Við minnum á æfinguna í Reiðhöllinni í dag kl. 16. Þá mæta minni hjólin og kl. 17 mæta 85 cc hjólin og vanari ökumenn á minni hjólum. Allir velkomnir og um að gera að mæta með púkann og leyfa honum að prófa, 2000 kall æfingin hjá Gulla og Helga eða 12.000 til áramóta.
Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar
Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára
Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi
MSÍ hefur tilkynnt niðurstöðu fundarhalda um síðustu helgi. Ljóst er að nokkuð mikil breyting verður á keppnishaldi í motocrossi og enduro á næsta ári þó svo ekki sé endanlega komin mynd á niðurstöðurnar. Eftirfarandi er tilkynning frá stjórn MSÍ:
Formannafundur og Þing MSÍ samþykkti einróma eftirfarandi breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Moto-Cross og Enduro fyrir keppnistímabilið 2010. Eftirfarandi eru breytingar sem munu taka gildi um áramótin þegar fullkláraðar keppnisreglur munu liggja fyrir frá keppnisnefnd.
Krakkakross í Reiðhöllinni í dag kl 16
Góðan dag og bestu þakkir til allra sem skemmtu sér vel í
gærkvöldi á árshátíðinni. Í dag verður æfing í Reiðhöllinni frá kl. 16 til 18. Æfingin á miðvikudaginn tókst gríðarlega vel og frábært að sjá hvað margir mættu og skemmtu sér vel í höllinni. Krakkarnir eiga án efa eftir að taka miklum framförum og ekki laust við að maður öfundi púkana að fá að keyra þarna inni. 🙂 Í dag verður æfing kl. 16 en þá mæta minni hjólin/óvanari ökumenn og stærri hjólin/vanari keyrarar mæta kl. 17. Hægt er að skrá sig í æfingarnar fram að áramótum eða borga fyrir staka æfingu á staðnum.
Nokkrir valmöguleikar á æfingum eru í boði og verðin er eftirfarandi:
a) 10.000 kr. Þrekæfingar í Selásskóla – mánudaga og fimmtudaga kl. 17 – til áramóta
b) 12.000 kr. Hjólaæfingar í Reiðhöllinni eingöngu, kl. 16/17 – til áramóta
c) 18.000 kr. Þrek + hjólaæfingar í Reiðhöllinni
d) 8.000 kr. Hjólaæfingar í Reiðhöllinni (þe. þeir sem eru skráðir nú þegar í þrekæfingarnar)
e) 2.000 kr. Stök æfing í Reiðhöllinni
Allir velkomnir að kíkja og prófa – góða skemmtun
Taka #2 á krakkakross í Reiðhöllinni annað kvöld kl. 20
Annað kvöld, miðvikudag gerum við aðra tilraun með krakkakross í Reiðhöllinni sökum þess hve stuttan tíma við fengum á sunnudaginn. Við fáum höllina kl. 20 og byrjum á minni hjólum og þeim sem eru að byrja. Kl. 21 mega svo 85cc hjólin mæta og hraðari ökumenn á 65cc hjólum eins og á æfingunum í sumar. Gulli og Helgi verða á staðnum og munu skipta hópnum upp eftir getu og stýra æfingum hjá krökkunum.
Hugmyndin er svo að vera með fasta tíma einu sinni í viku í vetur sem tilraun amk. fram að áramótum. Við þurfum hins vegar að fá einhverjar vísbendingar um þátttöku og munum skrá alla niður á morgun sem hafa áhuga á þessum æfingum hjá VÍK. Verðið ræðst af þátttöku en hægt verður að velja um:
A) Þrekæfingar mánudaga og fimmtudaga kl. 17
B) Hjólaæfingar eingöngu í Reiðhöllinni kl. 16 / 17 eftir getu.
C) Þrekæfingarnar + hjólaæfingar á sunnudögum kl. 16 / 17
Endilega kommentið hér eða skráið ykkur á morgun til að við sjáum hver möguleg þátttaka og áhugi á þessu er. Kv. Keli
Krakkakross í reiðhöllinni
Krakkakrossið tókst alveg ljómandi vel. Það voru mættir um 40 gallharðir hjólarar tilbúnir að fara eftir öllu því sem Gulli sagði þeim að gera. Það var búið að leggja skemmtilega braut um höllin sem var afmörkuð með keilum. Krökkunum var skipt upp í 3 hópa, PW hjól 50cc, 65cc og 85cc.
Það er svakalega gaman að sjá þessa yngstu ökumenn takast á við þær þrautir sem lagðar voru fyir þá. Einbeiting skein út úr hverju andliti og ekki voru foreldranir síður spenntir á kanntinum. Að sjálfsögðu fóru einhverjir á hausinn en þar sem alls öryggis er gætt á æfingunum varð engum meint af. Foreldrar voru líka duglegir við að hjálpa til við gæslu í brautinni.
Eina sem kom uppá í þetta sinn var að skipulagið í höllinni gekk ekki alveg upp. Stórafmæli var í veislusal húsins og því miður passa ekki okkar skellibjölluhjól saman við þannig hátíð. Við erum að sjálfsögðu hópur af svakalega jákvæðu fólki og þótti það ekki tiltökumál að stytta þessa æfingu. Næsta æfing verður betur samhæfð við aðra viðburði í húsinu. Stefnan er sett á að hafa næstu æfingar fljótlega eftir hádegi á sunnudögum. Nánari tilkynning um það síðar í vikunni hér á netinu.
Við þökkum Reiðhöllinni fyrir það að gefa okkur tækifæri á þessari uppákomu. Svona uppákoma er að sjálfsögðu ekki möguleg án aðkomu foreldra og aðstandenda. Svo erum við líka með frábæra pilta, Gulla og Helga Má, sem hafa stjórnað barnaæfingunum með frábærum árangri í allt sumar og munu stjórna barnaæfingunum í vetur.
Sveppagreifinn var á svæðinu og tók fullt af myndum, sjá á vefnum hans HÉR
Stjórnin.
Krakkakross í Reiðhöllinni Víðidal í dag
Í dag klukkan 17 stendur VÍK fyrir æfingu í Reiðhöllinni. Æfingin er bara fyrir minnstu hjólin 50-65cc og 85 cc.
Þessi fyrsti tími verður ókeypis en ef vel tekst til og áhugi er fyrir hendi verðu bætt við fleiri tímum fyrir krakkanna. Allir eru velkomnir að mæta hvort þeir séu í VÍK eða ekki.
Það er því um að gera ef menn hafa áhuga á að taka þátt í þessu með okkur að koma með krakkana og leyfa þeim að hjóla inni og taka létta æfingu með þjálfurum VÍK í dag. Við hvetjum svo alla hina til að koma og fylgjast með æfingunni.