Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Púkakrossið 2008

Jæja þá er þetta fína púkasumar á enda. Vil þakka fyrir mig, þakka Kela í VÍK fyrir að vera opinn fyrir 50 og 65cc flokkunum og hinum foreldrunum sem gerðu krakka-æfinga-mót sumarsins að veruleika. Sjálfboðavinna foreldra er undirstaða undir að skapa ævintýri fyrir krakkana. Þetta gekk allt vel, hellings race á köflum en öryggið samt á oddinum. Þetta eru framtíðarökumenn okkar.
Í þessu sporti fer auðvitað mest fyrir stærri flokkunum en nauðsynlegt er að sinna vel þessum yngstu – byggja þau upp. Það hefur komið mér á óvart
Lesa áfram Púkakrossið 2008

Frábær Krakkadagur

Það er óhætt að segja að Krakkadagurinn í Sólbrekku hafið tekist vel
Veðrið lék við okkur og fengum við “nánast logn í Sólbrekkunni “ svo ekki sé meira sagt. Sum krakkanna voru svo spennt að þau mættu hálf svefnvana enda komin á fætur fyrir allar aldir og löngu tilbúin og farin að reka á eftir foreldrum að drífa sig af stað svo mikil var tilhlökkunin. Frábært að heyra sögurnar af þeim !

Lesa áfram Frábær Krakkadagur

Púkarnir á Ljósanótt

Þann 6. sept.s.l. rann upp sýningardagur Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness á krakkaakstri og var það liður í að kynna þessa frábæru íþrótt fyrir almenningi á Suðurnesjum.
Kvöldið áður hafði Arnar í Hellusteini komið og gert barnabraut á malarvellinum við Hringbraut eins og honum einum er lagið og var ekki lengi að.
Að morgni laugardagsins mættu allir krakkarnir ásamt fylgdarliði og voru sumir svefnvana af spenningi.
Byrjað var á að ganga brautina eins og gjarnan er gert áður en akstur hefst. Síðan var farið í hjólaskoðin og fór hún fram á gangstéttinni fyrir framan malarvöllinn, vöktu krakkarnir töluverða athygli vegfarenda og ekki laust við að einhverjir bílstjórar hafi snúið sig úr hálsliðnum í forundran auk þess sem fólk þusti út úr nærliggjandi húsum og hjólhýsum til að berja dýrðina augum. Þessir frábæru púkar okkar sýndu síðan mjög góðan og agaðan snilldarakstur og voru í alla staði til fyrirmyndar og voru sportinu til mikils sóma.
Að lokum fengu allir viðurkenningu og óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið mikla lukku.

Kveðja
Stjórn VÍR

Lesa áfram Púkarnir á Ljósanótt

Eitt video enn….krakkavideo

Vindlarnir tóku upp video á krakkacrossinu á laugardaginn… Frábært framtak.
Smellið hér

Myndir frá púkahittingnum

Hátt í 300 myndir frá púkahittingnum á mánudagskvöldið eru komnar inn á vefalbúmið. Ljósmyndarinn er Birgir Már Georgsson.