Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

VÍK æfingar sumarið 2012

Nú þegar svæðið okkar við Bolöldu hefur opnað þá ætlum við þjálfarar MX & Enduro skóla VÍK að kynna fyrir ykkur sumarið sem er handan við hornið, eflaust margir krakkar búnir að vera pirra foreldra sína hvort það sé ekki hægt að fara hjóla eða á æfingar, en einsog síðustu vikur hafa verið þá hefur ekki verið möguleiki á að æfa úti og reiðhöllinn fullbókuð.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.
Lesa áfram VÍK æfingar sumarið 2012

Tími félagsgjaldanna runninn upp

Á þessum árstíma er líklegt að hjólaspenningurinn fari að gera vart við sig. Ekki er seinna að vænna að fara að æfa sig því nú er réttur mánuður í fyrstu motocrosskeppnina í Íslandsmótinu.

Einnig er tímabært að borga félagsgjöldin í klúbbinn sinn. Félagar í VÍK geta smellt hér og endurnýjað áskriftina sína en þeir sem hafa áhuga á að gerast meðlimir geta smellt hér. Til að geta komist inná félagakerfið þarf að skrá sig fyrst sem notandi á motocross.is (sem er frítt!).

Ársgjaldið er 5.000 krónur eins og í fyrra.

Þeir sem vilja greiða fjölskyldugjald (Allir í fjölskyldunni sem eru með sama lögheimili-9000kr) Smellið hér

Gylfi með motocross námskeið í sumar

Motocross námskeiðin fara nú að byrja aftur og verður fyrsta námskeiðið mánudaginn 2.apríl kl.17 19:00-21:00. (Pláss er fyrir 4 í viðbót í apríl.)

Kennari er Gylfi Freyr #9

Á námskeiðunum er farið yfir allt sem tengist motocrossi.

Til að tryggja að allir fái góða leiðsögn og bæti sig sem mest er takmarkaður fjöldi á námskeiðin, aðeins 8 manns í hóp.

Námskeiðin eru fyrir alla aldurshópa.
Kennt verður öllum helstu brautum í kringum Rvk (Sólbrekkubraut, Þorlákshöfn, Bolöldu, Motomos og Álfsnesi).
Lesa áfram Gylfi með motocross námskeið í sumar

Einar Sigurðsson íþróttamaður KKA 2011

Mynd: Motosport.is
Einar Sigurðsson

Einar Sigurðsson hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins hjá KKA. Einar fór einfaldlega á kostum á síðasta ári, var fullkomlega óstöðvandi og ósigrandi. Einar keppti í flokki 85cc hjóla í mototcrossi og vann allar fimm umferðir Íslandsmótsins. Einar gerði ekki endasleppt með þessu því hann keppti ekki bara í motocrossinu heldur líka í enduro akstri í flokki 85cc. Skemmst er frá því að segja að þessi stórkostlegi akstursíþróttamaður sigraði þar allar 6 umferðir íslandsmótsins. Hann sigraði því með fullu húsi stiga bæði í motocrossi og enduro,  sem er einstakt og sýnir hve gríðarlega fjölhæfur og hæfileikaríkur ökumaður Einar er.

Á Unglingalandsmótinu sem haldið var á Egilsstöðum í sumar vann Einar 85cc flokkinn og keppti einnig í 125cc unglingaflokki og varð þar í 3. sæti.

KKA er heiður að hafa Einar í röðum sínum og geta útnefnt hann íþróttamann ársins 2011.

Til hamingju Einar með titilinn.

Tekið af kka.is

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.


Krakkaæfingar í Reiðhöllinni Víðidal.

Það voru flottir krakkar sem mættu á æfingu hjá Gulla, Helga og Aroni í dag.
Strákarnir gerðu fullt af flottum æfingum fyrir þau og allir höfðu gaman af. Eina sem mætti setja útá er hversu fáir mættu á æfinuna. Vonandi verður betri mæting á næstu æfingar þannig að hægt veri að halda þessu frábæra strafi áfram í allan vetur.
Afsakið myndgæðin.