Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Skráning hefst hér með í styrktarkeppni fyrir íslenska landsliðið sem mun keppa á Motocross of Nations í Frakklandi  17 og 18 September.

Keppnin verður haldin í hinni frábæru braut á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.
Lesa áfram Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Opnunartímar í Bolaöldubrautum

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 14-21
  • Fimmtudagar 14-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Endúróbrautin er alltaf opin.

MX Bolaalda 2011

Frábærum keppnisdegi lokið í MX Bolaöldu. Óskum öllum vinningshöfum til hamingju með árangurinn sem og Íslandsmeisturum.

En að gera keppnisdag eins vel úr garði og var hjá okkur í gær er ekki eins manns verk heldur koma margir að og þökkum við öllum kærlega fyrir aðstoðina. Að öðrum ólöstuðum þá gerir Björk kraftaverk þar sem hún sér algjörlega um sjoppuna ( Bínu Búllu ) þó hún sé sjálf að keppa sem og að afhenda verðlaun og útvega vinninga. Garðar og Óli Gísla stóðu sig frábærlega í undirbúningi á brautinni og hélt hún sér ótrúlega vel yfir keppnisdaginn. Keppnisstjórn var í öruggum höndum Einars Sigurðarsonar. Þessir og allir aðrir sem komu að undirbúningnum, keppendur og aðrir fá bestu þakkir.  Myndir frá deginum HÉR.

Takk fyrir skemmtilegt sumar. Stjórn VÍK Lesa áfram MX Bolaalda 2011

MX Bolaöldu 2011 á morgun Laugardag.

Brautin lítur hrikalega vel út fyrir keppnina

Við hvetjum alla til að mæta í Bolaöldu í dag, laugardag, og sjá lokabaráttuna um hverjir verða krýndir Íslandsmeistarar í öllum flokkum í motocrossinu.

Smá breyting verður gerð á dagksrá.

Skoðun hefst kl 08:30 B flokkar ganga fyrir í byrjun.

Fundur með keppendum 09:20

Dagskrá verður að öðruleyti óbeytt.

Lesa áfram MX Bolaöldu 2011 á morgun Laugardag.

Hópferð á MXoN

Icelandair býður uppá ferð til Frakklands á MXON á 64.100.- á manninn (flug fram og til baka)

Hægt er að gista á tjaldsvæði við keppnina, annað hvort að leigja húsbíl eða taka tjaldið með.

Hægt er að hafa samband við Klöru Jónsdóttir í JHMSport ef þið ætlið að panta ykkur flug (þarf að gerast fyrir 18:00 á mánudag).

Hér er svo listi yfir alla keppendur. Viktor verður númer 88, Eyþór númer 89 og Kári númer 90.

Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Já það er komið að skemmtilegustu keppni ársins sem er styrktarkeppni fyrir Íslenska landsliðið í Motocross sem keppir á Motocross of Nations í Frakklandi  17&18 September.

Keppnin verður haldin í nýuppgerði braut Selfyssinga á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

  • MX Open: Opinn flokkur MX1-MX2-Unglingaflokkur
  • MX85 + kvenna: Mx kvenna – 85kvk – 85 KK
  • MX B: Bestu úr 85cc KK, +40
  • C Flokkur: Fyrir þá sem eru að keppa í fyrsta skipti
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Lesa áfram Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst