Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Krakkadagur VÍR 21.júní

Krakkadagur VÍR 21.júní
Krakkadagur VÍR 21.júní

Fyrsti krakkadagur sumarsins fyrir yngri en 12 ára hjá Vélhjólaíþróttafélagi Reykjaness verður sunnudaginn 21.júní kl. 13.00 á Sólbrekkubraut – ef næg þátttaka verður.

Keyrt verður í 3 flokkum 50cc, 65cc, og 85cc  2 x 10 mín hver flokkur.  Foreldrar verða virkjaðir á pallana í flöggun eins og á síðasta ári. Öll önnur aðstoð vel þegin.
Allir þáttakendur fá viðurkenningu. Frítt er í brautina og í lokin verður grillað o.s.frv.
Muna að mæta í fullum öryggisbúnaði, hjólin í lagi taka með góða skapið og hafa gaman af og skemmta okkur með púkunum okkar.

Allir krakkar geta tekið þátt sama í hvaða félagi þeir eru.

Við viljum koma á framfæri að VÍR ætlar að standa fyrir unglingadegi í sumar fyrir 12 ára og eldri og verður hann auglýstur síðar.
Vinsamlegast látið vita um  þátttöku á rm250cc@simnet.is eða erlavalli@hotmail.com
kveðja, Púkaforeldrar í VÍR.

VÍK 6 tímar Midnight Off-Road Challenge 2009

Smelltu hér til að sjá keppendalista og fleira
Smelltu hér til að sjá keppendalista og fleira

Skráningarfrestur í 6 tíma keppnina sem fer fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu laugardaginn 20. júní hefur verið framlengdur til 22:00 á föstudagskvöldið.
Veðurspáinn er góð fyrir laugardaginn, 10-12 stiga hiti og skýjað, lítur út fyrir hið fullkomna Enduro veður.
Nú er engin afsökun, skrá sig með félögunum 1, 2 eða 3 í liði og mæta í þessa frábæru keppni. Unnið er hörðum höndum við brautarlagningu og hafa þeir Guggi, Beggi og Elli Pípari verið á fullu síðustu daga við að fullkomna ca. 16 km. hring. Í dag 17. júní er verið að grjóthreinsa slóðana með hjólaskóflu en hringurinn er öllum fær og verður nú í fyrsta skipti keppt að hluta til inní Jósepsdal.
Enduro og MX brautir í Bolaöldu verða lokaðar frá miðnætti 17. júní og fram að keppni og eru félagsmenn og aðrir beðnir að virða þessa lokun.

Dagskrá laugardagsins 20. júní er eftirfarandi:
Lesa áfram VÍK 6 tímar Midnight Off-Road Challenge 2009

VÍK stendur fyrir æfingum barna og unglinga í sumar

VÍK mun í sumar standa fyrir skipulögðum æfingum fyrir yngstu aldurshópana og byrjendur. Þetta hefur lengi verið á verkefnalistanum og nú verður þetta loks að veruleika. Félagið hefur fengið til liðs við sig nokkra af reyndustu ökumönnum og leiðbeinendum landsins til að halda regluleg námskeið í sumar.
Félagið hefur ennfremur samið við ÍTR þannig að allir 18 ára og yngri sem búsettir eru í Reykjavík geta nýtt sér Frístundakortið til að greiða fyrir æfingarnar. Æfingagjöld eru mjög hagstæð en innifalið í gjaldinu er árskort í brautir VÍK.

Lesa áfram VÍK stendur fyrir æfingum barna og unglinga í sumar

Aron sigraði fyrir Norðan með fullt hús stiga

Aron Ómarsson stakk af í MX-Open flokknum í öllum motounum þremur í dag. Hann leiddi alla hringi og fékk fullt hús stiga. Núverandi Íslandsmeistari Einar Sigurðarson varð í öðru sæti í öllum þremur motounum en þurfti að hafa nokkuð fyrir því í baráttu við Gylfa Frey Guðmundsson, Gunnlaug Karlsson og Ásgeir Elíasson. Má segja að Ásgeir hafi komið hvað mest á óvart með miklum hraða á sínu fyrsta ári í stóra flokknum. 
Brautin á Akureyri var í algjörum toppflokki og ekki skemmdi glæsilegt veður fyrir.  Nánari úrslit hafa verið birt á vef MSÍ .
MX-OPEN
  1. Aron Ómarsson
  2. Einar S. Sigurðarson
  3. Gunnlaugur Karlsson
  4. Kári Jónsson
  5. Gylfi Freyr Guðmundsson

Lesa áfram Aron sigraði fyrir Norðan með fullt hús stiga