Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Sumarið að koma – árskort, bikarkeppnir og fleira

Hér eru línurnar voru settar fyrir sumarið. Ákveðið var kynna nýja opnunartíma brauta, verðskrá og fjórar bikarkeppnir.

Verðskrá:

  • Árskort stórt hjól 24.000 (smella til að kaupa)
  • Árskort lítið hjól: 12.000 (smella til að kaupa)
  • Dagskort í crossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
  • Dagskort í crossbraut fyrir utanfélgasmenn: 1.500 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 16-21
  • Fimmtudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Endúróbrautin er alltaf opin.

Opnunartímar í Álfsnesi

  • Mánudagar 16-21
  • Föstudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • lokað aðra daga

Dauður mótor á bílastæði, teyma verður hjólin að tilgreindu startsvæði.

Bikarkeppnir

Keppnisgjald 3.000, flokkum raðað í moto þegar skráning er ljós, reglur og tímalengd verður kynnt fyrir hvert mót.

  • Bolaalda – Mánudaginn 13. Júní
  • Álfsnes – Sunnudaginn 26. Júní.
  • Styrktarkeppni enduro 15. Júlí
  • Bolaalda – Mánudaginn 14. Ágúst.

 

Keppnisdagatal uppfært

Keppnisdagatal MSÍ 2011 hefur verið uppfært og eru komnar inn kvartmílu- og sandspyrnukeppnir.

Breyting verður á Moto-Cross dagskrá 4. umferð sem vera átti 6. ágúst, þessi keppni færist fram um viku til 30. júlí. um Verslunarmannahelgi.

kv.
Kalli

Hér er tengill á dagatalið

Krakkanámskeið VÍK í sumar

Krakkaæfingarnar sem VÍK stóð fyrir í fyrra munu halda áfram í sumar og verða með svipuðu fyrirkomulagi. Gulli og Helgi Már halda áfram með æfingarnar og eru bæði fyrrum nemendur velkomnir sem og nýjir. Hér eru nokkrir punktar um sumarið en nánari upplýsingar koma fljótlega.

  • Æfingar eru 2x í viku fyrir báða flokka kl 18:00 – 19:30 / Mánudaga og Miðvikudaga allt sumarið
  • Verð: 30.000.- á krakka (árskort innifalið). Sama verð í báðum flokkum.
  • Æfingar byrja 6. júní.
  • Alla fimmtudaga eftir Íslandsmót í MX er krakkakeppni í Bolöldu eða Álfsnesi, þá er brautin lokuð á meðan.

Skráning hefst í næstu viku hér á motocross.is.

Unglingalandsmótið verður á Egilsstöðum í ár

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Keppt er í 11 ólíkum greinum og hefur motocross verið ein af greinunum undanfarin ár.

UMFÍ hefur látið gera bækling um motocross-hlutann og er hann hér.

Gylfi með motocross námskeið í sumar

Gylfi

Gylfi Freyr Guðmundsson, fyrrum Íslandsmeistari í motocrossi, verður með motocross námskeið í sumar. Skráning í námskeiðin er byrjuð, um að gera að drífa sig að skrá sig því að það komast aðeins 18 manns að.

Skráning fer fram á www.mxn.is

Afreksíþróttir og framhaldsskóli

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur í samstarfi við íþróttakennara framhaldskólanna í Reykjavík unnið fræðslubækling um afreksíþróttir og framhaldsskóla. Tilgangurinn er að upplýsa ungt íþróttafólk og foreldra þess um helstu þætti sem taka þarf tillit til svo að íþróttaiðkun og nám fari sem best saman. Þess má geta að bæklingurinn var yfirfarinn af Menntamálaráðuneytinu.

Bæklinginn má nálgast hér.