Það er óhætt að segja að Motocross of Nations nálgist hratt. Til stendur að Ísland sendi lið á keppnina en í þetta skiptið verður hún haldin á Franciacorta brautinni við Brescia á Ítalíu þann 3. og 4.október n.k.. Ísland verður með keppnisnúmerin 88, 89 og 90 í keppninni þetta árið.
Ljóst er að allavega einn nýr keppandi verður í íslenska landsliðinu þar sem Valdimar Þórðarson hefur ekki keppt í Íslandsmótinu í sumar, spennandi verður að sjá hver það er. Staðan í Íslandsmótinu fyrir Álfsneskeppnina er eftirfarandi:
- Aron Ómarsson 150 stig
- Einar Sverrir Sigurðarson 128
- Gunnlaugur Karlsson 117
- Kári Jónsson 91
- Ragnar Ingi Stefánsson 83
Nú er rétti tíminn til að huga að flugmiðum á staðinn en Icelandair flýgur ekki beint til Mílanó nema út ágúst þannig það þarf að finna tengiflug. Hér er listi yfir helstu flugvelli í nágrenninu:
Motocross.is hefur verið boðið að vera með beina sjónvarpsútsendingu af keppninni með lýsingu frá staðnum á íslensku. Áhugasamir kostendur geta haft samband við vefstjóra. (mjög hagstætt verð í boði)
Fleiri upplýsingar um keppnina er hægt að nálgast á www.mxnations2009.com