Við minnum á krakka æfinguna á morgun í Reiðhöllinni fyrir 50-65cc kl 17:10 og 85cc kl 18:10. Gjaldið fyrir hverja æfingu er 2000 kr á haus.
kveðja,
Gulli og Helgi Már
Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára
Við minnum á krakka æfinguna á morgun í Reiðhöllinni fyrir 50-65cc kl 17:10 og 85cc kl 18:10. Gjaldið fyrir hverja æfingu er 2000 kr á haus.
kveðja,
Gulli og Helgi Már
Motocrossdeild UMFS hefur fengið leyfi hjá Hestamannafélaginu Sleipni til að prófa æfingar fyrir yngri kynslóðina (50-65cc) í reiðhöllinni þeirra. Jarðvegurinn í höllinni, sem er skeljasandur, er ekki orðinn nægilega þjappaður fyrir stærri hjólin en það verður skoðað síðar.
Fyrsta æfingin verður hugsanlega n.k. sunnudag en foreldrar á svæðinu skulu fylgjast með fréttum.
Nú er rétti tíminn til að borga félagsgjöldin í VíK svo það gleymist ekki! Hvort sem þú þarft að endurnýja eða ert nýr félagi þá er hægt að borga hér á vefnum með kreditkorti og hægt að prenta út félagaskírteini strax á eftir. Hér eru stuttar leiðbeiningar
Hægt er að greiða í fleiri félög en VÍK
Team KTM á Íslandi eru klárir í tímabilið 2011. Liðið er að vakna uppúr dvala síðustu tveggja ára. Liðið er með ökumenn í öllum flokkum og allir ökumenn liðsins eru staðráðnir í að gera sitt besta fyrir liðið, styrktaraðila og auðvitað fyrir sig sjálfa, allt eru þetta ökumenn sem ættu að geta unnið keppnir og staðið sig vel.
Ökumenn liðsins hafa sett sér markmið varðandi árangur í sumar, árangur felst ekki bara í því að liðsmenn sýni góðan árangur í keppnum, heldur ekki síður í því að allir liðsmenn sýni góðan liðsanda og geri sitt besta innan brautar sem utan.
Keppnislið KTM mun að öllu leiti gæta þess að vera góð fyrirmynd fyrir þá hópa sem íþróttin höfðar mest til, í mótum, á æfingum og þess utan.
Ökumenn liðsins eru: Lesa áfram Liðakynning: Team KTM Red Bull
Hundaræktunarfélagið er með húsið í allan dag, sunnudag, og því engin æfing í dag, og líklega ekki næstu sunnudaga. Ég talaði við manninn sem sér um húsið og ætla að hitta hann á morgun og reyna að fá annan tíma fyrir krakka æfingarnar.
Afsakið þetta.
Kveðja,
Helgi Már
Það var mikið fjör í Reiðhöllinni í dag. Fullt af upprennandi stjörnum á æfingunum og foreldrarnir líka í uppeldi til að verða mekkar. Það er virkilega gaman að sjá hversu marga upprennandi snillinga við eigum í yngsta hópnum. 85cc hópurinn var flottur og fullt af snillingum þar á ferð, en hefði verið gaman að sjá fleiri þar. Stóru hjólin voru síðasti hópurinn í höllina, þar voru fullt af hormónum á ferð og Guggi líka.( Hormónarnir hjá honum er ekki alveg eins æstir og hjá þeim yngri 🙂 . )
Hvetjum alla til þess að nýta sér þessar æfingar, það þurfa allir leiðbeiningar frá okkar frábæru þjálfurum, Helga, Gulla og Arnari. SJÁ MYNDIR HÉR.