Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Krakkaæfingar byrja 7 Apríl / Alla sunnudaga í Apríl

Við ætlum að byrja með æfingar fyrir krakkana í Bolöldu þann 7.Apríl næstkomandi kl 16. Við ætlum að vera alla sunnudaga í Apríl svo byrjar svokallaða sumarnámskeiðið okkar tvisvar í viku strax í Maí.
Þetta námskeið er í raun smá upphitun fyrir sumarið og kostar mánuðurinn 8.000.- Við erum orðnir spenntir að hitta krakkana aftur og hefja nýtt tímabil. Við óskum líka eftir því að fá 4-6 foreldra í foreldraráð fyrir sumarið sem hafa áhuga á að hjálpa okkur að ná inn fleiri krökkum ásamt því að halda utan um litlu bikarkeppnirnar sem verða í sumar eftir frábæra þáttöku í fyrra. Gott væri að foreldrar boði þáttöku á namskeid@motocross.is svo við sjáum hvað margir vilja taka þátt í Apríl.

Sumarkortið fer í sölu í Apríl. Endilega kynnið ykkur byltingu í brautar & félagsmálum okkar.

VÍK blæs til sóknar og boðar byltingu er varðar félags- og brautargjöld til félagsmanna.  Er það von stjórnar VÍK að með þessu sé komið til móts við sem flesta aðila sem að þessu sporti koma og jafnframt auki áhuga manna á að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem er í boði og vera virkir félagsmenn.  Ein breyting verður þó hvað varðar endurosvæði VÍK í Bolaöldu og það er að VÍK mun hér eftir rukka fyrir akstur á því svæði.  En hér fyrir neðan má sjá það helsta.

  • Almennt félagsgjald 5.000 kr. – óbreytt á milli ára
  • Nýtt – Félags- og brautargjald sameinað í eitt fyrir allt árið eða aðeins 12.000 kr. sem gildir í allar brautir VÍK og er hægt að greiða með valgreiðslu fyrirkomulagi og greiða 1.000 kr. á mánuði í tólf mánuði, 2.000 kr. í sex mánuði eða með eingreiðslu (tímabil 1 mars 2013 til 1 mars 2014)
  • Nýtt – Frítt fyrir 85cc tvígengis/150cc fjórgengis hjól og minni
  • 50% afsláttur af æfingargjöldum hjá VÍK í sumar og frítt foreldrakort fylgir með
  • Stakur miði í braut 1.000 kr. í bæði motocross og endurobrautir

Hér er um algjöra nýjung að ræða og munar engum um að greiða 1.000 kr. á mánuði sem gildir bæði sem félagsgjald í félagið og sem brautargjald í allar brautir félagsins.  Einnig er frítt fyrr öll 85cc hjól og þaðan fyrir neðan og þar af auki býður VÍK nú í fyrsta sinn foreldrum krakka sem eru á æfingum að fá frítt kort sem fylgir því að vera með krakkana sem eru 16 ára og yngri á námskeiðum hjá VÍK.  Þannig að nú er engin ástæða til að fara ekki með krakkana í brautir því það er frítt og þar að auki getur þú nú iðkað skemmtilegt sport á meðan börnin þín eru á námskeiðinu hjá VÍK.

Frábær krakkakeppni!

Mjög vel heppnuð krakkakeppni fór fram á svæðinu okkar við Bolaöldu í gær og voru keppendur um 25 talsins. Mikið var um tilþrif og skemmtu sér allir konunglega. Veturkonungur minnti þó aðeins á sig og var orðið frekar kalt undir það síðasta en grjótharðir keppendur létu það ekki á sig fá…

Viljum við þakka öllum sem mættu og hjálpuðu okkur á keppninni, en þó sérstaklega Pálmari fyrir allt því án hans væri keppnin ekki eins glæsileg og raunin var, en einnig viljum við þakka Palla yfirgrillara sem sá til þess að enginn færi svangur heim! Jafnframt viljum við þakka þeim sem gáfu verðlaunin okkar sem voru ekki af verri endanum, en það eru: Dominos, Metro, Sena, Vífilfell og Myndform.

