Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Aðalfundur VÍK Í KVÖLD.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn í kvöld, 9. nóvember kl. 20, í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. 
Stjórn VÍK vonast eftir góðri mætingu félagsmanna á fundinn og líflegum umræðum. Einnig vonumst við eftir góðu fólki til starfa í stjórn sem og í nefndir, enda er það rétti vetfangurinn til að koma skoðunum  á framfæri.
 

Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Jói Kef, Gylfi og félagar stóðu fyrir frábærri endurokrosskeppni í Sólbrekku í gær. Tæplega 30 manns skráðu sig til keppni og þeir hefðu alveg mátt vera fleiri. Veðrið klikkaði ekki, brautin var stórskemmtileg – motokross, þúfur, grjót, brölt, fljúgandi dekk, vörubretti, steypuklumpar og alles. Snilldarbraut sem sýndi að það er vel hægt að keppa í enduro í Sólbrekku.

Daði Skaði rúllaði upp einmenningskeppninni og heimadrengurinn Jói Kef ásamt Bjarka #670 unnu tvímenninginn eftir hörkukeppni við Jonna og Stebba, baðvörð. Bestu þakkir fyrir flotta keppni!

Nánari úrslit hér: Lesa áfram Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Aðalfundur VÍK verður haldinn 9. nóvember nk.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn 9. nóvember nk. kl. 20 í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. 

Á aðalfundinum núna munu tveir stjórnarmenn hætta störfum og tveir nýir menn koma til liðs við stjórnina. Framundan er áframhaldandi uppbygging á félagsstarfinu og svæðinu í Bolaöldu og heill hellingur sem okkur langar að gera með aðstoð góðra manna og kvenna í stjórn og nefndum. Nýtt fólk sér hlutina oft með öðrum augum og við viljum endilega fá fleiri til að vinna með okkur. Þeir sem hafa áhuga á að leggja félaginu lið geta því haft samband eða sent tölvupóst á vik@motocross.is til að bjóða sig til starfa í stjórn eða nefndum. Nokkrir þankar um sl. ár …

Lesa áfram Aðalfundur VÍK verður haldinn 9. nóvember nk.

MotoMos, lokað vegna bleytu


MotoMos opnar ekki í dag laugardag.

Það er allt á floti 🙁

Stjórn MotoMos.

 

Heimsóknir í brautir að hausti. Ólafsfjörður 26.09.11

Greinarritari var á ferð um landið í September. Tuggan var tekin með og stefnt var á að prufa brautir ef tækifæri gæfist. Ólafsfjarðarbrautin var fyrsta brautin sem möguleiki var á að fara í. Brautinni virðist fá litla umhyggju en sandurinn er samt þannig að það er alltaf hægt að hafa gaman af honum. Brautin var vúbbsuð í drasl og pallar með sínu lagi. En það skipti engu máli ég náði samt að klára einn tank fyrir myrkur og hafði gaman af í flottu haustveðri, hafði líka brautina algjörlega útaf fyrir mig. Lesa áfram Heimsóknir í brautir að hausti. Ólafsfjörður 26.09.11