Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Bolaalda.

Garðar vill koma eftirfarandi á framfæri:

ÞAÐ ER GEGGJAÐ HJÓLAVEÐUR Í DAG. Allar brautir eru í frábæru standi og slóðarnir með gott rakastig. Nú er um að gera að nýta sér veðrið enda spáir rigningu og roki þegar líður að helginni.

Gaman saman.   Garðar og aðstoðarmenn.

Motocross of Nations á Úrillu Górilluni

Þeir sem hafa ekki tök á því að skella sér til Frakklands að horfa á Motocross of Nations geta skellt sér á Úrillu Górilluna, Stórhöfða 17 fyrir neðan Nings næstu helgi.

Strákarnir á Úrillu Górilluni ætla sýna bæði frá Laugardeginu og Sunnudeginum og verða tilboð á barnum á meðan keppnini stendur. Ekki missa af skemmtilegustu keppni ársins !
Lesa áfram Motocross of Nations á Úrillu Górilluni

7 dagar í Motocross of Nations

Nú þegar aðeins vika er í Motocross of Nations þá eru margir farnir að vera spenntir að sjá bestu ökumenn í heiminum takast á við hvorn annan. Við erum að tala um allra bestu ökumenn heimsins og þar má nefna nöfn einsog heimsmeistara síðustu tveggja ára Antonio Chairoli ásamt Ryan Dungey, Ryan Villopoto, Chad Reed, Ken Roczen, Brett Metcalfe, Jeffrey Herlings, Tommy Searle og marga fleiri topp ökumenn.

Lesa áfram 7 dagar í Motocross of Nations

Bolaalda á RÚV á sunndaginn

Þáttur um síðustu motocrosskeppni ársins sem fram fór í Bolaöldu 20. ágúst s.l. verður sýndur á RÚV á sunnudaginn kl. 16:45 í boði Snælands videó, Púkans, og Mountain Dew. Ekki missa af flottri keppni þar sem úrslitin réðust í ár.

Styttist í MXON

Landsliðstreyjan

Já nú eru bara 8 dagar í að strákarnir okkar munu vera komnir til St. Jean D´Angely í Frakklandi þar sem Motocross of Nations fer fram.

Viktor Guðbergsson og Kári Jónsson fóru til Spánar í gær til æfinga.  Strákarnir fá báðir lánuð Suzuki RMZ 450 hjá Mats Nilsson.

Eyþór Reynisson heldur til Belgíu í fyrramálið þar sem hann mun pikka upp sendibílinn sinn og hjól ásamt föður sínum Reyni Jónssyni en þeir munu reyna keyra af stað til Frakklands um helgina.
Lesa áfram Styttist í MXON

Styrktarkvöldið heppnaðist vel

Styrktarkvöldið fyrir MXoN liðið okkar í gærkvöldi heppnaðist vel. Í kringum  70 og  80 manns voru á Hvíta Riddaranum þegar fjöldinn var mestur. Í heildina söfnuðust 31.100 kr 🙂 en auk þess seldust nokkrir bolir.

Við þökkum Hvíta Riddaranum fyrir frábært framtak!

P.s. Þeir sem eiga enn eftir að bola sig upp, geta náð sér í eintak hjá Moto og Arctic Trucks.