Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Bikarmót á fimmtudaginn

VÍK stendur fyrir bikarmóti í motocrossi í Bolaöldu á fimmtudaginn… eftir aðeins 2 daga. Skráning hefst í kvöld hér á motocross.is og líkur annað kvöld. Keppnin verður svo á fimmtudagskvöld og hefst skoðun klukkan 17 en keppnin hefst klukkan 18:45.
Keppt er í fimm flokkum:

  • 85cc
  • Kvenna flokkur
  • 125cc flokkur
  • B-flokkur
  • Opinn flokkur

Keppnisgjald er 3.000 fyrir hvern keppanda. Tilvalið fyrir þá sem ekki hafa keppt áður, ekki þarf að vera með keppnisnúmer frá MSÍ en það þarf að vera með tímatökusendi sem hægt er að leigja í Nítró.

Hér er dagskráin:

Lesa áfram Bikarmót á fimmtudaginn

MXTV á Sauðarkrók.

Það var mikið fjör um helgina á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Sauðarkrók.
Mótið gekk frábærlega og á Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar hrós skilið fyrir frábært mót.
Hér er stutt video frá unglingaflokknum.

[flv width=“480″ height=“360″]http://www.motocross.is/video/mxgf/u125/u125.flv[/flv]

Úrslit frá Unglingalandsmóti

Yfir 10 þúsund manns voru á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um helgina og fór mótið vel fram. Á þessum mótum mega allir krakkar á aldrinum 11-18 ára keppa. Keppni í motocrossi var síðdegis í dag og var hún bráðfjörug og skemmtileg. Fjöldi fólks fylgdist með frábærum tilþrifum þessara ungu og efnilegu ökumanna.

Úrslitin í motocrossinu í dag má sjá með því að smella á LESA MEIRA.

Lesa áfram Úrslit frá Unglingalandsmóti

Unglingalandsmót á Sauðárkróki

umfi-logoUnglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Ein af keppnisgreinunum er motocross í umsjón Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar. Motocrosskeppnin er á sunndaginn 2. ágúst og stendur skráning yfir á vef MSÍ www.msisport.is athugið að skráningu lýkur fyrir miðnætti þriðjudagskvöldið 28. júlí. Skráningargjald er 6.000 kr. Nánari upplýsingar um Unglingalandsmótið er að finna á www.umfi.is
Keppt verður í 4 flokkum:

  • 85cc stúlkna 12-15 ára
  • 85cc stráka 12-15 ára
  • 125cc unglingaflokkur stúlkna 14-18 ára
  • 125cc unglingaflokkur stráka 14-18 ára

Lesa áfram Unglingalandsmót á Sauðárkróki

Vel heppnaður krakkadagur hjá VÍR

Glæsilegur hópur á krakkaegi VÍR
Glæsilegur hópur á krakkadegi VÍR

Fyrsti Púkadagur sumarsins hjá Vélhjólaíþróttafélagi Reykjaness var haldinn sunnudaginn 21.júní í Sólbrekkubraut. Tæplega 30 börn upp að 12 ára aldri tóku þátt á þessum degi.

Frábært var að fylgjast með þeim, gleði og eftirvænting skein úr hverju andliti enda mörg þeirra búin að bíða lengi eftir þessum degi. Prúðmennskan og kurteisin voru í fyrirrúmi hjá þeim enda allt fyrirmyndar krakkar. Allt fór vel fram og sýndu mörg þeirra góð tilþrif og takta við aksturinn og gáfu stelpurnar strákunum ekkert eftir.

Foreldrar og velunnarar lögðu einnig hönd á plóg og sáu um að manna pallana auk þess að rétta fram fleiri hjálparhendur.

Á eftir var svo boðið upp á grillaðar pylsur og að sjálfsögðu fengu allir þáttakendur viðurkenningu frá VÍR auk glaðnings frá Sparisjóðnum í Keflavík.

VÍR mun verða með fleiri Krakkadaga og Unglingadaga í sumar og verða þeir auglýstir á vef félagsins www.vir.is. Þar eru einnig myndir og video.

Sérstakar þakkir fær Arnar Sveinbjörnsson í Hellusteini fyrir einstök liðlegheit við lagfæringu á brautinni. Einnig þökkum við öllum þeim sem komu að þessu með okkur og vonum að þið hafið haft jafn gaman af og við.

Kveðja, Púkadeild VÍR

Krakkaæfingar hefjast í kvöld

Hér er listi yfir alla sem eru skráðir á námskeiðin hjá VÍK í sumar. Fyrir nánari upplýsingar og skráningu smellið hér.

Annars mæta menn bara með kvittun úr bankanum á fyrstu æfinguna sína og hafa Frístundakortið með (þeir sem eiga þannig).
Munið að fyrsta æfingin er í kvöld mánudag (22.júní) klukkan 18 í Bolaöldu.

Lesa áfram Krakkaæfingar hefjast í kvöld