Þessi mynd var tekin í Leifstöð í gær af hluta af hópnum skömmu áður en þeir fóru í flug. Enn og aftur … gangi ykkur vel og megi Guð gefa ykkur fulla ferð áfram og engar bremsur 😉
Smellið á myndina til að stækka.
Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN
Fréttir af Motocross of Nations
Haldið til Ameríku
Aron Ómarsson #111, Kawasaki KXF 250
Valdimar Þórðarson #110, Yamaha YZF450
Umfjöllun í Blaðinu
Í blaðinu í dag er fín umfjöllun um strákana okkar sem eru að fara á Motocross des Nations, eða eins og segir þar:
Nýstofnað landslið Íslands í mótocrossi heldur í kvöld áleiðis til Maryland í Bandaríkjunum en þar fer fram eftir rúma viku ein helsta alþjóðlega keppni ökuþóra á mótorkrosshjólum, Motocross des Nations. Þrír kappar keppa þar fyrir landsins hönd og ætla sér langt. … sjá grein
Lesa áfram Umfjöllun í Blaðinu
Vélhjóladeild Þórs styrkir landsliðið
Vélhjóladeild Þórs í Þorlákshöfn ákvað að styrkja landsliðið sem er að fara á MXON á fimmtudaginn, fengum við þá félaga í heimsókn til okkar í gærkvöldi.
Þar voru þeim afhent árskort í Motocrossbrautina í Þorlákshöfn og þar sem Valdi er heiðursfélagi í Vélhjóladeild Þórs fékk hann einnig fjárstyrk frá okkur. Við óskum þeim góðs gengis í keppninni og góðrar ferðar út til Ameríku.
Stjórn vélhjóladeildar Þórs Þorlákshöfn
Lesa áfram Vélhjóladeild Þórs styrkir landsliðið
Límmiðar til sölu á netinu
Landsliðið þakkar góðar móttökur á límmiðasölunni um helgina og nú geta allir hinir fengið miða líka. Byrjað er að selja miðana í Moto, Nítró og á mxsport.is
Lesa áfram Límmiðar til sölu á netinu
Frá Kára Jónssyni
Frá Kára Jónssyni #46, Íslandsmeistara síðustu tveggja ára í enduró meistaradeild
Því miður verð ég að láta mér nægja að vera áhorfandi á lokamóti sumarsins í enduro og mótokrossi. Mér tókst að brjóta á mér hægri löppina í júlí og er enn í gifsi, sem fer ekkert sérstaklega vel á mótorhjóli. Fyrir lokakeppnina er ég efstur að stigum og verð því að sætta mig við að verja ekki íslandsmeistaratitilinn í þetta sinn.
TM 250 hjólið sem ég keppti á í sumar er langbesta TM hjólið sem ég hef átt og átti ég bara eftir að ná meiru út úr því.
Ég hef heyrt að brautin sé krefjandi og skemmtileg með mörgum erfiðum enduro þrautum sem er eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af.
Ég vil þakka styrktaraðilum mínum, JHM Sport, TM Racing, Merrild, Pepsi Max, Orkuverinu, Garmini og Goða fyrir frábæran stuðning og skilning á mínum aðstæðum. Auk þess vil ég vil þakka þeim sem ég hef keppt við í sumar góða og drengilega keppni og hlakka til að óska nýjum Íslandsmeistara til hamingju með titilinn.