Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Bikarkeppnin um helgina – samantekt

Bikarkeppnin um helgina tókst með mestu ágætum og það eina sem hefði mátt vera betra var veðrið.

Viktor #84 á nýja stepdown pallinum í Bolaöldu

Eftir langvarandi sól og blíðu tók hávaðarok og kuldi á móti keppendum á sunnudagsmorguninn. Um 40 manns voru skráðir til keppni í öllum flokkum en sumir voru ansi fámennir þó. Brautin var í mjög góðu standi eftir lagfæringar vikunnar og eins hafði rignt hressilega á föstudagskvöldið þannig að góður raki sat í brautinni Keppnin var keyrð í tveimur hópum: MX-Open, MX2 og Unglingaflokkur saman og Kvennaflokkur, 85, B og 40+ keyrðu saman, tvo moto hvor hópur.  Tæknilegir örðugleikar (byrjendamistök) seinkuðu birtingu á úrslitum en þau eru komin inn núna á Mylaps.com hér

Lesa áfram Bikarkeppnin um helgina – samantekt

Bolaöldubraut. Opnun þessa viku.

Í dag Þriðjudaginn 16.08. Opið 14:00 – 21:00

Á morgun Miðvikudaginn 17.08. Opið allan daginn til kl 21:00.

Brautin lokuð fimtudag, föstudag, laugardag vegna keppni og undirbúnings.

Brautarstjórn.  

„Munið að skráningu í keppnina lýkur kl 21:00 í kvöld 16.08.11“

Bolaöldubraut opin til 15 á laugardag vegna bikarkeppni

Við minnum á bikarkeppnina í Bolaöldu á sunnudaginn. Brautin verður opin í dag og á laugardag fram til kl. 15. Eftir það verður hún lokuð til að hægt verði að laga hana fyrir bikarkeppnina. Enduroslóðarnir verða opnir eins og vanalega.

Koma svo og skrá sig í keppnina á sunnudaginn hér!

ÞAR SEM TÍMAVÖRÐURINN ER Í SUMARSKAPI ÞÁ SAMÞYKKTI HANN AÐ FRAMLENGJA SKRÁNINGU TIL KL 18:00 Í DAG LAUGARDAG.

Það gekk mikið á í Bolaöldubraut í gærkvöldi

Það var eins og að það væri keppnisdagur. Annar eins fjöldi hjólara hefur ekki sést í braut á virkum degi frá 2008. Aldrei áður höfum við þurft að skipta upp í hópa til að aka í brautinni. Mikið fjör og mikið gaman. Það verður reyndar annar eða jafnvel báðir handleggir hjá Garðari við að koma brautinni aftur í gott stand.  Sjá myndir frá kvöldinu HÉR.

Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

ÞAR SEM TÍMAVÖRÐURINN ER Í SUMARSKAPI ÞÁ SAMÞYKKTI HANN AÐ FRAMLENGJA SKRÁNINGU TIL KL 18:00 Í DAG LAUGARDAG.

Þar sem breytingar hafa verið gerðar á brautinni heldur VÍK bikarkeppni.
Keppnisfyrirkomulag er einfalt og á skemmtunin að vera aðalatriðið.
Skráningu líkur föstudagskvöldið 12. ágúst kl: 23.00 Brautin verður opin eftir mótið til kl 17:00.

Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að færa keppendur á milli flokka.
Hópur 1. 85cc kk og kv + Kvenna, B og 40+ flokkur. 10 mín + 1 hringur, tvö moto.
Hópur 2. Unglinga, MX1 og MX2. ( valdir menn úr B og + 40 ) 15 mín + 1 hringur. tvö moto

Kostnaður kr: 3000.

Dagskrá með fyrirvara um fjölda keppenda. 

Nítro býður keppendum uppá sérverð á leigusendum fyrir þessa keppni kr: 3.000. Hafið samband við Nítró til að fá nánari upplýsingar.

Lesa áfram Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

Bikarkeppni næsta sunnudag!

Það styttist í næstu keppni sem verður í Bolaöldu 20. ágúst nk. Í kvöld hefur brautin verið lokuð þar sem Óli Gísla og Garðar hafa verið að vinna með jarðýtunni í lagfæringum og minniháttar breytingum. Brautin opnar aftur á morgun, miðvikudag kl. 18 og verður væntanlega í hrikalegu flotti standi. Þrátt fyrir sól og hita er frábær raki í brautinni þessa dagana og um að gera að fjölmenna á morgun.

Við ætlum svo að kýla á létta bikarkeppni á sunnudag til að koma mönnum vel í gírinn fyrir keppni. Nánari upplýsingar og skráning opnar von bráðar hér á motocross.is.

Lesa áfram Bikarkeppni næsta sunnudag!