Bikarkeppnin um helgina tókst með mestu ágætum og það eina sem hefði mátt vera betra var veðrið.
Eftir langvarandi sól og blíðu tók hávaðarok og kuldi á móti keppendum á sunnudagsmorguninn. Um 40 manns voru skráðir til keppni í öllum flokkum en sumir voru ansi fámennir þó. Brautin var í mjög góðu standi eftir lagfæringar vikunnar og eins hafði rignt hressilega á föstudagskvöldið þannig að góður raki sat í brautinni Keppnin var keyrð í tveimur hópum: MX-Open, MX2 og Unglingaflokkur saman og Kvennaflokkur, 85, B og 40+ keyrðu saman, tvo moto hvor hópur. Tæknilegir örðugleikar (byrjendamistök) seinkuðu birtingu á úrslitum en þau eru komin inn núna á Mylaps.com hér