Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Styrktarkvöld fyrir MXoN landsliðið

Styrktarkvöld verður á barnum Hvíta Riddaranum í Mosó á morgun, fimmtudag. Landsliðið í motocrossi sem fer á Motocross of Nations eftir 3 vikur fær nokkrar krónur í farareyri af hverjum bjór sem seldur er. Nánar tiltekið er það  200 kall af hverjum bjór sem er keyptur, og svo 400 kr af hverju hamborgaratilboði:-)

Dagskráin byrjar kl 19:00 og stendur til kl 22:00, það verður sýnd keppni frá brautinni í Frakklandi sem strákanir okkar eru að fara keppa í.

Hvíti riddarinn er í Mosfellsbæ, hjá Krónunni og Mosfellsbakarí.

Hér er facebook síða fyrir atburðinn

Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Þetta er ófölsuð ljósmynd. Brautin lítur HRIKALEGA vel út.

43 keppendur eru skráðir í MXoN styrktarkeppnina sem fram fer  á morgun á Selfossi. Enn er þó pláss fyrir fleiri keppendur og það helst í kvennaflokki, 85 flokki og C flokki. Annars er pláss laust í öllum flokkum, brautinn verður vökvuð í dag og í kvöld þannig að brautinn verður alveg 100%. Sýnum stuðning og höfum gaman að deginum, hlökkum til að sjá sem flesta.

10:00 Mæting  / Skráning

10:30 – 10:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C & Heiðursmenn)
11:00 – 11:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
11:20 – 11:50 Hlé

12:00 – 12:15 MX 85 & Kvenna
12:20 – 12:35 C & Heiðursmenn
12:40 – 12:55 MX B
13:00 – 13:15 MX Open

Lesa áfram Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Bolaöldubraut, aukaopnun í dag Föstudag!!!!

Vegna góðs árangurs í viðhaldi á MX  brautinni mun hún verða opin í dag frá kl 18:00 – 21:00.

Vökvunarkerfið verður keyrt á milli kl 17:00 – 18:00.

Þeir sem koma kl 17:00 og hjálpa til í grjóthreinsun ( lágmark 1. hringur í brautinni ) fá frímiða í brautina.

Palli, sérstakur aðstoðarmaður Garðars, mun passa uppá að allt fari eftir settum reglum á svæðinu.

Garðar og aðstoðarmenn.

Motomos, Í Túninu Heima.

Afreksmenn Motomos

Í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar,  Í Túninu Heima ætlar Motomos að vera með smá húllum hæ í brautinni á sunnudaginn 28. ágúst.
Landsliðsmennirnir Eyþór Reynis og Viktor verða með fría kennslu í stóru brautinni og
Friðgeir Óli og Kjartan verða með fría kennslu í barnabrautinni.
En þessir kappar hafa allir fengið afreksmannastyrk hjá félaginu.

Kennslan byrjar kl 13.00 og klukkan 14.30 ætlum við í  Motomos að taka nokkur stört.

Eysteinn og Lúlli eru með brautina er í extrem makeover þessa dagana, og verður hún því ekki opnuð fyrr en kl 13:00 á sunnudaginn.

Brautin hefur aldrei verið betri.

Ekki missa af þessu því nú verður fjör!!!!

Aldrei að vita nema Þórir og Balli skelli nokkrum pylsum á grillið 🙂

Munið eftir miðum á N1 í Háholtinu.

 

Motomos lokuð !!!

 

Motomos verður lokuð vegna breytinga fram á sunnudag 28. ágúst,
brautin er í allsherjar yfirhalningu, það á að keyra meira efni í neðri part brautarinnar og breyta efri hlutanum.

Auglýsum opnunina síðar.