Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

MXTV viðtal

Þá er komið að Guðmundi Kort sem er akstursíþróttamaður AÍH 2008. Hann varð Íslandsmeistari í 85cc flokki auk þess að hann vann sama flokk á Landsmóti UMFÍ. Kíkið á viðtal við strákinn.

[flv width=“400″ height=“250″]http://www.motocross.is/video/mxgf/kort/KORT99.flv[/flv]

Guðmundur Kort akstursíþróttamaður AÍH 2008

Guðmundur Kort er akstursíþróttamaður AÍH 2008. Guðmundur hefur sýnt miklar framfarir á árinu 2008 og er án efa sú mikla vinna sem hann hefur lagt á sig undanfarin ár að skila sér. Hann varð Íslandsmeistari í 85cc unglingaflokki auk þess að hann vann sama flokk á Landsmóti UMFÍ.

Auk Guðmundar hlaut viðurkenningu Bryndís Einarsdóttir sem er Íslandsmeistari í 85cc kvennaflokki.

Eyþór í viðtali á MXTV

Eyþór Reynisson var með fljótari mönnum á Klakanum í sumar en lærbrotnaði á Akureyri sem varð til þess að hann missti talsvert úr. Eyþór er þó hvergi af baki dottinn og hér er viðtal við kappann. Guðni Friðgeirsson vann viðtalið fyrir MXTV og er þetta fyrsta viðtalið af mörgum sem munu birtast næstu vikurnar.

[flv width=“400″ height=“236″]http://www.motocross.is/video/mxtv/10/EYTOR.flv[/flv]

Kreppukeppnin

Kreppukeppnin fór fram í blíðskaparveðri í Þorlákshöfn í dag. Reyndar var þetta eiginlega bliðskapa-rgluggaveður því það var um 20 stiga frost þegar vindkælingin var tekin með. Þorlákshafnarmenn létu þetta ekkert á sig fá og brautin þeirra var í góðu standi, hörð og nánast klakalaus. Keppendur mættu vel búnir til leiks með lúffur og andlitsgrímur. Menn og konur sýndu að ekkert mál er að búa hér á hjara veraldar.

Þakka ber skipuleggjendum keppninnar fyrir framtakið og skemmtilegt að sjá að menn nenni að standa í þessu yfir háveturinn. Ekki skemmdi fyrir stemmningunni að það voru sérsmíðaðir verðlaunagripir fyrir alla sem komust á verðlaunapall auk þess sem þeir fengu roð- og beinlaus ýsuflök og sigurvegarar kassa af humri.

Atli #669 vann Opna flokkinn og Valdi #270 varð í öðru sæti…nánari úrslit og myndir á eftir.

Netviðtalið: Haraldur Örn, nýliði ársins í motocross

Halli tekur á móti Guðmundarbikarnum sem Nýliði ársins 2008

Haraldur Örn Haraldsson vakti eftirtekt í sumar fyrir góðan árangur í 85cc flokknum og einnig sem þrælduglegur sjálfboðaliði í félagsstarfinu. Það vantaði ekki leikgleðina í hann og hún var fljót að smita útfrá sér. Strákurinn var líka lunkinn að hjóla og endaði þriðji til Íslandsmeistara eftir jafnan og góðan akstur allt sumarið.

Sæll og til hamingju með árangurinn í sumar. Hvernig fannst þér sumarið? Bara frábært! 😀

Var ekki góður endir á sumrinu að vinna Nýliði ársins? jú rosalega!

Lesa áfram Netviðtalið: Haraldur Örn, nýliði ársins í motocross

Keppnisdagatal ársins 2009

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2009. Meðal helstu nýjunga eru að engin keppni verður um verslunarmannahelgi, engin keppni verður á Króknum og að keppt verður alltaf aðra hverja helgi fyrir utan aukafríhelgi í júlí. Enn á eftir að finna staðsetningu á eina motocrosskeppni og eina endurokeppni.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 17. Janúar Íslandsmót Mývatn AM
Ís-Cross 14. Febrúar Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 28. Febrúar Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. KKA/WSPA
Ís-Cross 14.Mars Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 14. Mars Íslandsmót Mývatn /WSPA
Snocros 4. Apríl Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. /WSPA
Snocros 25. Apríl Íslandsmót Egilsstaðir /WSPA
Enduro 16. Maí Íslandsmót Bolaalda VÍK
MX 31. Maí Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 13. Júní Íslandsmót Akureyri KKA
6 Tímar 20. Júní OffRoadChallange Reykjavík VÍK
MX 4. Júlí Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 25. Júlí Íslandsmót Álfsnes VÍK
MX 8. Ágúst Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 22. Ágúst Íslandsmót Bolaalda VÍK
Enduro 5. Sept Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 4. Okt Alþjóðlegt MX of Nations FIM / Ítalía
Enduro 11-17 Okt Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Portúgal
Árshátíð 14. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