Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

ÞAR SEM TÍMAVÖRÐURINN ER Í SUMARSKAPI ÞÁ SAMÞYKKTI HANN AÐ FRAMLENGJA SKRÁNINGU TIL KL 18:00 Í DAG LAUGARDAG.

Þar sem breytingar hafa verið gerðar á brautinni heldur VÍK bikarkeppni.
Keppnisfyrirkomulag er einfalt og á skemmtunin að vera aðalatriðið.
Skráningu líkur föstudagskvöldið 12. ágúst kl: 23.00 Brautin verður opin eftir mótið til kl 17:00.

Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að færa keppendur á milli flokka.
Hópur 1. 85cc kk og kv + Kvenna, B og 40+ flokkur. 10 mín + 1 hringur, tvö moto.
Hópur 2. Unglinga, MX1 og MX2. ( valdir menn úr B og + 40 ) 15 mín + 1 hringur. tvö moto

Kostnaður kr: 3000.

Dagskrá með fyrirvara um fjölda keppenda. 

Nítro býður keppendum uppá sérverð á leigusendum fyrir þessa keppni kr: 3.000. Hafið samband við Nítró til að fá nánari upplýsingar.

Lesa áfram Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Hákon B. Gunnarsson á flugi yfir Akureyri - verður hann á Egilsstöðum? Mynd fengin að láni hjá Sverri greifa - www.motosport.is

Austanmenn vilja minna á að sunnudaginn um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót á Egilsstöðum. Keppt verður í motocrossi eins og síðastliðin ár og er keppnin opin öllum 12-18 ára. Mikil vinna hefur verið lögð í brautargerð á Egilsstöðum og verður gaman að sjá hvernig smíðin hefur tekist. Heimamenn lofa amk frábærri braut og stemningu. Skráningu í keppnina lýkur næstkomandi sunnudag 24. júlí en keppendur þurfa bæði að skrá sig á skráningarsíðu UMFÍ og á vef MSÍ, msisport.is.

Enduro Skemmti- og styrktarkeppni VÍK og Hjartar Líklegs nk. laugardag 16. júlí

Síðasta sumar var haldin Enduro skemmtikeppni á vegum VÍK til að styðja við bakið á Hirti Líklegum þegar hjólinu var hans stolið. Afraksturinn af keppninni gerði honum kleift að endurnýja Huskann sinn. Á laugardaginn ætlum við að endurtaka leikinn en nú nýtur Blóðbankinn góðs af keppninni. Keppnin verður skemmtileg og fyrir alla, tveir keppa saman í liði sem dregið verður í á staðnum og keppnisfyrirkomulagið verður afslappað og skemmtilegt með óvæntum uppákomum. Nánari dagskrá er í mótun en við gerum ráð fyrir að keppni standi frá 14 til 16, hugmyndin er að bjóða upp á eitt og annað fleira fyrir krakka og jafnvel eitthvað gott í gogginn í lok dags. Skráning opnar hér á vefnum á næstu tímum – takið daginn frá! Meira síðar …
Uppfært! Skráning er hafin HÉR

Brautarsmíði í Hafnarfirði

Framkvæmdir á fullu

Gamall draumur Hafnfirðinga er að rætast um þessar mundir. Fyrsta motocrossbrautin er að rísa í bænum eftir 20 ára bið, en eftir því sem undirritaður man þá var síðast hafnfirsk braut í Seldal í kringum 1990. Nýja brautin er ekki langt þar undan en hún er við kunnulegt akstursíþróttasvæði, Rallycrossbrautina við Krísuvíkurveg. Að þessu sinni verður byrjað á að byggja braut fyrir 85cc hjól en vonandi fæst leyfi síðar fyrir braut í fullri stærð.

Til hamingju með nýju brautina AÍH og allir Hafnfirðingar!
Lesa áfram Brautarsmíði í Hafnarfirði

Júlí námskeiðin hjá Gylfa

Júlí námskeiðin hjá Gylfa fara að byrja og eru nokkur pláss eftir.  Æfingarnar eru sniðnar að hverjum hóp fyrir sig og til að tryggja að hver og einn nái sem mestum árangri eru aðeins 8 manns saman í hóp.

Á námskeiðunum er farið yfir hvað hver og einn þarf að laga hjá sér og æfinganar settar upp frá því.

Námskeiðin eru fyrir alla hvort sem þú ert byrjandi eða keppandi í meistaraflokk, byrjendur læra grunnatriðin og lengra komnir fara í nákvæmari tæniatriði sem og undirbúning fyrir keppnir.

Tveir hópar eru í júlí og kennt er á mánudögum frá kl. 18-20 og 20-22, miðvikudaga frá kl. 18-20 og 20-22.

Lesa áfram Júlí námskeiðin hjá Gylfa

Fjölskylduafsláttur á árskortum

Eins og í fyrra bíður VÍK fjölskyldum afslátt á árskortum í brautir ef keypt eru fleiri en eitt kort. Allir sem kaupa fjölskyldukort þurfa að vera með heimilisfang á sama stað. Hafið samband við birgir@prent.is og leggjið inn pöntun.

Afslátturinn er veittur
við kaup af fleiri en einu korti:
Verðdæmi
Ef keypt eru 3 kort –
afsláttur af öllum kortum 10%
2 kort = 5 % afsláttur
3 kort = 10% aflsláttur
4 kort = 15% afsláttur
Stórt hjól 24.000 kr.
Lítið hjól 12.000 kr.
Lítið hjól 12.000kr.
Samtals 48.000 kr.
afsláttur -4.800 kr.
Þú greiðir 43.200