Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

Fyrsta landslið Íslands í motocrossi valið

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) hefur valið fyrsta landsliðið í motocrossi sem mun taka þátt í Motocross of Nations í Bandaríkjunum í 22. og 23. september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir landslið í akstursíþróttum útfyrir landssteinana en MSÍ fékk í vor inngöngu í Alþjóðlega mótorhjóla og snjósleðasambandið FIM.
Motocross of Nations er stærsta motocrosskeppni sem keppt er í. Þykir mikil viðurkenning að sigra keppnina en keppt í 3 flokkum og er einn keppandi í hverjum flokki. MX1 er flokkur 450cc hjóla, MX2 er flokkur 250cc hjóla og svo er opinn flokkur.

Eftirfarandi keppendur voru valdir:

MX1 Valdimar Þórðarson á Yamaha hjóli
MX2 Aron Ómarsson á KTM hjóli
Open Einar Sverrir Sigurðarson á KTM hjóli

Liðsstjóri er Hákon Orri Ásgeirsson

Heimasíða hefur verið opnuð fyrir liðið og Motocross of nations. Lénið er http://mxon.motocross.is

Ferð á MXON

Motocross of Nations verður haldin á Budds Creek brautinni í Maryland fylki Bandaríkjanna dagana 22. og 23. september 2007. Ísland sendir í fyrsta skipti lið til þátttöku og verður spennandi að sjá hvernig því gengur.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að mæta og horfa á keppnina þá eru hér upplýsingar fyrir þá. Í stuttu máli þá mælum við með að menn kaupi sér flugmiða með Icelandair og komi sér sjálfir í bílaleigubíl að brautinni.
Hægt er að fá miða inná keppnina sjálfa á netinu eða í gegnum MSÍ.

Lesa áfram Ferð á MXON

Ný könnun um MXON

Verið er að kanna áhuga manna á að fara til Budds Creek í USA til að horfa á íslenska landsliðið í motocrossi etja kappi við allar helstu hetjur heimsins í motocrossi. Keppnin er Motocross of Nations og fer hún fram dagana 22. – 23. september 2007.
MSÍ er að vinna með Icelandair um að setja upp pakka fyrir Íslendinga sem vilja fara út og horfa á keppnina. Um er að ræða ferð frá fimmtudegi (eða föstudegi) kl. 17:00 og farið heim á mánudegi kl. 20:00 og lent á Íslandi á þriðjudagsmorgni klukkan 6. Í fyrstu má reikna með að flugmiði og aðgangsmiði á helgina kosti um 70 þúsund en það á eftir að koma betur í ljós – því fleiri þeim mun betra verð. Reiknað er með að gist verði í tjaldi á mótssvæðinu og kannað verður með að leigu á rútu fyrir hópinn ef næg þátttaka fæst.

Vinsamlega takið þátt í könnuninni hér vinstra megin á síðunni.
Lesa áfram Ný könnun um MXON

Landsliðsfundur hjá MSÍ

MSÍ hélt í gær fyrsta landsliðsfundinn sem undirbúning fyrir Motocross of Nations. Mættir voru þeir 10 sem valdir voru um daginn í hópinn og rætt var um framkvæmd og ýmislegt annað sem viðkemur vali á landsliðinu.
Ljóst er að 7 manns munu detta úr hópnum og mun það skýrast smátt og smátt fram að keppninni sjálfri sem haldin verður í USA 22. og 23. september.

Kynntur var

Lesa áfram Landsliðsfundur hjá MSÍ

Bandaríkin sigruðu MXON

Bandaríkamenn sigruðu Motocross of nations þrátt fyrir að hafa ekki unnið eitt einasta móto um helgina. USA varð sigursælasta lið sögunnar í Mxon, en sá sem stóð sig einna best var Stefan Everts, en hann var sá eini sem vann tvöfalt. Lið USA var firnasterkt og það var aðeins í einu mótoi sem þeir náðu ekki á pall, en það var Ivan Tedesco sem klikkaði í síðasta mótoinu. Það voru Carmichael, Stewart og Tedesco sem skipuðu Bandaríska liðið, en þeir höfðu 7 stiga forystu á Belgíu sem var í öðru sæti. Belgíska liðið var skipað af Everts, Ramon og Strjibos. Nýsjálendingar höfnuðu svo í þriðja.
Lesa áfram Bandaríkin sigruðu MXON

Myndir frá MX des Nations 2005

Milljón myndir frá Motocross des Nations keppninni eru komnar inn á www.supersport.is