Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Skráning hefst hér með í styrktarkeppni fyrir íslenska landsliðið sem mun keppa á Motocross of Nations í Frakklandi  17 og 18 September.

Keppnin verður haldin í hinni frábæru braut á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.
Lesa áfram Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Hópferð á MXoN

Icelandair býður uppá ferð til Frakklands á MXON á 64.100.- á manninn (flug fram og til baka)

Hægt er að gista á tjaldsvæði við keppnina, annað hvort að leigja húsbíl eða taka tjaldið með.

Hægt er að hafa samband við Klöru Jónsdóttir í JHMSport ef þið ætlið að panta ykkur flug (þarf að gerast fyrir 18:00 á mánudag).

Hér er svo listi yfir alla keppendur. Viktor verður númer 88, Eyþór númer 89 og Kári númer 90.

Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Já það er komið að skemmtilegustu keppni ársins sem er styrktarkeppni fyrir Íslenska landsliðið í Motocross sem keppir á Motocross of Nations í Frakklandi  17&18 September.

Keppnin verður haldin í nýuppgerði braut Selfyssinga á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

  • MX Open: Opinn flokkur MX1-MX2-Unglingaflokkur
  • MX85 + kvenna: Mx kvenna – 85kvk – 85 KK
  • MX B: Bestu úr 85cc KK, +40
  • C Flokkur: Fyrir þá sem eru að keppa í fyrsta skipti
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Lesa áfram Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Yfirlýsing frá KKA vegna vali á landsliði í MXON

Stjórn KKA vill koma að athugasemdum við val á liði sem á að fara á Motocross of Nations í Frakklandi.

KKA – Akstursíþróttafélag

Akstursíþróttafélag vélsleða- og véhjólamanna á Akureyri
e mail: th@ALhf.is
Vættagili 24, 603 Akureyri
sími: 892 9806, 460 9800, fax. 460 9801

Yfirlýsing stjórnar KKA vegna vals í landslið Íslands í MX

birt á vef KKA og send stjórn MSÍ f.h. valnefndar og liðstjóra

Á vef MSÍ kemur fram val á mönnum í landslið Íslands fyrir Motocross of Nations 2011, sbr. http://msisport.is/pages/frettir/;jsessionid=5C82D609B52ADD269249965B3E2 B7743?iw_content_rs_url=%2Fcontent%2Ffiles%2Fcms%2Farticle%2F2011 %2F08%2F20110804-0922.article .

Stjórn MSÍ skipaði Gunnlaug Karlsson liðstjóra landsliðsins ennfremur samþykkti stjórn MSÍ að skipa Karl Gunnlaugsson og Stefán Gunnarsson til að velja landslið í samráði við Gunnlaug til að keppa á Motocross of Nations þann 17. og 18. sept. n.k. í Frakklandi.

Lesa áfram Yfirlýsing frá KKA vegna vali á landsliði í MXON

Landsliðið valið

Stjórn MSÍ samþykkti á stjórnarfundi 25.07.2011 að Gunnlaugur Karlsson tæki við liðstjórn landsliðs MSÍ fyrir Motocross of Nations, einnig var samþykkt á sama stjórnarfundi að Karl Gunnlaugsson og Stefán Gunnarsson myndu f.h. MSÍ velja landslið í samráði við Gunnlaug til þáttöku í Frakklandi 17. og 18. September eftir 4. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross.

Landsliðþjálfarinn Gunnlaugur Karlsson hefur tilkynnt lið Íslands í samráði við stjórn MSÍ til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram í Frakklandi dagana 17. og 18. september.

Eftirfarandi ökumenn keppa fyrir Íslands hönd á MX of Nations 2011:

MX1 – Viktor Guðbergsson / Suzuki
MX2 – Eyþór Reynisson / Honda
MX Open – Kári Jónsson / TM Racing
Liðstjóri: Gunnlaugur Karlsson

Lesa áfram Landsliðið valið

Mxon video

Monster Energy – Mx of Nations 2010 from Mike Neale on Vimeo.