Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Akstur utanvega í kringum MotoMos er stranglega bannaður

MotoMos vill árétta að allur akstur fyrir utan svæði MotoMos sem er ekki á viðurkenndum vegum eða slóðum er stranglega bannaður.  Upp á síðkastið hafa borist miklar kvartanir hjá nágrönnum okkar og hafa einstaklingar verið að hjóla norðanmegin við brautina (nær Esjunni) öllum stundum og fyrir stuttu var umferð ökutækja á þessu svæði til rúmlega miðnættis.  Fyrir vikið er formleg kvörtun komin í gang í kerfið hjá bænum sem getur haft áhrif á starfsleyfi brautarinnar og sett framtíð hennar í hættu.  MotoMos er búið að eyða miklu púðri í svæðið og nemur fjárfestingin tugum milljóna síðustu árin og væri það einstaklega súrt í broti ef þeirri fjárfestingu yrði sópuð til hliðar með lokun brautarinnar einfaldlega þar sem nokkrir óforskammaðir aðilar virða hvorki lög né reglur og láta almenna skynsemi víkja til hliðar fyrir stundar gamani.  Þó ekki sé hægt að ætlast til að MotoMos beri ábyrgð á ökumönnum utan svæðisins, þá beinast allar kvartanir að þeirri starfsemi sem félagið stendur fyrir á svæðinu. Lesa áfram Akstur utanvega í kringum MotoMos er stranglega bannaður

Breytt dagskrá fyrir Suzuki bikarmótið á morgun

Það kom berlega í ljós smá annmarkar á dagskránni sem keyrt var eftir í fyrstu umferðinni í Suzuki bikarmótaröðinni og nú hefur það vonandi verið lagað.  Helstu breytingarnar eru að „Nýliðar/búðingar“ fá líka tímatöku/upphitun í brautinni og eru þeir fyrstir á dagskrá.  Dagskráin lengist lítillega en hún gerði það hvort sem er þar sem þess þurfti við á Selfossi.  Hér er svo dagskráin sjálf. Lesa áfram Breytt dagskrá fyrir Suzuki bikarmótið á morgun

Bolaöldubrautir OPNA KL 17:00 í dag!!!! Fullkomið rakastig.

Bolaöldubraut um miðnætti í gær.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á stóru brautinni,  biðjum við ofurfríska hjólara að taka a.m.k einn rólegann skoðunarhring áður en jólagjöfin er sett í botn. M.a sem gert var: dropppallur, lengdir pallar, lækkaðir pallar, fjarlægðir pallar, hólar, vúbbsar, öldur, brattari lendingar, breikkun.  Allskonar bull í gangi.

Unglinga / byrjenda-brautin hefur líka fengið gagngera yfirhalningu nú verður hún keyrð í öfuga átt. Þar viljum við biðja foreldra að gefa smá af tíma sínum, rétt á meðan krakkarnir hjóla, labba um brautina hreinsa steina og það sem til fellur. Best væri að hreinsa alla steina meðfram brautinni líka til að ekki komi upp óhapp við útaf akstur hjólakappanna.

Munið eftir miðunum, enginn miði eða árskort á hjóli er brottvísun og langt bann.

Brautarstjórn Lesa áfram Bolaöldubrautir OPNA KL 17:00 í dag!!!! Fullkomið rakastig.

Sáningu lokið í kringum brautina, barnabrautin tilbúin og starfsmenn hafið vinnu í sumar

Frá sáningu í dag sem sprautuð var á þar til gerðum bíl

MotoMos hefur nýlega lokið sáningu í kringum alla brautina og fyrir vikið eru ALLIR ökumenn beðnir um að virða þær hjáleiðir sem búið er að gera í brautinni en ekki að æða út úr brautinni hvar sem þeim þóknast eða dettur í hug.  M.ö.o. bannað er að fara út úr brautinni nema á þar til gerðum stöðum.  Með þessari sáningu myndast binding í jarðveginn í kringum brautina og ætti að minnka allt ryk ásamt að svæðið verður fallegra á að horfa þegar grasið fer að spretta.  MotoMos hefur komið upp ágætis barnabraut sem er fín 65/85cc braut og ættu allir krakkar að geta skemmt sér vel í henni.  Vökvunarmál eru í brennidepli þessa dagana í þessari þurrkatíð og til þess að bæta það, að þá hefur félagið sett upp stórar brunaslöngur sem eiga að bæta upp á það sem á vantar í vökvun á brautinni.  Með þessu vonast félagið til að geta vökvað með góðu móti um 90-95% af brautinni.

Lesa áfram Sáningu lokið í kringum brautina, barnabrautin tilbúin og starfsmenn hafið vinnu í sumar

MotoMos vökvuð hressilega á morgun – opnar kl.13

Ótrúlegt en satt, júní rétt byrjaður og þurrkur orðin eitt helsta vandamál í öllum brautum á suðvesturhorninu eins og er.  En þrátt fyrir það að þá ætlar MotoMos að reyna við að vökva brautina þokkaleg svo hægt verði að hjóla í einhverjum brautum hér á suðvesturhorninu í þessari blíðu.  Balli sprautari vökvaði í dag og ætlar að mæta aftur snemma í fyrramálið til að vökva á morgun hressilega rétt áður en við gerum ráð fyrir að opna svo hjólamenn geti hjólað við þokkalegar aðstæður.  Við ætlum nokkrir að mæta rúmlega 12 á morgun og týna úr brautinni steina, allir velkomnir að týna, og síðan mun Balli láta dæluna ganga eins og tankarnir þola og vökva eins mikið og hægt er.  Brautin verður svo opin fyrir fólk kl.13 og vonumst við til að sjá sem flesta þar sem ástand brauta er vægast sagt þurrt þessa daga og ekkert í kortunum sem segir að þetta sé að breytast á næstunni.

Að öðrum málum að frétta að þá mun MotoMos fá kurl til að setja í brautina og mun sú vinna hefjast í næstu viku.  Er það von MotoMos að með kurlinu verður auðveldara að viðalda raka í brautinni og breyti upplifun ökumanna við að keyra.  Þetta verkefni er langtíma verkefni en á næstum 3 – 5 árum að þá mun MotoMos setja um 60-70 rúmmetra af kurli á hverju ári í brautina í þeirri von að blöndun þess við núverandi efni geri brautina betri hvað raka og þurrk varðar.

Opnun AÍH motocross brautar

Næst komandi laugardag, 9. júní, kl. 12 verður AÍH motocross brautin við Krísuvíkurveg (Rallýcrossbrautin) opnuð. Um er að ræða um 700 metra langa æfingarbraut og verður frítt í brautina þann daginn. Einnig verða pylsur og gos. Endilega koma og láta sjá sig, skoða brautina og hitta hjólafólk.

Stjórn torfærudeildar AÍH.

Úr Hafnarfirðinum