Grafíkin á íslensku hjólunum á MXoN hlaut rosalega athygli. Nú getur þú fengið nákvæmlega sömu grafík og íslenska landsliðið var með á hjólið þitt. Motographx er fyrirtæki í USA sem sérhæfir sig í mótorhjólagrafík og þeir redduðu íslenska liðinu grafíkinni á mettíma fyrir keppnina. Þú getur sem sagt fengið settið á hvaða
hjólategund sem er og valið þitt eigið nafn og númer. Sendu fyrirspurn á keith@motographx.com (á ensku) og skoðið heimasíðunna þeirra á www.motographx.com.
Nánari myndir af hjólunum eru á vefalbúminu og fleiri munu birtast fljótlega.
Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN
Fréttir af Motocross of Nations
MXON Úrslit
Bandaríkjamenn sigruðu MXON í ár á heimavelli. Númer tvö urðu Frakkar og þriðju urðu Belgar. Strákarnir okkar sluppu ekki í A flokk, en stóðu sig mjög vel engu að síður. Staðan á strákunum var sú að Valdimar varð 19. Einar no 22 og Aron 24. Vel gert strákar !
Skoðið stöðuna nánar hér.
Budds Creek
Frá Binna – Dagur 4-5
Það var frí hjá okkur á mánudaginn, því notaður tíminn og verslað. Kíktum í King of Prussia sem er huge mall, þar missti sá rauði sig allveg og breytist í tísku drottningu og verslaði fyrir allan peninginn og meira til. Hins vegar hefur enginn hjólaverslun orðið á vegi okkar ennþá ….því þær eru engar ! Fólk verslar á netinu hér, en spurning hvort það verði einhverjar á Bud´s Creek ?
Valdi KALDI !
mælir með Leatt brace. >>
USA
Íslenska liðið er búið að koma sér fyrir í æfingarbúðum í USA. Hjólað var aðeins í gær og hjólin tilkeyrð. Í dag fórum við í litla braut hérna í nágrenninu, en á morgun förum við og keppum í Englishtown í NJ.
Allt gengur vel og stefnir i spennandi daga fram að MXoN.
Kv Team Iceland
Lesa áfram USA
Stöð 2 í hádeginu
Fyrir þá sem vilja sjá blaðamannafund MSÍ frá MXON í gær, kíkið þá á Stöð 2 í hádeginu, kemur í íþróttafréttum. Fyrir þá sem missa af þessu í hádeginu, kemur þetta vonandi í kvöld líka í íþróttafréttum.
Lesa áfram Stöð 2 í hádeginu