Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

Landsliðið með límmiða til sölu

icelandLandsliðið í motocross hefur hafið fjáröflun fyrir ferðina til Ítalíu í október. Til sölu eru Team Iceland límmiðar og er þeir seldir á 1.000.-
Miðarnir eru auðvitað merktir landsliðsmönnunum og númerunum þeirra á MXoN:

  • ARON #88
  • VIKTOR #89
  • GULLI #90

Þeir verða seldir í Bolöldu um helgina og í Verslunini Moto næstu 3 vikur.

Kaninn með nýtt lið á MXoN

Bandaríkjamenn hafa unnið Motocross of Nations oftast allra þjóða og oftast verið með feykilega sterkt lið. Að þessu sinni eru tveir ungir nýliðar í liðinu enda hefur verið talsvert um meiðsli hjá toppökumönnum í sumar. Ivan Tedesco er sá eini sem hefur áður keppt í keppninni en hann tók þátt 2005 og 2006. Nýju ökumennirnir eru Jake Weimar og Ryan Dungey.  Dungey mun keppa í MX1 á 450cc hjóli en hann leiðir nú ameríkukeppnina í 250cc flokki.

Fróðlegt verður að sjá hvort ungu strákarnir þoli álagið.

Landsliðið tilkynnt – tveir nýliðar

Gunnlaugur Karlsson, annar nýliða í landsliðinu
Gunnlaugur Karlsson, annar nýliða í landsliðinu. Mynd: Kleó

Landsliðseinvaldurinn Stefán Gunnarsson hefur tilkynnt landslið Íslands í samráði við stjórn MSÍ til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram á Ítalíu dagana 3. og 4. október.

Eftirfarandi ökumenn keppa fyrir Íslands hönd á MX of Nations 2009:

Aron Ómarsson #66 á Kawasaki KX-F450 mun keppa í MX-1 flokki með númerið 88, Viktor Guðbergsson #84 á Suzuki RM-Z 250 mun keppa í MX-2 flokki með númerið 89 og Gunnlaugur Karlsson #111 á KTM  SX-F 505 mun keppa í MX-Open flokki með númerið 90.

Einar Sigurðarson sem er í öðru sæti til Íslandsmeistara í motocross gaf ekki kost á sér í liðið að þessu sinni og sagði í spjalli við motocross.is að hann vildi hleypa yngri ökumönnum að eftir að hafa keppt undanfarin tvö ár í MXoN.

Lesa áfram Landsliðið tilkynnt – tveir nýliðar

MXoN nálgast

mxon_logo.jpgÞað er óhætt að segja að Motocross of Nations nálgist hratt. Til stendur að Ísland sendi lið á keppnina en í þetta skiptið verður hún haldin á Franciacorta brautinni við Brescia á Ítalíu þann 3. og 4.október n.k.. Ísland verður með keppnisnúmerin 88, 89 og 90 í keppninni þetta árið.

Ljóst er að allavega einn nýr keppandi verður í íslenska landsliðinu þar sem Valdimar Þórðarson hefur ekki keppt í Íslandsmótinu í sumar, spennandi verður að sjá hver það er. Staðan í Íslandsmótinu fyrir Álfsneskeppnina er eftirfarandi:

  • Aron Ómarsson 150 stig
  • Einar Sverrir Sigurðarson 128
  • Gunnlaugur Karlsson 117
  • Kári Jónsson 91
  • Ragnar Ingi Stefánsson 83

Nú er rétti tíminn til að huga að flugmiðum á staðinn en Icelandair flýgur ekki beint til Mílanó nema út ágúst þannig það þarf að finna tengiflug. Hér er listi yfir helstu flugvelli í nágrenninu:

  • Bergamo Orio al Serio Airport,  38 km

    voila_capture11b
    Nokkrir flugvellir á Norður-Ítalíu
  • Brescia Montichiari Airport – Gabriele D’Annunzio, 35 km
  • Milano Linate Airport, 80 km
  • Verona Villafranca Airport – Catullo, 75 km
  • Milano Malpenza, 125 km

Motocross.is hefur verið boðið að vera með beina sjónvarpsútsendingu af keppninni með  lýsingu frá staðnum á íslensku. Áhugasamir kostendur geta haft samband við vefstjóra. (mjög hagstætt verð í boði)

Fleiri upplýsingar um keppnina er hægt að nálgast á www.mxnations2009.com

Myndir frá MXoN

Lolla var auðvitað á MXoN og smellti af örfáum myndum. Hér er afraksturinn..