Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ í júní næsta sumar og langaði okkur hjá Motomos og UMSK að athuga hvort áhugi væri á motocrosskeppni 50+. Þeir sem væru tilbúnir að keppa í slíkri keppni vinsamlegast sendið póst á motomos@internet.is eða hringið í síma 696-9105.
Á motosport.is er umfjöllun um þá spurningu ,sem félagar okkar í Svíþjóð velta fyrir sér í dag, þ.e.a.s. hvort banna eigi hjól með fjórgengisvélum í MX unglinga. Eins og fram kemur í umfjölluninni á motosport.is eru það tíð dauðaslys í þessum flokki í Svíþjóð sem gera það að verkum að þessi hugmynd er til skoðunar nú í fullri alvöru. Umræðan í Svíþjóð ætti að vekja okkur til umhugsunar um öryggismál og annað sem tengist íþróttinni á Íslandi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvert umræðan mun leiða okkur. Lesa áfram MX Unglinga – er skynsamlegt að gera breytingar?→
Já gott fólk, hér er nánast sumarblíða alla daga og allar brautir í toppstandi. Við ætlum því að prófa að blása til skemmtikeppni á laugardaginn í Bolaöldu. Fyrirvarinn er auðvitað enginn en hvað með það – notum tækifærið þegar veðrið er svona bjánalega gott!
Keppt verður bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi og yngstu krakkarnir fá líka sérkeppni fyrir sig.
Krakkakross kl. 11 Allir ökumenn framtíðarinnar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Skyldumæting fyrir alla sem hafa verið á æfingunum hjá Helga, Aroni og Gulla og alla aðra sem eru á 50, 65 og að byrja á 85cc hjólum. Keyrt verður í 85 brautinni og foreldrar hjálpa til við að gæta fyllsta öryggis.
Síðan verður keppt í bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi.Við byrjum á motokrossinu og verðum með tvo flokka:
A (vanir keyrarar úr mx-open, mx2, 40+, unglinga og jafnvel hraðir 85cc) keyra 2×15 mínútur
B (85cc, kvenna, byrjendir og aðrir sem vilja bara taka því rólega) keyra 2×10 mínútur. Í enduroinu ætlum við svo að raða saman A og B ökumönnunum í tveggja manna lið og keyra léttan endurohring í klukkutíma. Hægt er að keppa í bæði motokrossi og enduro eða öðru hvoru.
4000 kr. keppnisgjald fyrir stóru hjólin bæði fyrir motokross og enduro og 1000 kr. fyrir krakkana. Skráning er opin HÉR!!! Drífa sig að skrá sig svo við vitum hvort einhverjir mæti 🙂 ATH. tímatökusendar verða notaðir í motocrossið, þeir sem þurf að leigja sendi geta gert það í Nítró fyrir kl. 18 á föstudag. Sértilboð er á leiguverðinu fyrir þessa keppni aðeins kr. 2.000,-
Lausleg dagskrá:
Mæting kl. 1o
Krakkakrosskeppni kl 11 – flott verðlaun fyrir alla!
Motokross kl. 12
Enduro ca kl. 13.30 – hjálp óskast á laugardagsmorguninn að setja upp endurokrossþrautir á æfingasvæðinu!
Tjáið ykkur í kommentum og búum til smá stemningu! Þeir sem vilja hjálpa til eru meira en velkomnir 🙂
Eyþór Reynisson og Bryndís Einarsdóttir voru um helgina útnefnd sem Akstursíþróttamaður og -kona árins á Lokahófi MSÍ. Titillinn er sá fyrsti fyrir Eyþór en Bryndís hlýtur hann nú þriðja árið í röð.
Eyþór vann í sumar sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í Opnum flokki í motocrossi. Hann vann einnig MX2 flokkinn í ár eins og í fyrra. Hann varð þar með fyrstur til að hljóta báða titlana sama árið. Hann hlaut einnig sinn fyrsta titil í enduro á árinu en hann sigraði í ECC-2 flokknum. Eyþór æfði og keppti erlendis einnig í sumar, bæði á Spáni og í Belgíu. Hann keppti einnig fyrir hönd Íslands á Motocross of Nations í Frakklandi í haust.
Bryndís Einarsdóttir hlýtur titilinn nú í þriðja sinn. Hún keppti í sumar í Heimsmeistarakeppninni, Sænska meistaramótinu og í Íslandsmótinu. Hún endaði í 23.sæti í heimsmeistarakeppninni með 21 stig en hún tók aðeins þátt í 3 umferðum af 7. Í sænska meistaramótinu varð hún í sjötta sæti í MX-Girls og hún keppti í MX-Unglingaflokki hér á Íslandi.
Bryndís er úr Hafnarfirði og Eyþór frá Reykjavík en þau eru bæði 18 ára. Þau verða tilnefnd fyrir hönd MSÍ í keppninni um Íþróttamann ársins sem Samtök íþróttafréttamanna velur.
Það var góður dagur hjá þeim sem lögðu leið sína á Bolaöldusvæðið. MX brautirnar voru geggjaðar, rakstigið fullkomið, veðrið eins og að vori og öllum þótti gaman. Held svei mér þá að einhverjir hljóti að naga sig í handabökin fyrir að dusta ekki rikið af tuggunni og mætt í fjörið. Góða skemmtun í kvöld.
Er ekki kominn tími til að dusta rykið af tuggunni?
Þó að það sé vetur samkvæmt almanakinu þá er Bolaöldubraut í flottu standi. Garðar áætlar að brautin verði í flottu hjólastandi um hádegi á morgun ÁrshátíðarLaugardag. Jósefdalurinn ætti að vera góður líka en slóðarnir gætu verið illfærir.
Mætum með tuggurnar, góða skapið og rykkústana til að dusta rykið. Höfum gaman saman.
Sjáumst um hádegisbil. Brautarstjórn og Garðar.
PS. Svo sjáumst við hress í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6 um kvöldið. Og þeir sem vita ekki hvar Rúbrauðsgerðin er geta séð það HÉR.
Og ef einhver á eftir að tryggja sér miða þá eru 3 miðar á lausu vegna forfalla.