Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Unglinga- og kvennakeppni á Klaustri – Skráning hafin

Skráning er hér með opin á unglinga- og kvennakeppni á Klaustri. Keppnin fer fram á laugardeginum (22.maí) fyrir aðalkeppni og hefst hún kl. 17. Keyrt verður í klukkutíma og keyra keppendur hluta af brautinni sem keyrð verður í aðalkeppninni. Keppnisgjald er 3.000 kr. og greiðist við skráningu sem fer fram hér á vefnum fram á fimmtudagskvöld kl. 20.

Keppt verður í fjórum flokkum –  flokki 12-14 ára (85cc) drengja og stúlkna og 15-17 ára (125cc) flokki karla og opnum flokki kvenna 15 ára og eldri. Skoðun hjóla fer fram kl 15-16 á laugardag og stillt verður upp á ráslínu kl. 16.45. Skráning fer fram hér og nú – góða skemmtun.

Lesa áfram Unglinga- og kvennakeppni á Klaustri – Skráning hafin

Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Framtíðarsýn VÍK í Bolaöldu

Aðalfundur VÍK var haldinn í gærkvöldi og voru aðalfundarstörf haldin í takt við gamla siði og reglur. Hrafnkell Sigtryggsson var endurkjörinn formaður og reikningar kynntir. Hann kynnti framtíðarsýn stjórnarinnar og bar hana undir félagsmenn. Tillagan gekk útá mikilvægi þess að félagið eignist betri æfingaraðstöðu, þar með talda innanhússaðstöðu aukþessara liða:

  • Ökukennarasvæði norðan við svæðið
  • Hjólahöll
  • 3 motocrossbrautir til viðbótar –Ný 85cc braut, byrjendabraut fullorðinna, ný æfingabraut
  • Flóðlýsing á aðalbraut
  • Trial/þrautabraut
  • Freestylesvæði
  • Uppgræðsluáætlun
  • Geymsluaðstaða fyrir hjól
  • Nýtt og stærra þvottaplan
  • Bundið slitlag inn á svæðið

Bar Hrafnkell upp þá tillögu að hefja undirbúning byggingu hjólahallar auk hinna atriðanna. Tillagan var samþykkt einróma og stefnt er að að hjólabyggingin verði tilbúin árið 2015 en önnur atriði fyrr.

Lesa áfram Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Motocross æfingar 50cc-85cc

Motocross æfing fyrir 50cc-85cc verður í bolöldu á laugardagsmorgun kl 10:00-11:30. Hópnum verður skipt í tvennt, Gulli & Helgi Már sjá um kennsluna. 1000 krónur kostar á námskeiðið og þarf  að kaupa krakka miða í brautina í Litlu Kaffistofunni.

Inniæfingar í Selásskóla

Námskeiðið er ætlað krökkum sem stunda eða hafa áhuga á motocrossi. Þetta er gert til þess að krakkar sem eru að hjóla fá að kynnast, hittast og leika sér saman í íþróttasal. Á námskeiðunum er farið í leiki, gerðar þrekæfingar ásamt því að horft verður á kennslumyndbönd um motocross.

Æfingarnar eru fyrir krakka (bæði stráka og stelpur) á aldrinum 10-14 ára.

Æfingarnar eru í íþróttasal Selásskóla á mánudögum og fimmtudögum kl. 17-18 (Selásskóli er í árbæ)

Stök æfing kostar 1000 krónur.

Gulli S:6610958 & Helgi Már S:6928919

Mikið fjör um helgina

Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga
Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga

Þessi helgi er búin að vera okkur hjólafólki gríðarlega hagstæð. Veðrið hefur leikið við okkur og við í staðinn getað leikið okkur á drullumöllurunum vítt og breytt amk hér á suðvesturhorninu.

Laugardagurinn var frábær og var fullt af fólki að djöflast í öllum brautum á Bolaöldusvæðinu, slóðarnir voru líka flottir en að sjálfsögðu voru moldarslóðarnir blautir og mikil drulla þar. Vonandi hafa hjólarar farið vel með þau svæði og einbeitt sér að sandinum í Jósepsdalnum. Mosóbrautin var líka opin í gær og náðu hjólarar varla upp í nef sér af ánægju með brautina, menn héldu hreinlega að dagatalið væri vitlaust, það bara gæti ekki verið 21 Nóv og brautirnar í þessu líka flotta ásigkomulagi.

Dagurinn í dag var ekki síðri þó að hann væri aðeins kaldari en í gær. Að sjálfsögðu látum við hjólarar ekki svoleiðis á okkur fá, enda var fullt af fólki að hjóla í Bolaöldum og í Mosó.

Lesa áfram Mikið fjör um helgina