Eftir miklar hremmingar við að útvega keppnishjól fyrir MXoN hefur landsliðið loksins náð að ganga frá hjólamálum. Strákarnir munu allir keyra á Kawasaki eftir að liðið komst í samband við Kawasaki söluaðila í Denver sem útvegar þeim keppnishjól og ýmislegt fleira.
Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN
Fréttir af Motocross of Nations
Landsliðið komið út
Íslenska landsliðið er komið á áfangastað í Colorado eftir 15 tíma ferðalag. Liðið gistir hjá fólki sem er með tvær einkabrautir í garðinum hjá sér, eina supercrossbraut og aðra motocrossbraut. Í dag sækja þeir hjólin sín og byrja æfingar og stillingar á græjunum.
Fylgist með landsliðinu á Facebook
Þakkir frá Landsliðinu
Íslenska landsliðið í motocross sem fer á MXON í september vill koma á framfæri kæru þakklæti til VÍK og allra þeirra sem með einum eða öðrum hætti komu að framkvæmd styrktarmótsins í Álfsnesi um síðustu helgi. Mótið tókst í alla staði mjög vel, brautin frábær, veðrið gott og allir í góða skapinu. Alls aflaði mótið kr. 244.000 í styrk fyrir landsliðið, sem án efa á eftir að koma í góðar þarfir í því stóra verkefni sem framundan er.
Nú hefur landsliðið sett upp vefsvæði á Facebook, þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála á undirbúningstímanum og einnig á meðan á ferðinni til Denver stendur. Slóðin er
http://www.facebookcom/#!/mxon2010teamiceland
Kveðja Stefán, landsliðseinvaldur
Frábær MXoN styrktarkeppni í Álfsnesi í dag
Það varð enginn fyrir vonbrigðum sem mættu í keppnina í Álfsnesi í dag. Sól, nánast logn og brautin í frábæru standi. Garðar var búinn að keyra yfir 100 þús. lítra af sjó og vatni í brautina og tók síðustu keyrslu eldsnemma í morgun. Brautin gat því tæplega verið betri. Yfir 60 keppendur voru skráðir til keppni í nokkrum flokkum, Heiðursmannaflokkurinn var nýjung og gaman að sjá nokkra spræka á besta aldri taka þátt þar. Keyrð voru tvö moto í hverjum flokki og allt gert til að jafna bilið á milli keppenda. Lesa áfram Frábær MXoN styrktarkeppni í Álfsnesi í dag
Skráning hafin í MXoN Bikar/styrktarmótið
Uppfærsla:
Þeir sem ekki eiga tímatökusenda!!!! Nítró – MSÍ lána okkur senda í þetta mót.
Verðum með þá á staðnum, Engin vandamál. Engin greiðsla.
Skráning fram að miðnætti Föstudagskvöld.
Veitt verða sér verðlaun fyrir FLOTTASTA búninginn, að mati keppnisstjórnar.
Heiðurmenn eiga séns á að skrá sig á staðnum.
______________________________________________________________________________
Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á laugardaginn á Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.
Hér eru flokkarnir sem keppt verður í
- Mx Open: MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
- Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
- Mx B: Bestu úr 85cc KK, Unglingaflokkur, +40 )
- H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.
Keppnin fer fram á laugardaginn milli klukkan 10 og 15. Hver flokkur keppir í 2 X 12 mín. Keppnisgjald er 4.000 á mann óháð stærð eða aldri.
Í lokin verða öllum keppendum boðið að vera með í „Tvímenningsmoto“. Keppnisstjórn velur tvo saman í lið, vanan og óvanan, og hjóla þeir í 45 mínútna keppni. Hver keppandi hjólar tvo hringi og svo er skipt.
Fréttatilkynning frá Aroni Ómarssyni
Ástæðan fyrir ákvörðun minni um að fara ekki út með landsliðinu þetta árið er ekki mjög flókin. Ástæðan er einfaldlega sú að ég er nýbúin að ráða mig í vinnu og er um leið að hefja dýrt nám, og vil því ekki setja mig í þá stöðu að eiga þá hættu á að bæta við mig reikningum sem gætu skapast eftir ferðina. Ég er búin að fara í síðustu þrjú skipti á Mxon fyrir hönd Íslands, og er það mín reynsla að þó svo að búið sé að safna styrktarfé fyrir ferðinni að þá er alltaf eitthvað sem hefur þurft að taka úr eigin vasa. Ákvörðun mín ákvarðast þó ekki eingöngu vegna þessa þó svo að það spili vissulega inní, þar sem að nú þegar er búið að gera kostnaðaraáætlun fyrir ferðina og er nú þegar nánast komið nógur peningur sem ætti að geta sent allt liðið út nánast að kostnaðarlausu. Ég hef ávallt lagt allt í sölurnar fyrir sportið, hætti í skóla 16 ára til fara að vinna og safna fyrir æfingarferðum til útlanda og öðru slíku og ég held að fæstir geri sér grein fyrir því hvað ég hef lagt mikið á mig til að ná þeim árangri sem ég hef náð. Lesa áfram Fréttatilkynning frá Aroni Ómarssyni