Sett hefur verið á laggirnar ný bikarmótaröð í samvinnu við Suzuki umboðið á Íslandi sem verður í formi stigakeppni. Keppt verður í þriggja móta röð og eru glæsileg aðalverðlaun í boði og má þar fyrst og fremst nefna keppnisstyrkur frá Suzuki fyrir allt árið 2013 ásamt því að veitt verða verðlaun í öllum mótunum frá Suzuki. Til þess að eiga möguleika á þessum glæsilega aðalvinning þarf viðkomandi að vera efstur að stigum í Pro flokki í lok sumars. Suzuki blæs til þessara mótaraðar í samvinnu við þrjá klúbba og eru það VÍFA upp á Akranesi, UMFS á Selfossi og MotoMos í Mosfellsbæ. Fyrsta keppnin mun fara fram á Selfossi þann 17 maí næstkomandi og er verið að undirbúa opnun á skráningu á vef MSÍ. Öll skráning mun fara í gegnum vef MSÍ, www.msisport.is, og þurfa keppendur að eiga senda til að geta tekið þátt þó með einni undantekningu. Boðið verður upp á „Nýliðaflokk“ þar sem aðilar geta komið sem svo sannarlega hafa ekki keppt áður og fengið að taka þátt í því skyni að kynnast því hvernig er að keppa. Fyrir viðkomandi er nóg að senda póst á eitt ákveðið netfnag og verður netfangið auglýst síðar. Þessi flokkur verður ekki keyrður ef þátttaka verður undir tíu keppendur í hverri keppni en þetta er liður Suzuki og klúbbana í að reyna að fá nýliða til að prófa að keppa. Lágmarksstærð hjóla í „Nýliðaflokkinn“ er 125cc tvígengis eða stærri og er keyrt í 2 x 10 mínútur plús tveir hringir. Í stað þess að nota tímamæla í þessum flokki að þá verður talið. Af öðrum flokkum er að frétta að keppt verður í MX kvenna ásamt 85cc og svo Pro flokk sem mun skiptast í A og B flokk.
Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross
Segir sig sjálft…motocross
MX Bolaöldu 5.5.2012.
Þá er komið að því, keppnin er á morgun, Laugardag.
Til að allt gangi upp á keppnisdegi þarf ýmislegt að vera á hreinu.
Keppendum/ aðstandendum er skylt að skaffa mannesku í flöggun. Einungis er um að ræða flöggun tvisvar yfir daginn. Flöggunarpappírum er útdeilt við skoðun.
Hafa skráningarplötur/ skírteini og tryggingarpappíra meðferðis í skoðun. Munið eftir því að í skoðun skal hjól vera í lagi, legur, plöst, handföng. Gott væri ef fólk er með keppnisreglur á hreinu sjá HÉR. Ekki má heldur gleyma góða skapinu. Ekki væri nú verra að keppendur prentuðu út þátttökuyfirlýsinguna og kæmu með hana útfyllta. Aldrei verður of oft minnt á að dagskrána er gott að hafa við hendina.
Síðan þurfa allir að vera tilbúnir í að aðstoða til að allt gangi eins og smurð vél. Ekki gleyma að hvetja keppendur það gefur svo mikið aukalega.
Gaman saman. Keppnisstjórn VÍK.
Dagskrá helgarinnar
MSÍ hefur gefið út dagskrá sem mun gilda í öllum umferðunum í Íslandsmótinu í motocrossi. Smávægileg breyting er frá fyrra ári en tímatökur í B-flokki hafa verið færðar aftur fyrir kvennaflokkana og 85 flokkinn.
Kynnið ykkur endilega dagskrána og fyrir keppendur er gott er að hafa útprentað eintak á handhægum stað á keppnum.
Vinnukvöld í Bolaöldu í kvöld kl. 18-21
Í kvöld verður vinnukvöld í Bolaöldunni og nú vantar okkur hjálp frá öllum sem vinnuvettlingi geta valdið. Það er margt sem þarf að laga og græja eftir veturinn og gera klárt fyrir keppnina á laugardaginn. Ýtan kemur á föstudag en það stendur ma. til að skrapa og mála og þrífa húsið, laga girðingar, hreinsa til, festa niður leiktækið, græja þvottaplanið, setja upp skilti, týna grjót, tengja vökvunarkerfið, hreinsa startplanið, merkja stökkpalla og margt margt fleira.
Allar hendur velkomnar, þetta er ansi mörg verkefni en klárast hratt ef margir mæta! Sjáumst 🙂
Árskort og opnunartímar
Ný verðskrá var samþykkt á stjórnarfundi í VÍK um daginn og lækka árskortin um 2000 krónur frá því í fyrra.
Sala árskortana hefst hér með (smellið á lesa meira) og þau gilda alla daga eftir auglýstum opnunartíma hér á síðunni. Verð fyrir stórt hjól er 22.000 krónur og verð fyrir lítið hjól er 10.000 krónur.
Kortin verða send í pósti til viðkomandi þannig munið að skrifa rétt heimilisfang eftir að hafa greitt. Þeir sem vilja nýta sér fjölskylduafsláttinn þurfa að hafa samband við birgir@prent.is
Nánari upplýsinar um brautirnar er að finna undir BRAUTIR í valmyndinni í hausnum hér á síðunni.
Verðskrá 2012:
|
Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:
|
Nýjung: Límmiði á hjálma fylgir hverju félagsgjaldi – félagsmenn setja límmiða á hjálminn og fá frítt í alla slóða á Bolaöldusvæðinu.
Bolaöldubrautir.
Það var mikið fjör í brautunum í dag. Vökvunin í gær gerði það að verkum í dag að rakastigið var flott. En til að hægt sé að halda brautinni í góðu standi verður hún LOKUÐ á morgun Mánudag. Opnum aftur kl 10.00 – 18:00 á þriðjudag. Miðvikudag Opið 15:00 til 21:00. LOKUÐ eftir það fram yfir mót á Laugardag.
Vinnudagur verður í brautinni á Fimtudagskvöld. Þá þarf að taka til hendinni á svæðinu og líka að aðstoða við brautarlagfæringu. Nú er komið að því að allir hinir ritlipru bretti upp ermar, mæti á vinnukvöld og sýni kvernig á að gera þetta.
Vinnukvöldið er frá kl 18:30 – 21:00. Minnum á að skráning í keppnina rennur út á miðnætti annað kvöld.
Sjáumst hress og kát. Lesa áfram Bolaöldubrautir.