á formannafundi / aðalþingi MSÍ 7.12. n.k. 5 umferðir í MX og 2 umferðir í Enduro verða allar keyrðar á tímabilinu 14.06. til 30.08.
2 Keppnisdagar í Enduro og keyrðar 2 umferðir hvorn dag. Einn Meistaraflokkur og Tvímenningur keyra í 2x 90 mín. Í stað B flokks verða Unglingaflokkur 14-18 ára, 19-30 ára, 31-40 ára, 41-50 ára og 50+ flokkar sem keyra í 2x 50 mín. Auk 2-3 aldursskiftir Kvennaflokkar. Liðakeppni verði endurvakin. Keppt á Suðurlandi 11.07. og Norðurlandi 9.08. Erfiðari hringur með hjáleiðum. Verðlaunaafhending kl 20 um kvöldið og reynt að búa til útilegustemmingu og virkilega flottar keppnir.

Einnig voru ræddar hugmyndir fyrir keppnistímabilið 2014 og mun stjórn líklega leggja fyrir formannafund / aðalþing MSÍ 7.12. n.k. að ekki verði sent landslið á MX of Nation sem fer fram í Lettlandi í september 2014. Hugsanlega verður horft til þess að aðstoða einhverja keppendur við að keppa í „Red Bull“ mótaröðinni í Bretlandi eða senda landslið til þáttöku í MX of Nation yngri en 21 árs sem fer fram í Belgíu ár hvert. Þar er keppt í 85cc flokki og MX2 flokki.

Samkvæmt samþykktum aukaþings MSÍ 2012 fyrir keppnisárið 2013 var ákveðið að allir keppendur fæddir 1997 eða síðar sem tóku þátt að lágmarki í 4 af 5 Íslandsmeistarakeppnum í Moto-Cross eða 3 af 4 keppnum í EnduroCC árið 2013 fengju keppnisgjöld endurgreidd í lok keppnistímabils. Stjórn MSÍ óskar eftir umsóknum um endurgreiðslu keppnisgjalda fyrir þessa keppendur.
Vinsamlega sendið eftirfarandi upplýsingar:
Nafn, keppnisnúmer og kt. keppanda og í hvaða keppnum keppt var. Nafn, kt. og reikningsnúmer forráðamanns sem endurgreiða skal til. Sendið á kg@ktm.is fyrir 15. desember 2013.
Ekki verður tekið við óskum um endurgreiðslu eftir 15. desember. 2013