Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Akstur á Bolaöldusvæðinu

Það er kannski þegar komið í gleymskubókina hjá mörgum – en það eru samt ekki nema fimm ár síðan VÍK fékk afnot af Bolaöldusvæðinu.  Fram að þeim tímapunkti var ekkert svona svæði aðgengilegt og samningurinn við Ölfuss um afnot af svæðinu kærkominn tímamótagjörningur.
Samningurinn var hins vegar ekki á þeim nótunum að við mættum sprauta um allt svæðið og spóla það í klessu á núll komma þremur! 
Af gefnu tilefni er fólk beðið um að halda sig við slóðana sem eru á svæðinu og búa alls ekki til nýja.  Sérstaklega er beðið um það í samningnum, að ekki sé keyrt upp í Ólafsskarðið.  Vinsamlegast hjálpið til við að virða þessi tilmæli.
Er ekki annars bara allt gott að frétta..!?

Æfingin á sunnudaginn frestast!

Vegna hundasýningar sem er í reiðhöllinni á sunnudaginn frestast krakka æfingarnar fram á miðvikudag. Þá eru 50/65cc kl 18, og 85 kl 19.

Sjáumst hress og kát á miðvikudaginn!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Íslenskt landslið á ISDE 2011?

msi_stort.jpgFormannafundur MSÍ var haldinn fyrir lokahófið á laugardaginn. 18 manns mættu a fundinn sem var að sögn formanns MSÍ gagnlegur og með góðri samstöðu. Nokkur mál eru í vinnslu og er að vænta niðurstöðu úr þeim flestum fyrir áramót, sumum jafnvel fljótlega. Hér verða talin upp nokkur atriði sem eru í vinnslu og eru misjafnlega langt komin.

  • Stefnt er ad því að senda Íslenskt landslið á ISDE sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. (6 í hverju liði)
  • Keppnisdagatalið verður svipað og í fyrra nema að Sauðárkrókur kemur inn fyrir Ólafsfjörð í motocrossinu. Ólafsfjörður kemur svo aftur 2012.
  • Keppnisdagatalið gæti riðlast í ágúst ef landslið fer á ISDE.
  • Klaustur verður 21. maí
  • 3 endurocross í vetur gilda til Íslandsmeistara 2011
  • Keppnisfyrirkomulag í enduro verður breytt. Aftur farið í 2 keppnir á dag en líklega breytt dagskrá innan dagsins frá því sem var áður. Hugsanlega verður C-flokkur kynntur til sögunnar.
  • 3 Íscross keppnir eftir áramót með höfuðstöðvar á Mývatni og hugsanlega á Ólafsfirði.

Hvað finnst fólki um þessa punkta?

Æfing í Reiðhöllinni á sunnudaginn kl. 16

Við minnum á að nú eru æfingarnar í Reiðhöllinni í Víðidal byrjaðar aftur. Yngri (50/65) krakkarnir mæta kl. 16 og eldri (85) mæta kl. 17. Skráning á námskeiðin er í gegnum namskeid@motocross.is en það líka hægt að borga staka tíma á staðnum. Frábær skemmtun og mikið sem krakkarnir eru að læra hjá þeim Gulla og Helga. Nánari upplýsingar hér:

Við þetta má bæta að ef áhugi er fyrir hendi getum við líka verið með æfingar fyrir stóru hjólin frá kl. 18 – eru einhverjir sem langar að mæta á inniæfingar í Reiðhöllinni næstu vikur? Kommentið endilega á það.

Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduro 2010

Kári Jónsson tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í Enduro Cross Country þegar hann sigraði í þriðju og síðustu umferðinni í Íslandsmótinu. Kári þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum að þessu sinni en Daði Erlingsson leiddi drjúgan hluta af keppninni en lenti í því óláni að afturhluti grindarinnar (subframe) brotnaði og rétt hékk hjólið saman og því dró það nokkuð úr hraða hans. Kári, sem er að jafna sig eftir handarbrot, náði þessu á seiglunni og tryggði sér fullt hús stiga úr þremur keppnum ársins. Þetta er þriðji titillinn hjá Kára en hann var bæði Íslandsmeistari í fyrra og árið 2006.

Keppnin var haldin að Jaðri á Suðurlandinu og heppnaðist frábærlega vel.

Eftirfarandi er lokastaðan í þeim flokkum sem keppt er í í Enduro Cross Country: Lesa áfram Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduro 2010

Krakkadagur á Ljósanótt

Krakkar hafið þið áhuga á að taka þátt í sýningarakstri ?

Laugardaginn 4 sept kl. 15.00 verðum við með sýningarakstur barna 12 ára og yngri á vélhjólum og fjórhjólum fyrir neðan SBK húsið á malarsvæðinu hjá smábátahöfninni í Keflavík. Mæting kl. 14.30.

Þetta er liður í kynningu á sportinu og höfum við verið með síðustu 3 ár og tekist mjög vel.
Nú er um að gera að vera með og skrá sig. Skráning hafin á rm250cc@simnet.is og  erlavalli@hotmail.com og lýkur á fimmtudag á miðnætti.

Kveðja
Púkadeild VÍR