Nú er tilvalið að skella sér uppí MotoMos og kíkja á yngstu kynslóðina kljást. Krakkarnir byrja klukkan 13 í Mosó en þau eru á aldrinum 6 – 13 ára.
Sjá braut hér
Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára
Nú er tilvalið að skella sér uppí MotoMos og kíkja á yngstu kynslóðina kljást. Krakkarnir byrja klukkan 13 í Mosó en þau eru á aldrinum 6 – 13 ára.
Sjá braut hér
Opið er fyrir skráningu í púkakeppni MotoMos sem verður 30. ágúst. Ýtið hér til að skrá ykkur.
Þann 30 ágúst verður haldinn krakkakeppni í Motomos-brautinni í tilefni af bæjarhátíð Mosfellinga, Í túninu heima.
Keppnin er opinn fyrir krakka á aldrinum 6 til 13 ára og verður skipt í fjóra flokka eftir aldri,
þ.e. 6 – 7 ára 8 – 9 ára, 10 – 11 ára og 12 – 13 ára óháð vélarstærð. Tveir flokkar verða keyrðir saman í brautinni og lítur dagskráin svona út:
Í keppninni verður tímataka með MSÍ kerfinu svo þeir sem hafa aðgengi að sendum eru hvattir til að koma með þá, Motomos mun sjá þeim sem ekki geta útvegað sér senda fyrir þeim búnaði sem þarf.
Keppnisgjald er kr. 1.000,- og er innifalið í því brautargjald og sendir ef þarf.
Skráning hefst á morgun á www.motomos.is
Dagskráin fyrir LEX-Games er komin á hreint. Þetta lítur út fyrir að verða allsvakalegt partý. Nú geta allir prentað út dagskrá og plakat og límt uppá vegg hjá sér
Annars er þetta svona:
kl:12.00 Fjórhjólacross keppni
kl:12.20 Krakkaskóli VÍK (Motorhjól)
kl:12.30 Verðlaun og tónlist
kl:12.40 Motocross keppni
Eyþór Reynisson gerði sér lítið fyrir og sigraði í síðustu umferð Íslandsmótsins í Bolaöldu í gær. Eyþór er aðeins 16 ára gamall og ekur á minna hjóli en þeir sem hafa verið í baráttunni í Opna flokknum. Eyþór var í öðru sæti í öllum þremur motounum en keppinautar hans voru ekki eins stöðugir og því fór sem fór. Eyþór er líklega sá yngsti sem vinnur Íslandsmeistarakeppni í motocrossi.
Aron Ómarsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir fyrsta motoið þar sem hann var með gott forskot fyrir þessa keppni. Hann átti möguleika á að vinna sumarið með fullt hús stiga eftir að hafa unnið öll 12 motoin sem búin voru en það náðist ekki að þessu sinni. Aron féll a.m.k. tvisvar í fyrsta motoinu og náði aðeins fimmta sæti en það var Gunnlaugur Karlsson sem vann sitt fyrsta moto á ferlinum. Einar S. Sigurðarson náði að sigra síðasta mótó ársins í titilvörn sinni en það dugði ekki til eins og áður sagði.
Úrslit í öðrum flokkum
29. águst er dagur sem verður tileinkaður öllum helstu jaðar og motorsportum á Íslandi þar sem haldin verður lítil eftirlíking af X-games.
Þar fær hver grein stutta stund til að vera með keppnir og syningar og kynna sitt sport fyrir almenning. Til dæmis verða þarna sýningar og keppnir í motocross, Freestyle, Trial, fjórhjólacross, drullupytt, reiðhjóla downhill, Dirt Jump, BMX en einnig verða flugvélar, rally, rallycross, torfæra og margt fleira á dagskránni.
Allt á einum degi í Motocross brautinni í Jósepsdal, Bolaöldu, hjá Litlu kaffistofunni á leið til Selfoss.
Þéttpökkuð dagskrá allan daginn og X-ið sér um lifandi tónlist.