Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

Úrslit frá Belgíu

Landsliðið okkar hjólaði um helgina í Belgíu í undirbúningi fyir MXoN. Á laugardaginn æfðu þeir en tóku svo þátt í belgíska meistaramótinu á sunnudag. Aron og Gulli kepptu í MX1 og urðu í 23. og 24. sæti af 27 keppendum. Viktor var í 18. sæti af 19 keppendum í MX2. Allir af top 10 í GP-inu voru með í keppninni þannig að standardinn var hár. Fengu þeir um 25þúsund kall (130 evrur) hver í verðlaunafé sem fer beint í Seðlabankann.

Hér er frétt af MXLarge.com um keppnina.

Nú eru þeir á leiðinni til Ítalíu og komast þangað seinnipartinn í dag.

Námskeið til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Jói Kef verður með kennslu á Akureyri n.k Laugardag frá kl 16:00 til18:00.

Þetta er eins og síðastliðinn Laugardag til stuðnings strákanna okkar. Nú er ekki þörf á að skrá sig BARA AÐ MÆTA á staðinn. Verðið er, að venju, bara brandari kr 3.000.-  Norðanmenn og konur ættu að nýta sér þetta tækifæri og styðja við bakið á strákunum í leiðinni.

Svei mér þá ef strákarnir, Aron – Gulli og Viktor fara ekki að skulda Jóa, gott klapp á bakið. Jafnvel að þvo hjólið fyrir hann reglulega. 🙂

Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Kefarinn á kafi í útskýringum
Kefarinn á kafi í útskýringum

Jói Kef átti veg og vanda að námskeiðunum sem voru haldin í dag til styrktar strákunum okkar. Það var mikið fjör á námskeiðunum og eflaust sjá margir eftir því að hafa ekki skráð sig tímalega. Ég kíkti upp í Bolaöldu og í Þorlákshafnarbrautina og þar var allt að gerast. Ég hefði viljað vera í standi til að taka þátt í þessum kennslustundum 🙁 . Jói felldi niður námskeiðið í Mosóbraut og voru þar tvær ástæður, 1. Að brautin lokaðist vegna vatnavaxta og hin var sú að Viktor var upptekin við morgunverðarkornsstökk. Jóa og Gulla þótti ekki tiltökumál að bæta við á námskeiðin hjá sér enda engir aukvissar. Ég reif með mér imbavélina mína og smellti örfáum myndum.

Það er rétt að þakka Kefaranum fyrir þetta framtak, það er öruggt að STRÁKANA OKKAR munar um hverja krónu. Það er ekki hægt að segja að það sé ódýrt að fara erlendis þessa dagana.

Lesa áfram Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Bolir til styrktar Team Iceland

Team Iceland Bolir
Team Iceland Bolir

Nú er hægt að fá boli til styrktar Team Iceland sem fer á MXoN í októrber. Bolina er hægt að kaupa í Verslunini Moto. Það þurfa allir að eiga einn bol, bolirnir koma í stærðum XS, S, M, L, XL. Verð 3.500.-

Svo ef það er áhugi að fá boli í búðina ykkar og selja þá er það ekkert mál.

Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Jói Kef stendur fyrir kennsludegi n.k Laugardag. 12.09.09.

Þennan dag hefur hann skipulagt til að styrkja strákana okkar til keppni á MXON. 

Hér er frábært tækifæri fyrir alla þá sem vilja bæta sig sem hjólara og í leiðinni styrkja strákana sem eru að keppa fyrir Íslands hönd. Námskeiðin henta öllum.

Strákarnir eru. Gulli #111. Aron #66. Viktor #84.

Fyrirkomulagið er einfalt en framkvæmdin er frábær.

Kennslan verður í eftirfarandi brautum.

Lesa áfram Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Metþátttaka á MXoN

36 lið eru skráð til leiks á Motocross of Nations sem haldið verður á Ítalíu 3. og 4. okt. Þetta þýðir að nú verður ekki aðeins barist um að komast í A-úrslit heldur einnig í  B-úrslitin. Reglurnar eru þannig að 19 lið vinna sér sæti í A-úrslitum og 13 lið komast í B-úrslitin. Þannig að það þarf að ná 32.sæti til að komast í sunnudagsprógrammið.

Hér er keppendalistinn