Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

MXON í Sjónvarpinu á sunnudaginn

2009-red-bull-fim-mxon-logoÞáttur um ferð íslenska landsliðsins á Motocross of the Nations keppnina sem fram fór á Ítalíu í byrjun október verður sýndur í Sjónvarpinu næsta sunnudag kl. 14:25. Hvað er betra en að slaka á eftir bikarkeppnina og horfa á strákana okkar etja kappi við þá bestu í heimi.

Ný forsíðumynd

Viktor Guðbergsson landsliðsmaður í motocrossi er á forsíðunni að þessu sinni. Myndin er tekin á æfingu í Mantova fyrir MXoN á Ítalíu af Magnúsi Þ. Sveinssyni.

Stefnan tekin uppávið

img_5270
Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur kemur skilaboðum til sinna manna

Íslenska landsliðið í motocrossi er nýkomið heim frá Ítalíu eftir að hafa keppt á Motocross of Nations eins og lesendur síðunnar ættu að vita. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur þátt í keppninni en fyrsta skiptið sem Stefán er landsliðseinvaldur. Við slóum á þráðinn til Stefáns og spjölluðum aðeins við hann.

Sæll Stefán og velkominn heim. Hvernig er þetta ferli búið að vera?

Þetta byrjaði bara strax í ágúst þegar við völdum liðið og þá fór allt í gang. Við þurftum að útvega kostendur, flutning, flug, galla, límmiðasett og allt sem þessu fylgir þannig að við hittum keppendurnar og aðstandendur þeirra og skiptum með okkur verkum. Samstarftið gekk bara vel og þetta small allt.

Lesa áfram Stefnan tekin uppávið

Bandaríkjamenn vinna MXoN í tuttugasta sinn

Bandaríkjamenn unnu MXoN í fimmta sinn í röð og í tuttugasta skipti alls nú í dag. Mikil spenna var fyrir síðasta motoið þar sem Frakkar, Bandaríkjamenn og Ítalir áttu mesta möguleika, en óhöpp á startkaflanum og í þriðju beygju eyðilögðu vonir evrópubúanna.

Bandaríkjamenn sendu aðeins einn reyndan kappa í keppnina og svo tvo táninga en það kom ekki að sök, þeir keyrðu jafnast og hlutu 22 stig en Frakkar fengu 30 stig, Belgar urðu þriðju með 39 stig.

Roger DeCoster liðstjóri USA lyfti því Chamberlain bikarnum í tuttugasta sinn í dag, en hann hefur verið liðstjóri síðustu 25 ár eða svo.

Næsta keppni verður í Denver, Colorado í Bandaríkjunum eftir nákvæmlega eitt ár.

Ísland í 30.sæti á MXoN

icelandÍslenska landsliðið í motocrossi lenti í 11.sæti í B-úrslitum á Motocross of Nations í dag. Það voru 36 þjóðir sem kepptu á leikunum og því var lokaniðurstaðan 30.sæti.

Aron Ómarsson náði bestum árangri íslenska liðsins en hann endaði í 22.sæti af 39 keppendum í B-úrslitunum. Viktor Guðbergsson varð í 24.sæti og Gunnlaugur Karlsson var í 27.sæti en hann datt snemma í keppninni og vann sig vel upp.

Nánari lýsingar frá keppninni og myndir koma hér á vefinn síðar í dag.

Við minnum á beinu útsendinguna sem fer fram hér af A-úrslitunum.