Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Hákon B. Gunnarsson á flugi yfir Akureyri - verður hann á Egilsstöðum? Mynd fengin að láni hjá Sverri greifa - www.motosport.is

Austanmenn vilja minna á að sunnudaginn um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót á Egilsstöðum. Keppt verður í motocrossi eins og síðastliðin ár og er keppnin opin öllum 12-18 ára. Mikil vinna hefur verið lögð í brautargerð á Egilsstöðum og verður gaman að sjá hvernig smíðin hefur tekist. Heimamenn lofa amk frábærri braut og stemningu. Skráningu í keppnina lýkur næstkomandi sunnudag 24. júlí en keppendur þurfa bæði að skrá sig á skráningarsíðu UMFÍ og á vef MSÍ, msisport.is.

Stuttur hjólatúr í góðum félagsskap


Það er margt að gerast þó svo að keppnin byrji ekki fyrr en á morgun. Fórum í „stuttan“ hjólatúr með nokkrum vel völdum mönnum til að mynda kynningarefni. Þessi stutti túr varð 6 tíma ævintýri í nærri 40stiga hita sem endaði síðan á neyðarakstri þar sem öll 570cc í nöðrunni voru notuð. Einn gaurinn í Blogger tíminu krassaði og braut á sér hendina þannig að það kom í mitt hlutverk að fara á móts við bílinn sem var sendur eftir honum. Þetta endaði nú allt vel en mikilvægasta lexían sem ég lærði af þessu var, þú spyrð ekki Rúmena til vegar!!!

Lesa áfram Stuttur hjólatúr í góðum félagsskap

Bolaöldubraut í frábæru formi.

Brautin er í frábæru standi enda hafa veðurguðirnir og Garðar séð til þess að vökva og tæta upp brautina hressilega. Brautin var löguð með jarðýtu í síðustu viku og svo hefur Aron Berg, yfirmaður grjót og grashreinsistarfa, verið á fullu í því að snyrta bæði innan og utan brautar. Þeir félagar, Garðar og Aron, verða í grjóthreinsun fram eftir degi þannig að vinsamlegast farið varlega ef þið sjáið þess duglegu og hressu starfsmenn VÍK í brautinni.  Munið eftir miðunum Á HJÓLINU.

Brautarstjórn.

Motocross á RÚV

Það kom frétt um motocrossið á Álfsnesi í seinni fréttum á RÚV í gær og það verður svo sýndir þáttur um keppnina laugardaginn 23. júlí.

Hérna er linkur inn á fréttatímann, þetta er síðast í íþróttafréttunum.

Myndir frá Álfsneskeppninni um liðna helgi.

Guðni F. og Bogga Óm. Voru með myndavélarnar á lofti á Laugardaginn. Slatti af myndum frá þeim eru komnar inn á vefalbúmið okkar. Þökkum þeim fyrir flottar myndir.

Myndir frá Guðna Hér.

Myndir frá Boggu Hér

Frést hefur af fleiri myndum:

Myndir frá MxSport hér

Myndir frá ERMX.is hér

Allt að verða klárt í Álfsnesi

Á morgun fer fram önnur umferð í Íslandsmótinu í motocrossi í Álfsnesi.

#11 á heimavelli á nesinu ("Stolin" mynd frá motosport.is, takk Sverrir 🙂

Um 90 keppendur eru skráðir til keppni á morgun og verður gaman að fylgjast með hvað gerist í þessari keppni. Aðstæður undanfarna daga hafa vægast sagt verið erfiðar. Sól og rok hefur þurrkað svæðið og því hafa verið notaðar haugsugur til að keyra yfir 200 þúsund lítra af vatni og sjó í brautina til að bleyta jarðveginn svo hægt hafi verið að æfa og lagfæra brautina fyrir keppni. Nú rignir loksins en þó vonandi ekki meira en svo að nýlöguð brautin verður í frábæru standi í fyrramálið. Í fyrramálið er spáð smáskúrum fram í tímatöku og svo þurru fram yfir verðlaunaafhendingu. Við vonumst því til að sjá sem flesta á keppninni á morgun.:)  Lesa áfram Allt að verða klárt í Álfsnesi