Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Landsliðið fyrir MXoN hefur verið valið

Gunnlaugur Karlsson liðstjóri Íslenska landsliðsins í Motocross hefur valið liðið í samráði við Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) sem mun taka þátt í Motocross of Nations í Lommel, Belgíu 29. og 30. september.
Motocross of Nations er stærsta motocrosskeppni sem keppt er í. Þykir mikil viðurkenning að sigra keppnina en keppt er í 3 flokkum og er einn keppandi í hverjum flokki. MX1 er flokkur 450cc hjóla, MX2 er flokkur 250cc hjóla og svo er opinn flokkur.

Liðið samanstendur af tveimur stigahæstu keppendunum í MX-Open og þeim stigahæsta í MX2 og því þrír sterkustu ökumenn landsins í dag.

Eftirfarandi keppendur voru valdir:

MX1 Viktor Guðbergsson
MX2 Ingvi Björn Birgisson
Open Sölvi Borgar Sveinsson

Bolaaldan sérlega góð í dag!

Garðar var að hringja og segir brautina vera í frábæru standi. Það rigndi lítillega í gær og í nótt. Núna er verið að laga til og grjóthreinsa. Í augnablikinu er logn og blíða á staðnum og frábærar aðstæður sem er um að gera að nýta. Brautin opnar stundvíslega kl. 16 eins og alla daga. Have fun!

Bolaöldubraut nývökvuð og í toppstandi

Var að tékka á Bolaöldunni og þar er búið að vökva hressilega tvisvar sinnum í dag, logn og sólskin. Húsið er hreint og klárt en Aron kann ekki á kaffivélina ennþá. Þetta er brautin í dag!

Bolaöldusvæðið í flottu standi.

Garðar vill koma því á framfæri að brautir og slóðar eru í flottu standi.

Búið er að vinna í stóru brautinni í dag og grjóti komið sem lengst í burtu. Það er flottur raki í bæði brautum og slóðum enda hafa skýin verið að hlífa svæðinu fyrir sólinni undanfarna daga. Flott aðsókn var á svæðið í gær og verður brautin opin næstu daga. Einnig má hafa samband við Garðar í S:866 8467 til að ath með opnun á morgnana.

Brautirnar verða opnar alla virka daga frá 16:00 – 21:00, helgar 10:00 – 18:00  á meðan veðrið leyfir.

Brautarstjórn

Akrabraut lýtur frábærlega út fyrir keppnina

Brautin

Skagamenn eru búnir að vera að vinna við brautina svotil stanslaust frá því á miðvikudag. Miðað við þær myndir sem ég sá á FB síðunni þeirra þá er brautin geggjuð. Heyrði í einum félagsmanni sem sagði ef að vökvað væri meira þá yrði þetta muddrace.

Hvet alla sem vetlingi geta valdi til að mæta á Skagann og sjá frábært íþróttafólk takast á í flottri braut.

Bolaöldusvæðið.

Garðar og co vilja koma eftirfarandi á framfæri:

Brautirnar er í pottþéttu ásigkomulagi og flott rakastig, slóðarnir er allir mjög góðir og veðrið er loksins orðið gott fyrir okkur hjólafólkið. Húsið er opið ef starfsmenn eru á svæðinu og þá er kaffið vanalega ekki langt undan. Brautirnar eru opnar í allan dag og um helgina. Nú er bara að rífa fram tugguna og hjóla af sér afturendann.

Brautarstjórn.