Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Uppfærð frétt – MotoMos opnar á sunnudag kl.15 en ekki í dag, laugardag

MotoMos opnar kl.15 á morgun, sunnudag en ekki í dag þar sem mikið er búið að rigna í nótt og er allt á floti.

Búið er að breyta brautinni nokkuð og er að mati þeirra sem unnið hafa í henni hreint út sagt geðveik. Lágmarksbreidd er nú í það minnsta 6 metrar í brautinni. Jafnframt kynnum við eftirfarandi opnunartíma í sumar sem fólk ber að virða.

Mánudagar – frá kl.17-21
Þriðjudagar – frá kl.17-21
Miðvikudagar – frá kl.17-21
Laugardagar – frá kl.13-18
Sunnudagar – frá kl.13-18

Miðar fæst í N1 í Mosfellsbæ og hægt er að kaupa árskort með að senda póst á motomos@internet.is. Vefmyndavélar fara upp á svæðið á næstu dögum til að fylgjast með umferð á svæðinu.

VÍK æfingar sumarið 2012

Nú þegar svæðið okkar við Bolöldu hefur opnað þá ætlum við þjálfarar MX & Enduro skóla VÍK að kynna fyrir ykkur sumarið sem er handan við hornið, eflaust margir krakkar búnir að vera pirra foreldra sína hvort það sé ekki hægt að fara hjóla eða á æfingar, en einsog síðustu vikur hafa verið þá hefur ekki verið möguleiki á að æfa úti og reiðhöllinn fullbókuð.

Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.
Lesa áfram VÍK æfingar sumarið 2012

Árskortin komin í sölu hjá MotoMos fyrir árið 2012

Sölvi B. Sveinsson að skemmta sér í MotoMos

Árskortin eru komin í sölu fyrir árið 2012 og marg borgar það sig fyrir hjólandi einstaklinga að kaupa slíkt.  Verðskráin fyrir árið 2012 er eftirfarandi:

  • 25. 000 kr. fyrr utan félagssmenn
  • 20.000 kr. fyrir félagsmenn
  • 15.000 kr. kort númer 2 fyrir félagsmenn innan sömu fjölskyldu
  • 10.000 kr. kort númer 3 fyrir félagsmenn innan sömu fjölskyldu (er þá búið að kaupa tvö kort fyrir)
  • 12.000 kr. kort fyrir 85 cc hjól og minni fyrir félagsmann
  • 10.000 kr. kort númer 2 fyrir 85cc innan sömu fjölskyldu

Til að kaupa árskort þarf að senda póst á motomos@internet.is og Bryndís mun sjá um rest ásamt að upplýsa um reikning MotoMos til að greiða fyrir árskortin.

Lesa áfram Árskortin komin í sölu hjá MotoMos fyrir árið 2012

Bolaöldusvæðið opnar laugardag 14.4.12 kl. 11 – Tímataka frá hádegi!!!

MX brautirnar eru báðar í toppstandi enda búið að renna yfir þær með jarðýtunni.

Slóðarnir á neðra svæðinu eru líka góðir og koma ótrúlega vel undan vetri. Vinsamlegast virðið það að einungis neðra svæðið er opið.

Árskort frá 2011 eru ekki lengur í gildi. Munið eftir miðunum, þeir fást hjá Olís Norðlingaholti. Ath líka þarf miða fyrir slóðakerfið. Fylgst verður með því hvort að menn eru með miðann Á HJÓLINU. Þeir sem ekki eru með miða verður umsvifalaust vísað af svæðinu.

Ps. Nýjustu fréttir – brautirnar eru eiginlega fáránlega góðar eftir veturinn. Allt frost er farið og hvergi drullu að finna í braut og sáralítið í neðra endurosvæðinu. Brautirnar er flott preppaðar, uppstökk og lendingar, rétt rakastig og röttar að myndast í öllum beygjum.

Til að toppa daginn á morgun ætlum við að vera með gangandi tímatöku ca frá hádegi á morgun. Allir sem eiga tímatökusendi (muna að hlaða sendinn!) geta því mætt og skráð sig og keyrt á brautina á tíma. Við setjum svo tímatökuna inn á MyLaps að degi loknum. Sum sagt, svæðið er klárt, veðrið lítur vel út og það er klárlega komið sumar. Sjáumst þar.

 

Glæsilegir fulltrúar MotoMos fá viðurkenningu frá Mosfellsbæ

Í gær veitti Mosfellsbær íþróttafólki sem talið er að hafa skarað fram úr í sinni grein viðurkenningar fyrir þátttöku sína fyrir árið 2011.  MotoMos átti sína fulltrúa á svæðinu og voru það hvorki meira né minna en fimm fulltrúa á meðal annara glæsilegra ungmenna á svæðinu.    Eftirfarandi aðilar voru fulltrúar MotoMos í ár.

  • Brynja H. Hjaltadóttir í 85cc kvenna
  • Daði Erlingsson í E1 enduro og MX1
  • Eyþór Reynisson MX2 og MX Open
  • Jökull Þ. Kristjánsson 85cc
  • Viktor Guðbergsson MX Open

Jafnframt fengu Daði Erlingsson verðlaun fyrir þátttöku sína í landsliði Íslands sem keppti í ISDE í Finnlandi, Eyþór Reynisson og Viktor Guðbergsson fyrir þátttöku sína fyrir Íslands hönd á MXON í Frakklandi.  Frábært að bæjarfélagið skuli veita slík hvatningarverðlaun og nú er bara að halda áfram eða gera ennþá betur á næsta ári.

MotoMos tilnefndi Daða Erlingsson sem íþróttamann félagsins fyrir árið 2011 og óskum við honum til hamingju með árangurinn.  Daði hefur vaxið geysilega sem akstursíþróttamaður og hefur nánast verið ódrepandi frá því að hann hóf keppni.  Hefur hann tekið þátt í nánast öllu keppnum sem hann hefur getið verið með í af mikilli óbilgirni og þrautseigju sem hafa komið Daða á þann stall sem hann er á í dag.  Daði á bara eftir að vaxa sem ökumaður ef hann heldur áfram að æfa eins og hann gerir ásamt því að sýna þessu slíkan brennandi áhuga sem hann hefur sýnt frá því að hann hóf þátttöku.  Með tilnefningu MotoMos kom Daði til greina sem íþróttmaður Mosfellsbæjar, sem er mesti heiður sem bærinn veitir íþróttamanni.  Það eitt að vera í þessum hópi er stórkostlegur árangur og viðurkenning fyrir mikið harðfylgi.  Daði náði ekki kjöri sem íþróttamaður Mosfellsbæjar og þá er bara að taka þetta á næsta ári Daði.

Að lokum óskar MotoMos fulltrúum sínum til hamingju með árangurinn og hlakkar til að fylgjast með þeim í ár.  Vonandi haldið þið áfram á sömu braut og MotoMos væntir þess að sjá ykkur að ári við afhendingu viðurkenninga af hálfu Mosfellsbæjar fyrir árið 2012.


Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.