Strákarnir okkar stóðu sig með prýði á Motocross of the Nations keppninni í dag og enduðu í 31 sæti sem dugar til þess að keppa í B-úrslitum á morgun. Eins og var búið að koma fram þá endaði Aron í 28 sæti en Viktor lenti í töluverðu basli eftir að hafa keyrt út úr beygju og fest u.þ.b. meter af plastdrasli í afturgjörðinni sem orsakði bremsluleysi að aftan og svo ofhitnaði frambremsan á mikilli notkun, þannig að 33 sætið var ágætt miðað við að vera nánast á bremsulausu hjóli. Gulli fór svo í Open Class flokkinn vitandi að Viktor hefði lent í þessu veseni og stóð sig eins og hetja þrátt fyrir að vera með töluverða pressu á bakinu. Hann endaði í 28 sæti og þar með var ljóst að Ísland verður með í keppninni á morgun en fjögur lönd þurfa að bíta í það súra epli að geta farið að pakka saman. Þessi árangur er mjög góður þar sem keppninni er að harðna með hverju ári og liðin sem við erum að berjast við hafa sýnt miklar framfarir og brautirnar verða rosalegri með hverju árinu. Nýjar myndir eru farnar að hlaðast inn á vefalbúmið.
Hér er listi yfir þá sem komust í a-úrslit