Æfingar halda áfram og er næsta æfing á morgun miðvikudag kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85 og stærri. Hvetjum alla sem mættu á keppnina (og hina sem ekki mættu) til að mæta á æfinguna og vera með okkur, því þetta snýst einnig um félagsskapinn sem fylgir þessu 🙂

Æfingar verða svo einnig í vetur og verðum við úti eins lengi og við getum og förum svo inn í Reiðhöllina.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Engin æfing í kvöld

Enginn æfing í kvöld vegna veðurs. Við bætum við auka æfingu í vikunni í staðinn. Fylgist með á morgun þriðjudag hér á motocross.is hvenær hún verður.
Kv Gulli & Helgi Már

 

Krakkaskemmtikeppni á miðvikudaginn nk.

Þriðja og síðasta skemmtikeppni sumarsins verður haldin næsta miðvikudag 12. september. Allir krakkar velkomnir, hvort sem þau hafa verið með æfingunum okkar eða ekki . Fyrirkomulagið verður svipað og áður og keppt í þremur flokkum, 50 cc, 65 cc og 85 flokkum. Ánægja og skemmtun er að aðaltakmarkið og í lokin býður félagið upp á léttar veitingar af grillinu. Mæting er kl 18. og þátttakan kostar ekki krónu. Sjáumst.

 

Krakkakeppni næstkomandi miðvikudag, fyrir alla krakka.

Næstkomandi miðvikudag ætlum við að halda krakkakeppni í Bolaöldu í staðinn fyrir æfingu. Allir krakkar sem eiga eða hafa aðgang að hjóli eru velkomin (ekki bara þeir sem hafa sótt æfingarnar). Eina sem er farið fram á er að allir hjálpist að við að gera keppnina skemmtilega.

Fyrirkomulagið verður þannig að báðir hópar taka upphitun og svo taka 50/65cc 2 10 mín moto + 2 hringir  og 85/125cc taka 2 13 mín moto + 2 hringir. Mæting er á sama tíma og þegar æfing er, kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85/125.

Verðlaun verða fyrir alla og svo klárum við daginn með því að grilla ofan í alla eftir keppni 🙂

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Grein um Andra Snæ í DV

Svona leit greinin út á DV.is

Eftirfarandi grein birtist í DV í dag.

Það er óhætt að segja að Andri Snær Guðmundsson sé einn efnilegasti mótorcrosskappi Íslendinga en hann sigraði sterkt bikarmót í Noregi fyrir skömmu. Andri sigraði í flokkunum 10-12 ára á 85 kúbika hjólum en Andri verður 12 ára síðar á árinu. Andri er búsettur í Noregi en foreldrar hans eru Inga Steingrímsdóttir og Guðmundur Bragason.

Andri vakti verðskuldaða athygli þegar hann kom hingað til lands í sumar og keppti á Íslandsmótinu á Ólafsfirði. Þar hafnaði Andri í öðru sæti í 85-flokknum en sigurvegarinn var þó nokkrum árum eldri en Andri eða 15 ára.

Minnstu mátti muna að Andri gæti ekki tekið þátt á mótinu en hann hafði komið alla leið frá Noregi til þess eins. Andri bræddi úr KTM lánshjóli sínu í upphitun fyrir mótið og þá voru góð ráð dýr. Með hjálp mótshaldara og aðstandanda tókst að fá annað hjól lánað sem staðsett var í Eyjafirði. Guðmundur faðir Andra sótti hjólið og settist Andri upp á það um hálfri mínútu fyrir start. Hann lét það ekki trufla sig og tryggði sér annað sæti sem fyrr sagði.

Það er landsliðsþjálfari Noregs í greininni sem þjálfar Andra. Sá heitir Kenneth Gundersen og hefur lengi verið einn þeirra fremsti maður í mótorcross.