Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Sumarnámskeið fyrir krakka

Frá einu af námskeiðum VÍK

Motocross skóli VÍK hefur ákveðið að færa út kvíarnar og ætla nú að byrja með nokkurs konar sumarnámskeið fyrir krakka. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára sem eru viðloðinn motocrossi, hvort sem þau eiga eða vilja fá hjól.

Námskeiðið verður ekki eins og fyrri motocross námskeið sem skólinn er með. Á þessu námskeiði verður ekki einungis farið í æfingar á hjólinu heldur einnig farið í leiki, sund og margt fleira og verður fjölbreytileikinn í fyrirrúmi. Foreldrar munu þá skutla krökkunum á viðkomandi staði sem og sækja þau.

Námskeiðið verður 4 daga vikunnar þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 9-12. Krakkar þurfa að hafa með sér nesti 3 daga vikunnar en á föstudögum munu leiðbeinendur grilla fyrir krakkana.

Lesa áfram Sumarnámskeið fyrir krakka

Byrjendabraut í Álfsnesi lokuð

Byrjendabrautin í Álfsnesi (50-85cc) verður lokuð næstu daga vegna viðhalds. Einar Bjarnason og Hjörtur Líklegur eru þessa dagana að vinna í púkabrautinni í Álfsnesi. Þeir stefna að því að bæta í hana efni, laga beygjur og palla ofl. Viggó lánar traktorsgröfu í verkið og Motomos lánar okkur litlu jarðýtuna sína sem er frábær í svona litla braut. Brautin verður lokuð næstu daga þar til annað verður tilkynnt.

Krakkaæfingar/Kvennaæfingar í Bolöldu

Nú er nýr mánuður að hefjast hjá okkur og við ætlum að færa okkur úr Álfsnesi yfir í Bolöldu. Enn getum við tekið eitthvað af strákum/stelpum á æfingar. Sjáumst hress og kát kl 18:00 í Bolöldu allavega næstu tvær vikurnar. Einnig eru nokkrir einkatímar lausir, hægt er að panta á namskeid@motocross.is.

Kvenna æfingar hjá James Robo verða í Bolöldu í kvöld kl 18:00

LexGames krakkar

Þeir krakkar sem eru á krakkaæfingum hjá okkur geta mætt kl 13:30 uppí bolöldu. Krakka“keppni“ verður kl 14:20

LEX Games um helgina

Í fyrra voru haldnir LEX Games í fyrsta skipti og vöktu þeir mikla lukku. Í ár á að gera enn betur og er þetta orðið að tveggja daga viðburði á tveimur stöðum.

Fyrri dagurinn verður á motocross svæði VÍK í Bolaöldu og seinni dagurinn verður í Aksturssvæðinu (Rally-Cross brautinni) við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.

Það verður ekkert slakað á í því að bjóða fólki uppá allt það skemmtilegasta sem jaðaríþróttir á Íslandi hafa uppá að bjóða. Þessu getur þú einfaldlega ekki misst af!!

Lesa áfram LEX Games um helgina

MotoMos 2 ára afmæli.

Jæja þá er brautin okkar í MotoMos orðin 2 ára, og í tilefni dagsins ætlum við að vera með smá húllumhæ á morgun 17. júní kl 13.
Eysteinn ýtusnillingur verður búinn að taka brautina í gegn:)   Balli er búinn að vera vinna í  braut fyrir yngstu snillingana, 65cc-85cc.   Einnig erum við að vígja húsið okkar og ætlum að bjóða upp á grillaðar pylsur, gos og kaffi.  Munið bara eftir miðum á N1 í Mosó 🙂  Sjáumst hress.