Það er allt að gerast í herbúðum Team Íslands hér í frakklandi. Við erum lúnir og þreyttir eftir daginn en Jonni.is er með okkur hér að taka myndir og fleira. Beinn linkur á frétt frá Jonna hér: Laugardagurinn
Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross
Segir sig sjálft…motocross
MXON
Allt gott að frétta í Saint Jean d´Angely!
Við komum á keppnistaðinn í gær fimmtudag við byrjuðum á því að sækja miðana inná svæðið og þurftum svo að bíða í eða um 5 tíma til að komast inná svæðið. Gærkvöldið fór í að koma okkur fyrir í pittinum.
Dagurinn í dag byrjaði uppúr kl 9 þegar allt gengið fór í að skipta um plöst á hjólunum, líma límmiða á hjólin, skipta um loftsíur og gera allt klárt fyrir skoðunn sem var frá 11-18. Uppúr kl 2 var allt klárt á TeamIceland og kominn tími til að drífa hjólinn í gegnum skoðunn. Eyþór var fyrstur í gegnum skoðunn og fór beint í gegn,
Lesa áfram Allt gott að frétta í Saint Jean d´Angely!
Bolaöldubraut
Garðar er alveg brjálaður á kanntinum vegna vannýtingar á brautinni. Nú er geggjað rakastig í brautinni, allir pallar og uppstökk flott og fín. Um að gera að nýta sér brautina í dag þar sem veðurspá helgarinnar er enn í óvissu.
Opið er til kl 21:00 í dag Fimtudag 15.09.11. Munið eftir miðunum.
Æfingaferð til Lommel
Ég og Eysteinn vorum með Reyni og Eyþóri í Lommel, og þar er Eyþór oft búinn að sýna flotta takta. Við Eysteinn fengum að spreyta okkur í b-móti, sem var ótrúlega skemmtilegt. Hér er smá demo af ferðinni, smelli mótinu inn seinna, er að klippa það til.
Góðar móttökur í Frakklandi
Vefstjóri heyrði í Reyni Jónssyni, pabba Eyþórs, nú rétt í þessu. Voru þeir að klára æfingu í flottri braut nærri St. Jean d’Angely keppnisbrautinni sem heppnaðist mjög vel. Í gær kíktu þeir á keppnisbrautina sem er hörð og hröð og leist vel á aðstæður. Ekki máttu þeir æfa í brautinni svo hófst þá leitin að nýrri braut. Það gekk nú ekki vel en á lokum fundu þeir bónda á traktor sem benti þeim á braut inní skóginum. Sú braut var alveg frábær með svipuðum jarðvegi og í keppnisbrautinni og einnig stórum stökkpöllum. Reyndar sprakk þrisvar á hjólinu hjá Eyþóri en samt náðu þeir að stilla fjöðrun og annað eins og stefnt var að.
Veðrið er frábært á svæðinu og ekki var leiðinlegt hversu góðar mótttökur þeir fengu. Portúgalska liðið var einnig að æfa þarna og þegar leið á daginn var mikill fjöldi af heimamönnum á svæðinu að forvitnast og dást að útlendingunum. Var eitthvað skrifað af eiginhandaáritunum og einhverjir keyptu jafnvel landsliðstreyjur á uppsprengdu verði.