Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

26-27-28

Strákarnir okkar röðuðu sér í 26, 27 og 28 sætin af 37 keppendum í B-úrslitunum í morgun. Nánari fréttir af þeim síðar í dag.

Sæti Nr Nafn Land Teg Tími Hr eftir 1. eftir næsta Besti hringur
26 88 Viktor Gudbergs ISL Suz 35:02.5 16 -2 laps -1 lap 2:04.2
27 89 Eyþór Reynis ISL Hon 35:10.5 16 -2 laps 0:07.9 2:04.9
28 90 Kári Jónsson ISL Suz 35:29.2 16 -2 laps 0:18.6 2:02.4

Nánari úrslit hér Lesa áfram 26-27-28

B úrslit !

Það er allt að gerast í herbúðum Team Íslands hér í frakklandi. Við erum lúnir og þreyttir eftir daginn en Jonni.is er með okkur hér að taka myndir og fleira. Beinn linkur á frétt frá Jonna hér: Laugardagurinn

MXON

Uppfært:
Viktor í 28. sæti í MX1
Eyþór í 29. sæti í MX2.
Kári í 30. sæti í MX Open.
Strákarnir okkar að standa sig og eru komnir í B úrslitin.
 
 
 
Sjá má niðurstöður úr tímatökunum á tenglinum. 
 
Kári að keyra í þessum skrifuðu orðum.

Allt gott að frétta í Saint Jean d´Angely!

Við komum á keppnistaðinn í gær fimmtudag við byrjuðum á því að sækja miðana inná svæðið og þurftum svo að bíða í eða um 5 tíma til að komast inná svæðið. Gærkvöldið fór í að koma okkur fyrir í pittinum.

Dagurinn í dag byrjaði uppúr kl 9 þegar allt gengið fór í að skipta um plöst á hjólunum, líma límmiða á hjólin, skipta um loftsíur og gera allt klárt fyrir skoðunn sem var frá 11-18. Uppúr kl 2 var allt klárt á TeamIceland og kominn tími til að drífa hjólinn í gegnum skoðunn. Eyþór var fyrstur í gegnum skoðunn og fór beint í gegn,
Lesa áfram Allt gott að frétta í Saint Jean d´Angely!

Góðar móttökur í Frakklandi

Vefstjóri heyrði í Reyni Jónssyni, pabba Eyþórs, nú rétt í þessu. Voru þeir að klára æfingu í flottri braut nærri St. Jean d’Angely keppnisbrautinni sem heppnaðist mjög vel. Í gær kíktu þeir á keppnisbrautina sem er hörð og hröð og leist vel á aðstæður. Ekki máttu þeir æfa í brautinni svo hófst þá leitin að nýrri braut. Það gekk nú ekki vel en á lokum fundu þeir bónda á traktor sem benti þeim á braut inní skóginum. Sú braut var alveg frábær með svipuðum jarðvegi og í keppnisbrautinni og einnig stórum stökkpöllum. Reyndar sprakk þrisvar á hjólinu hjá Eyþóri en samt náðu þeir að stilla fjöðrun og annað eins og stefnt var að.

Veðrið er frábært á svæðinu og ekki var leiðinlegt hversu góðar mótttökur þeir fengu. Portúgalska liðið var einnig að æfa þarna og þegar leið á daginn var mikill fjöldi af heimamönnum á svæðinu að forvitnast og dást að útlendingunum. Var eitthvað skrifað af eiginhandaáritunum og einhverjir keyptu jafnvel landsliðstreyjur á uppsprengdu verði.

Motocross of Nations á Úrillu Górilluni

Þeir sem hafa ekki tök á því að skella sér til Frakklands að horfa á Motocross of Nations geta skellt sér á Úrillu Górilluna, Stórhöfða 17 fyrir neðan Nings næstu helgi.

Strákarnir á Úrillu Górilluni ætla sýna bæði frá Laugardeginu og Sunnudeginum og verða tilboð á barnum á meðan keppnini stendur. Ekki missa af skemmtilegustu keppni ársins !
Lesa áfram Motocross of Nations á Úrillu Górilluni